Guðný Björnsdóttir (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Björnsdóttir frá Reykholtri (eldra) við Urðaveg 15, húsfreyja fæddist 24. desember 1943 á Bakkastíg 10.
Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson frá Núpi við Berufjörð, S.-Múl., vélstjóri, f. þar 4. desember 1911, d. 21. júlí 1996, og kona hans Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, verkakona, f. þar 21. apríl 1919, d. 1. mars 1983.

Börn Guðbjargar og Björns:
1. Gunnlaugur Elías Björnsson sjómaður, f. 13. janúar 1941, drukknaði 5. nóvember 1968. Kona hans Árný Kristinsdóttir.
2. Guðný Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Þórarinn Ingi Ólafsson.
3. Kristjana Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Matthías Sveinsson, látinn.
4. Eygló Björnsdóttir kennari, dósent, f. 19. október 1951. Maður hennar Friðrik Jóhannsson.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960.
Þau Þórarinn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 31 1972, síðar við Búastaðabraut 2.

I. Maður Guðnýjar er Þórarinn Ingi Ólafsson frá Rvk, stýrimaður, f. 17. október 1942.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Lilja Þórarinsdóttir, f. 17. apríl 1968. Maður hennar Valdimar Gestur Hafsteinsson.
2. Drífa Þórarinsdóttir, f. 16. apríl 1973. Sambúðarmaður hennar Ómar Árnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Lilju Þórarinsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.