Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir
Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir verslunarmaður fæddist 27. nóvember 1936 og lést 27. janúar 2017.
Foreldrar hennar voru Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, vélstjóri, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002, og kona hans Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.
Börn Jóhönnu Guðrúnar og Þórarins:
1. Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934 í Vallartúni, d. 22. janúar 2019. Fyrrum kona hans Laufey Kristjánsdóttir.
2. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður,
f. 27. nóvember 1936 á Bakkastíg 3, d. 27. janúar 2017. Fyrri maður hennar, (skildu), Júlí Sæberg Þorsteinsson. Fyrrum sambúðarmaður Ingólfur Tryggvason. Síðari maður var Hlöðver Björn Jónsson, látinn.
3. Grétar Guðlaugur Þórarinsson pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum. Kona hans Jóna Guðjónsdóttir.
4. Þórey Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. ágúst 1945 í Hólmgarði. Fyrri maður, skildu, var Björn Guðmundsson. Síðari maður Sigþór Pálsson.
Elísabet var með foreldrum sínum.
Hún lauk Skógaskóla 1953, vann við fiskiðnað, síðar hjá Eymundsson og Almenna Bókafélaginu, en hjá Landsíma Íslands frá 1995-2003.
Þau Júlí Sæberg giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau skildu.
Þau Ingólfur voru í sambúð, en skildu.
Þau Hlöðver giftu sig, eignuðust ekki börn.
Hlöðver lést 1997 og Elísabet 2017.
I. Maður Elísabetar, (21. apríl 1957), var Júlí Sæberg Þorsteinsson, f. 25. mars 1935, d. 18. júlí 2018. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigurðsson, f. 15. febrúar 1901, d. 15. apríl 1979 og Margrét Ingibjörg Jónsdóttir, f. 29. júní 1909, d. 6. júní 1992
Þau voru barnlaus.
II. Sambúðarmaður Elísabetar var Ingólfur Tryggvason verktaki, f. 7. maí 1934 á Þórshöfn á Langanesi, d. 2. febrúar 2022. Foreldrar hans voru Tryggvi Sigfússon, f. 2. nóvember 1892, d. 4. desember 1984, og Stefanía Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1893, d. 1. nóvember 1981.
Þau voru barnlaus.
III. Maður Elísabetar var Hlöðver Björn Jónsson frá Norður-Gerði, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 3. febrúar 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Þórey.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.