Guðbjörg Þ. Gunnlaugsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir.

Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, verkakona fæddist þar 21. apríl 1919 og lést 1. mars 1983.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965, og kona hans Jóna Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1889, d. 22. febrúar 1951.

Börn Elísabetar og Gunnlaugs:
1. Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, húsvörður, f. 14. júlí 1910 á Gjábakka, d. 27. febrúar 1991.
2. Friðrik Aðalsteinn Gunnlaugsson vélstjóri, f. 24. júní 1913 á Gjábakka, d. 3. mars 2002.
3. Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1917 á Gjábakka, d. 19. október 1995.
4. Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1914 á Gjábakka.
5. Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 21. apríl 1919 á Gjábakka, d. 1. mars 1983.
6. Jón Gunnlaugsson sjómaður, f. 20. nóvember 1920 á Gjábakka, d. 13. október 2007.
7. Elías Gunnlaugsson skipstjóri, f. 26. febrúar 1922 á Gjábakka.
8. Guðný Gunnlaugsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 6. mars 1928 á Gjábakka.
9. Ingvar Gunnlaugsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verslunarstarfsmaður, f. 13. mars 1930 á Gjábakka, d. 15. júní 2008.
Barn Gunnlaugs með Elínu Pálsdóttur Scheving:
10. Gunnlaugur Gunnlaugsson Scheving bifreiðastjóri, f. 13. október 1906, síðast á Selfossi, d. 7. júní 1992.
Barn Gunnlaugs með Elínu Guðmundsdóttur:
11. Þorsteinn Elías Gunnlaugsson, f. 7. október 1908, d. 30. apríl 1909.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Björn giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sólhlíð 26, þá á Bakkastíg 10, þá í Reykholti (eldra) við Urðaveg 15, en á Bakkastíg 23 við Gos 1973.
Þau Björn fluttu til Eyrarbakka við Gosið, en fluttu aftur til Eyja, bjuggu á Strembugötu 15.
Guðbjörg lést 1983 og Björn 1996.

I. Maður Guðbjargar, (13. apríl 1941), var Björn Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, f. 4. desember 1911 á Núpi við Berufjörð, S.-Múl., d. 21. júlí 1996.
Börn þeirra:
1. Gunnlaugur Elías Björnsson sjómaður, f. 13. janúar 1941, drukknaði 5. nóvember 1968. Kona hans var Árný Kristinsdóttir.
2. Guðný Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Þórarinn Ingi Ólafsson.
3. Kristjana Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Matthías Sveinsson, látinn.
4. Eygló Björnsdóttir kennari, dósent, f. 19. október 1951. Maður hennar Friðrik Jóhannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.