Þórarinn Gunnlaugsson (Gjábakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson.

Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, vélstjóri fæddist þar 24. júní 1913 og lést 3. mars 2002 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965, og kona hans Jóna Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1889, d. 22. febrúar 1951.

Börn Elísabetar og Gunnlaugs:
1. Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, húsvörður, f. 14. júlí 1910 á Gjábakka, d. 27. febrúar 1991.
2. Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson vélstjóri, f. 24. júní 1913 á Gjábakka, d. 3. mars 2002.
3. Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1917 á Gjábakka, d. 19. október 1995.
4. Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1914 á Gjábakka.
5. Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 21. apríl 1919 á Gjábakka, d. 1. mars 1983.
6. Jón Gunnlaugsson sjómaður, f. 20. nóvember 1920 á Gjábakka, d. 13. október 2007.
7. Elías Gunnlaugsson skipstjóri, f. 26. febrúar 1922 á Gjábakka.
8. Guðný Gunnlaugsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 6. mars 1928 á Gjábakka.
9. Ingvar Gunnlaugsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verslunarstarfsmaður, f. 13. mars 1930 á Gjábakka, d. 15. júní 2008.
Barn Gunnlaugs með Elínu Pálsdóttur Scheving:
10. Gunnlaugur Gunnlaugsson Scheving bifreiðastjóri, f. 13. október 1906, síðast á Selfossi, d. 7. júní 1992.
Barn Gunnlaugs með Elínu Guðmundsdóttur:
11. Þorsteinn Elías Gunnlaugsson, f. 7. október 1908, d. 30. apríl 1909.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn og vann við hana.
Þórarinn varð sjómaður á unga aldri, en 1946 hóf hann störf hjá Rafveitunni, þar sem hann vann í 46 ár.
Síðari árin stundaði hann trilluútgerð með Arnoddi bróður sínum.
Hann var formaður í stjórn Vélstjórafélagsins 1957-1958 og 1960-1961.
Þau Jóhanna Guðrún giftu sig 1934, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vallartúni í fyrstu, Bakkastíg 3 1936, Miðhúsum 1941 og Hólmgarði 1945 og 1949, á Litlu-Heiði 1958, Bakkastíg 23 við Gos, síðar í Hörgsholti við Skólaveg 10. Þar bjó Jóhanna síðast.
Jóhanna Guðrún lést 1987. Þórarinn bjó síðast á Kleifahrauni 2C. Hann lést 2002.

I. Kona Þórarins, (23. júní 1934), var Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934 í Vallartúni, d. 22. janúar 2019. Fyrrum kona hans Laufey Kristjánsdóttir. Fyrrum kona hans Margrét Svavarsdóttir. Kona hans Borghildur Emilsdóttir.
2. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. nóvember 1936 á Bakkastíg 3, d. 27. janúar 2017. Fyrri maður hennar, (skildu), Júlí Sæberg Þorsteinsson. Fyrrum sambúðarmaður Ingólfur Tryggvason. Síðari maður var Hlöðver Björn Jónsson, látinn.
3. Grétar Guðlaugur Þórarinsson pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum. Kona hans Jóna Guðjónsdóttir.
4. Þórey Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. ágúst 1945 í Hólmgarði. Fyrri maður, skildu, var Björn Bjarnar Guðmundsson. Síðari maður Sigþór Pálsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.