„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1993/Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 101: Lína 101:
Eftir að faðir Sigga lést 1958 tók hann við búinu og rak það ásamt dekkjaverkstæði fram að eldgosi 1973. Dekkjaverkstæði Sigga var ekki opið eftir klukkunni heldur var hægt að koma á hvaða tíma sólarhringsins sem var þegar maður var í vandræðum með dekk. Þarna voru liðlegheitin höfð í fyrirrúmi.<br>
Eftir að faðir Sigga lést 1958 tók hann við búinu og rak það ásamt dekkjaverkstæði fram að eldgosi 1973. Dekkjaverkstæði Sigga var ekki opið eftir klukkunni heldur var hægt að koma á hvaða tíma sólarhringsins sem var þegar maður var í vandræðum með dekk. Þarna voru liðlegheitin höfð í fyrirrúmi.<br>
Sigga var margt til lista lagt, hann var mjög góður smiður, bæði á stórt sem smátt, og má sjá margan fagran gripinn á [[Strembugata|Strembugötu]] 15, en það hús byggði Siggi eftir gos og bjó þar ásamt aldraðri móður og systur. Hann var góður að teikna og ótalmargar vísur eru til eftir hann.<br>
Sigga var margt til lista lagt, hann var mjög góður smiður, bæði á stórt sem smátt, og má sjá margan fagran gripinn á [[Strembugata|Strembugötu]] 15, en það hús byggði Siggi eftir gos og bjó þar ásamt aldraðri móður og systur. Hann var góður að teikna og ótalmargar vísur eru til eftir hann.<br>
Siggi fór að vinna á [[Vörubílastöðin|Vörubílastöðinni]] eftir gos og vann þar þangað til hann veiktist af illvígum sjúkdómi. Hann lést eftir stutta sjúkrahúslegu 17. júní 1992.<br>
Siggi fór að vinna á [[Vörubílastöð Vestmannaeyja|Vörubílastöðinni]] eftir gos og vann þar þangað til hann veiktist af illvígum sjúkdómi. Hann lést eftir stutta sjúkrahúslegu 17. júní 1992.<br>
Umhyggja hans fyrir öðrum er best lýst með því að vorið 1991 byrjaði hann að endurbyggja Reynisholt í Mýrdal. Það hafði lengi verið hans draumur, þar átti að verða sumarhús fyrir fjölskylduna. Var unnið allt sumarið hörðum höndum við húsið. En um áramótin varð Siggi var við þann sjúkdóm sem síðar átti eftir að leggja hann að velli. En það var ekki gefist upp, fárveikur fór hann ásamt góðum vinum margar ferðir vorið 1992 og var unnið stíft undir tilsögn Sigga og má segja að húsið hafi nánast verið tilbúið í lok maí 1992. Draumur hans var að verða að veruleika og voru okkur lagðar línur um framhaldið. Siggi vissi að hann átti ekki afturkvæmt í Reynisholt.<br>
Umhyggja hans fyrir öðrum er best lýst með því að vorið 1991 byrjaði hann að endurbyggja Reynisholt í Mýrdal. Það hafði lengi verið hans draumur, þar átti að verða sumarhús fyrir fjölskylduna. Var unnið allt sumarið hörðum höndum við húsið. En um áramótin varð Siggi var við þann sjúkdóm sem síðar átti eftir að leggja hann að velli. En það var ekki gefist upp, fárveikur fór hann ásamt góðum vinum margar ferðir vorið 1992 og var unnið stíft undir tilsögn Sigga og má segja að húsið hafi nánast verið tilbúið í lok maí 1992. Draumur hans var að verða að veruleika og voru okkur lagðar línur um framhaldið. Siggi vissi að hann átti ekki afturkvæmt í Reynisholt.<br>
En nú er Siggi horfinn yfir móðuna miklu. Við vitum að honum fannst hann eiga margt ógert, en hann vissi að enginn ræður sínum næturstað. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Við þökkum honum góða samfylgd. Guð blessi minningu hans.<br>
