Grétar Þórarinsson (Hólmgarði)
Grétar Guðlaugur Þórarinsson frá Hólmgarði, pípulagningameistari, kaupmaður fæddist 14. ágúst 1941 á Miðhúsum.
Foreldrar hans voru Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, vélstjóri, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002, og kona hans Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.
Börn Jóhönnu Guðrúnar og Þórarins:
1. Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934 í Vallartúni, d. 22. janúar 2019. Fyrrum kona hans Laufey Kristjánsdóttir. Barnsmóðir hans Þóra. Fyrrum kona hans Margrét Svavarsdóttir.
2. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður,
f. 27. nóvember 1936 á Bakkastíg 3, d. 27. janúar 2017. Fyrri maður hennar, (skildu), Júlí Sæberg Þorsteinsson. Fyrrum sambúðarmaður Ingólfur Tryggvason. Síðari maður var Hlöðver Björn Jónsson, látinn.
3. Grétar Guðlaugur Þórarinsson pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum. Kona hans Jóna Guðjónsdóttir.
4. Þórey Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. ágúst 1945 í Hólmgarði. Fyrri maður, skildu, var Björn Bjarnar Guðmundsson. Síðari maður Sigþór Pálsson.
Grétar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1958, lærði pípulagnir hjá Sigursteini Marinóssyni, varð meistari 1970.
Grétar hefur unnið við iðn sína, rekur Verslun Grétars Þórarinssonar í Götu við Heiðarveg 6.
Þau Jóna giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið á Heiðarvegi 45.
I. Kona Grétars, (28. desember 1968), er Jóna Guðjónsdóttir frá Goðafelli við Hvítingaveg 3, húsfreyja, verslunarmaður, f. þar 26. september 1944.
Börn þeirra:
1. Sigurlaug Grétarsdóttir húsfreyja, gjaldkeri hjá sýslumanni, f. 11. júní 1962. Maður hennar Stefán Óskar Jónasson.
2. Guðjón Grétarsson pípulagningameistari, f. 4. janúar 1968. Sambúðarkona hans Lilja Birgisdóttir.
3. Jóna Gréta Grétarsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, vinnur í Verslun Grétars Þórarinssonar, f. 3. september 1984. Maður hennar Sverrir Marinó Jónsson úr Keflavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Grétar.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.