Hreinn Aðalsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Hreinn Aðalsteinsson.

Guðmundur Hreinn Aðalsteinsson tannlæknir fæddist 7. mars 1936 á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19 og lést 20. desember 2022.
Foreldrar hans voru Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson frá Vestari Gjábakka, útgerðarmaður, skipstjóri f. 14. júlí 1910, d. 27. febrúar 1991, og kona hans Tómasína Elín Olsen húsfreyja, f. 25. desember 1916 á Seljalandi við Hásteinsveg 10, d. 20. febrúar 2006.

Börn Tómasínu og Aðalsteins:
1. Guðmundur Hreinn Aðalsteinsson tannlæknir, f. 7. mars 1936, d. 20. desember 2022.
2. Edda Aðalsteinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 25. nóvember 1939.
3. Atli Aðalsteinsson bókhaldari, f. 26. júní 1944.

Hreinn var með foreldrum sínum.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1954, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1957, nám í ensku, frönsku, þýsku, bandarískri sögu og stjórnmálafræðum í Dartmouth College í Hanover í New Hmpshire 1957-1958 og í ensku og frönsku í Háskóla Íslands 1958-1959, lauk tannlæknanámi (varð cand. odont.) þar 1968. Hann nam protetic í Tannlæknaskólanum í Gautaborg í tvo mánuði haustið 1977.
Hreinn fékk tannlæknaleyfi 6. maí 1968.
Hann var aðstoðartannlæknir hjá Birgi J. Jóhannssyni í Reykjavík í júní 1968, skólatannlæknir í Reykjavík september 1968 til maí 1984, rak eigin tannlæknastofu í Reykjavík1979-1985, í Eyjum frá 1985 til júní 1994 og í Reykjavík á ný frá júní 1994 til janúar 1995. Hann lét þá af störfum vegna heilsubrests.
Þau Edda giftu sig 1959, eignuðust eitt barn, en skildu.
Hreinn eignaðist barn með Jónu Birtu 1962.
Þau Þórhildur Maggý giftu sig 1968, eignuðust eitt barn.
Hreinn lést 2022.

I. Kona Hreins, (11. apríl 1959, skildu), var Edda Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1940, d. 3. desember 2005. Foreldrar hennar voru Kristján Lyngdal Gestsson stórkaupmaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1897, d. 5. apríl 1971, og kona hans Auðbjörg Tómasdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1901, d. 3. febrúar 1996.
Barn þeirra:
1. Aðalsteinn Hreinsson, f. 26. júlí 1959, d. 17. maí 1983.

II. Barnsmóðir Hreins var Jóna Birta Óskarsdóttir frá Jaðri í Djúpárhreppi, Rang., skrifstofu- og verslunarstarfsmaður í Reykjavík, húsfreyja í Ólafsvík, f. 16. október 1934, d. 1. júní 2008.
Barn þeirra:
2. Sigurður Hreinsson bóndi á Miðhrauni í Miklaholtshreppi í Hnapp., f. 1. september 1962. Kona hans Bryndís Hulda Guðmundsdóttir.

III. Kona Hreins, (27. júlí 1968), er Þórhildur Maggý Halldórsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1935. Foreldrar hennar voru Halldór Vilhjálmsson bóndi á Víðivöllum-fremri í Fljótsdalshreppi, og Efri-Sýrlæk í Villingaholtshreppi, síðar trésmiður á Selfossi, f. 11. janúar 1896, d. 21. júlí 1959, og kona hans Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1905, d. 2. október 1998.
Barn þeirra:
3. Haukur Hreinsson forritari í Reykjavík, f. 27. janúar 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 5. janúar 1923. Minning.
  • Prestþjónustubækur. *Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.