Guðný Gunnlaugsdóttir (Gjábakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðný Gunnlaugsdóttir.

Guðný Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, kennari fæddist þar 6. mars 1928.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965, og kona hans Jóna Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1889, d. 22. febrúar 1951.

Börn Elísabetar og Gunnlaugs:
1. Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, húsvörður, f. 14. júlí 1910 á Gjábakka, d. 27. febrúar 1991.
2. Friðrik Aðalsteinn Gunnlaugsson vélstjóri, f. 24. júní 1913 á Gjábakka, d. 3. mars 2002.
3. Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1917 á Gjábakka, d. 19. október 1995.
4. Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1914 á Gjábakka.
5. Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 21. apríl 1919 á Gjábakka, d. 1. mars 1983.
6. Jón Gunnlaugsson sjómaður, f. 20. nóvember 1920 á Gjábakka, d. 13. október 2007.
7. Elías Gunnlaugsson skipstjóri, f. 26. febrúar 1922 á Gjábakka.
8. Guðný Gunnlaugsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 6. mars 1928 á Gjábakka.
9. Ingvar Gunnlaugsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verslunarstarfsmaður, f. 13. mars 1930 á Gjábakka, d. 15. júní 2008.
Barn Gunnlaugs með Elínu Pálsdóttur Scheving:
10. Gunnlaugur Gunnlaugsson Scheving bifreiðastjóri, f. 13. október 1906, síðast á Selfossi, d. 7. júní 1992.
Barn Gunnlaugs með Elínu Guðmundsdóttur:
11. Þorsteinn Elías Gunnlaugsson, f. 7. október 1908, d. 30. apríl 1909.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1945, lauk íþróttakennaraprófi í Íþróttakennaraskóla Íslands að Laugarvatni 1946.
Guðný kenndi leikfimi í Aðventistaskólanum í Eyjum 1946-1947, kenndi sund í Eyjum um skeið 1950, 1962-1963 og 1966-1974, var kennari við Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Barnaskólanum frá 1966 og kenndi á sundnámskeiðum í Eyjum á sumrin frá 1975.
Þau Jens giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sætúni við Bakkastíg 10, byggðu hús við Bakkastíg 27 og fluttu í það 1958. Það hús varð Gosinu að bráð. Þá keyptu þau húsið við Höfðaveg 37 fullbyggðu það og fluttu þangað 1975 og bjuggu þar síðan.
Jens lést 2015.

I. Maður Guðnýjar, (6. mars 1955), var Jens Kristinsson frá Miðhúsum, sjómaður, beitningamaður, verkamaður, f. 13. september 1922, d. 12. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Elías Vigfús Jensson stýrimaður, f. 16. ágúst 1954 á Gjábakka við Bakkastíg 17. Kona hans Sigríður Gísladóttir.
2. Jensína Kristín Jensdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1955 á Sj.
3. Guðný Jensdóttir kennari, f. 1. janúar 1959 að Bakkastíg 27.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.