Sigurður Þórarinsson (Hólmgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Þórarinsson.

Sigurður Þórarinsson (Sissi) frá Hólmgarði, verkstjóri, tónlistarmaður fæddist 14. september 1934 í Vallartúni við Austurveg 33 og lést 22. janúar 2019.
Foreldrar hans voru Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, vélstjóri, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002, og kona hans Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.

Börn Jóhönnu Guðrúnar og Þórarins:
1. Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934 í Vallartúni, d. 22. janúar 2019. Fyrrum kona hans Laufey Kriatjánsdóttir. Barnsmóðir Þóra. Fyrrum kona hans Margrét Svavarsdóttir. Kona hans Borghildur Emilsdóttir.
2. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. nóvember 1936 á Bakkastíg 3, d. 27. janúar 2017. Fyrri maður hennar, (skildu), Júlí Sæberg Þorsteinsson. Síðari maður var Hlöðver Björn Jónsson, látinn.
3. Grétar Guðlaugur Þórarinsson pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum. Kona hans Jóna Guðjónsdóttir.
4. Þórey Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. ágúst 1945 í Hólmgarði. Fyrri maður, skildu, var Björn Bjarnar Guðmundsson. Síðari maður Sigþór Pálsson.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var snemma fiskiðnaðarmaður og trommuleikari, lék m.a. með danshljómsveit Haraldar Guðmundssonar, í hljómsveit Árna Elvars og Rondó sextettinum með Guðna Hermansen. Eftir flutning til lands lék hann m.a. með Árna Ísleifssyni á Djasshátíð Egilsstaða og í Dixielandhljómsveit hans á árunum 2006-2007
Sigurður hafði sótt námskeið erlandis í meðferð á fiski og var verkstjóri víða í frystihúsum, m.a. í Eyjum og á Vestfjörðum.

Þau Laufey giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sólhlíð 24 og á Túngötu 18. Þau skildu.
Sigurður bjó á Heiðarvegi 5 1972.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu. Þau Borghildur giftu sig, bjuggu í Garðabæ.
Sigurður lést 2019.

I. Kona Sigurðar, (skildu), er Laufey Kristjánsdóttir, f. 11. nóvember 1939 á Fögrubrekku.
Börn þeirra:
1. Margrét Sigurðardóttir matreiðslukona við leikskóla, f. 27. febrúar 1957 að Helgafellsbraut 1. Maður hennar Guðmundur Rúnar Davíðsson.
2. Ella Kristín Birgisdóttir starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, f. 20. október 1958. Barnsfaðir hennar Hafþór Harðarson.
3. Jóhann Þór Sigurðsson tækjamaður við höfnina hjá Grundartanga í Hvalfirði, f. 4. október 1959. Kona hans Guðrún Eiríksdóttir.

II. Barnsmóðir Sigurðar er Þóra.
Barn þeirra.
4. Anna iðjuþjálfi í Danmörku.

III. Kona Sigurðar, skildu, var Margrét Svavarsdóttir, f. 9. ágúst 1951, d. 21. júní 2007.
Börn þeirra:
5. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. október 1976. Fyrrum maður hennar Róbert Daníel Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Shane Andrew Riddington
6. Þórhildur Björk Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. október 1979. Fyrrum maður hennar Svavar Freyr Hauksson.

III. Kona Sigurðar var Borghildur Emilsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 12. ágúst 1938 í Hamraseli í Geithellnahreppi í S.-Múl., d. 25. maí 2018.
Foreldrar hennar voru Emil Karlsson sjómaður, f. 12. apríl 1911, d. 27. mars 1963, og kona hans Guðný Aðalheiður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1915, d. 25. maí 2018.
Þau voru barnlaus saman, en Borghildur átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.