Gunnlaugur Gunnlaugsson (bifreiðastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gunnlaugur Gunnlaugsson (Laugi Scheving) bifreiðastjóri fæddist 13. október 1906 á Bergstöðum við Urðaveg 24 og lést 7. júní 1992 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson þá á Bergstöðum, síðar á Gjábakka, sjómaður, f. 28. september 1883 að Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 20. apríl 1965, og barnsmóðir hans Elín Pálsdóttir Scheving lausakona, f. 18. ágúst 1864 í Görðum í Mýrdal, d. 12. febrúar 1931 í Eyjum.

Börn Gunnlaugs og Elísabetar Arnoddsdóttur:
1. Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, húsvörður, f. 14. júlí 1910 á Gjábakka, d. 27. febrúar 1991.
2. Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson vélstjóri, f. 24. júní 1913 á Gjábakka, d. 3. mars 2002.
3. Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1917 á Gjábakka, d. 19. október 1995.
4. Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1914 á Gjábakka.
5. Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 21. apríl 1919 á Gjábakka, d. 1. mars 1983.
6. Jón Gunnlaugsson sjómaður, f. 20. nóvember 1920 á Gjábakka, d. 13. október 2007.
7. Elías Gunnlaugsson skipstjóri, f. 26. febrúar 1922 á Gjábakka.
8. Guðný Gunnlaugsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 6. mars 1928 á Gjábakka.
9. Ingvar Gunnlaugsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verslunarstarfsmaður, f. 13. mars 1930 á Gjábakka, d. 15. júní 2008.
Barn Gunnlaugs með Elínu Pálsdóttur Scheving:
10. Gunnlaugur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1906, síðast á Selfossi, d. 7. júní 1992.
Barn Gunnlaugs með Elínu Guðmundsdóttur:
11. Þorsteinn Elías Gunnlaugsson, f. 7. október 1908, d. 30. apríl 1909.

Gunnlaugur var með móður sinni, en í sveit í Mýrdalnum á sumrum.
Hann var sjómaður, síðan bifreiðastjóri frá 1928 á Bifreiðastöðinni og stundaði akstur til Goss 1973, og stundaði vörubílaakstur í Hveragerði og á Selfossi til 1976.
Þau Sigríður bjuggu á Miðhúsum 1938. Þar eignuðust þau dreng sem dó samdægurs.
Þau bjuggu í Nýhöfn 1940, í Hvíld 1944, á Seljalandi 1946 og enn 1948.
Þau byggðu húsið að Hólagötu 11 og bjuggu þar 1949 og síðan til Goss.
Þau eignuðust fimm börn, sem lifðu.
Fjölskyldan fluttist upp á land í Gosinu, fyrst til Hveragerðis, en síðan á Selfoss.
Hjónin dvöldu á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Þar lést Gunnlaugur 1992 og Sigríður 1998.

I. Kona Gunnlaugs var Sigríður Ketilsdóttir frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 8. ágúst 1915, d. 9. maí 1998.
Börn þeirra:
1. Drengur f. 10. nóvember 1938, d. sama dag.
2. Erling Gunnlaugsson bifvélavirkjameistari á Selfossi, f. 30. ágúst 1944 að Faxastíg 14. Kona hans Guðrún Gunnarsdóttir.
3. Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1946 að Hásteinsvegi 10. Maður hennar Ólafur Íshólm Jónsson.
4. Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari, f. 26. apríl 1948 að Hásteinsvegi 10. Kona hans Sesselja Sólveig Óskarsdóttir.
5. Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Eyði-Sandvík, f. 25. apríl 1950 að Hólagötu 11. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
6. Ásta Gunnlaugsdóttir húsfreyja, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 9. febrúar 1955 að Hólagötu 11. Maður hennar Björn Guðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.