Hlöðver Jónsson (Norður-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hlöðver Björn Jónsson frá Norður-Gerði, verkamaður fæddist þar 25. júlí 1935 og lést 8. apríl 1997 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Jón Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður, verkamaður, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999, og kona hans Oddný Larsdóttir frá Útstekk í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 2. október 1916, d. 23. desember 2007.

Börn Oddnýjar og Jóns:
1. Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
2. Ólöf Lára Jónsdóttir, f. 23. júní 1945.
3. Jakobína Bára Jónsdóttir, f. 12. apríl 1949.

Hlöðver var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann ýmis störf, en lengst var hann starfsmaður Ríkisskipa, en síðar vann hann hjá Austurveri.
Hann eignaðist barn með Margréti 1953.
Hann eignaðist barn með Guðríði Hrefnu 1959.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu Margréti 1961.
Hann eignaðist barn með Ólínu 1962.
Þau Elísabet giftu sig 1986.
Hlöðver lést 1997 og Elísabet 2017.

I. Barnsmóðir Hlöðvers var Margrét Pálsdóttir frá Þingholti, f. 24. janúar 1932, d. 5. febrúar 2014.
Barn þeirra:
1. Hrafnhildur Hlöðversdóttir, f. 12. júlí 1953. Maður hennar Brynjólfur Sigurðsson.

II. Barnsmóðir Hlöðvers er Guðríður Hrefna Gunnarsdóttior, f. 29. júlí 1938.
Barn þeirra:
2. Gunnhildur Valdís Hólm Hlöðversdóttir, f. 3. janúar 1959. Fyrrumsambúðarmaður hennar Ómar Scheving.

III. Barnsmóðir Hlöðvers er Guðrún Margrét Pétursdóttir, f. 4. febrúar 1942.
Barn þeirra:
3. Pétur Konráð Hlöðversson, f. 16. október 1961. Kona hans Sigríður Þórðardóttir.

IV. Barnsmóðir Hlöðvers var Kristín Ólína Thoroddsen, f. 2. september 1940, d. 18. september 2013.
Barn þeirra:
4. Jón Björn Hlöðversson, f. 12. mars 1962. Kona hans Elsa Þórðardóttir.

V. Kona Hlöðvers var Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir frá Hólmgarði, húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. nóvember 1936, d. 27. janúar 2017.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.