En nú er Siggi horfinn yfir móðuna miklu. Við vitum að honum fannst hann eiga margt ógert, en hann vissi að enginn ræður sínum næturstað. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Við þökkum honum góða samfylgd. Guð blessi minningu hans.<br>
Lína 109: Lína 109:
'''<big>[[Ólafur Björgvin Jóhannesson]]</big>'''<br>
'''<big>[[Ólafur Björgvin Jóhannesson]]</big>'''<br>
<big>F. 18. mars 1930 - D. 8. febrúar 1993</big><br>
<big>F. 18. mars 1930 - D. 8. febrúar 1993</big><br>
Óli tengdapabbi var fæddur og uppalinn á Breiðabóli á Eyrarbakka. Hann var sonur Jóhannesar Sigurjónssonar formanns og skipasmiðs og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Óli átti einn bróður er lést ungur að aldri en hann á eftirlifandi systur, Dóru, en hún er gift Inga Þorbjörnssyni frá Kirkjubæ.<br>
Óli tengdapabbi var fæddur og uppalinn á Breiðabóli á Eyrarbakka. Hann var sonur Jóhannesar Sigurjónssonar formanns og skipasmiðs og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Óli átti einn bróður er lést ungur að aldri en hann á eftirlifandi systur, Dóru, en hún er gift [[Ingi Þorbjörnsson|Inga Þorbjörnssyni]] frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]].<br>
Á æskuheimili Óla var mikið rætt um sjómannslífið eins og á mörgum heimilum sem eru við sjávarsíðuna. Það var því eðlilegt að sjómannslífið laðaði hann til sín. Hann lærði þó trésmíði en sjórinn kallaði svo hann náði sér í vélstjórnarréttindi og í vélarhúsinu undi hann sér einstaklega vel og fóru margir tímarnir í að dytta að og laga.<br>
Á æskuheimili Óla var mikið rætt um sjómannslífið eins og á mörgum heimilum sem eru við sjávarsíðuna. Það var því eðlilegt að sjómannslífið laðaði hann til sín. Hann lærði þó trésmíði en sjórinn kallaði svo hann náði sér í vélstjórnarréttindi og í vélarhúsinu undi hann sér einstaklega vel og fóru margir tímarnir í að dytta að og laga.<br>
Í ágúst 1953 kvænist Óli eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Antonsdóttur, frá Tjörn á Eyrarbakka. Þau hófu búskap á Bakkanum. Árið 1954 eignast þau eldri son sinn, Bjarna. Þegar þrengja fór að vinnu á Bakkanum 1956 ákveða þau að flytjast til Vestmannaeyja, því hvar er betra að vera ef atvinnu á að hafa af sjónum? Þau bjuggu hér í Eyjum í 12 ár og hér fæddist yngri sonur þeirra, Jóhannes. Hann var hér á þeim tíma á ýmsum bátum, t.d. [[Atli VE-14|Atla]], [[Reynir VE-15|Reyni]], [[Ísleifur VE-63|Ísleifi]] með [[Bjarnhéðinn Elíasson|Bjarnhéðni Elíassyni]] og [[Haförn VE|Haferninum]], með þeim sómabræðrum [[Ingólfur Matthíasson|Ingólfi]] og [[Sveinn Matthíasson|Svenna Matt]] og þar réru einnig báðir synir Óla.<br>
Í ágúst 1953 kvænist Óli eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Antonsdóttur, frá Tjörn á Eyrarbakka. Þau hófu búskap á Bakkanum. Árið 1954 eignast þau eldri son sinn, Bjarna. Þegar þrengja fór að vinnu á Bakkanum 1956 ákveða þau að flytjast til Vestmannaeyja, því hvar er betra að vera ef atvinnu á að hafa af sjónum? Þau bjuggu hér í Eyjum í 12 ár og hér fæddist yngri sonur þeirra, Jóhannes. Hann var hér á þeim tíma á ýmsum bátum, t.d. [[Atli VE-14|Atla]], [[Reynir VE-15|Reyni]], [[Ísleifur VE-63|Ísleifi]] með [[Bjarnhéðinn Elíasson|Bjarnhéðni Elíassyni]] og [[Haförn VE|Haferninum]], með þeim sómabræðrum [[Ingólfur Matthíasson|Ingólfi]] og [[Sveinn Matthíasson|Svenna Matt]] og þar réru einnig báðir synir Óla.<br>

Núverandi breyting frá og með 7. apríl 2017 kl. 10:53

MINNING LÁTINNA


Óskar Matthíasson
F. 22. mars 1921 - D. 21. desember 1992.
Með fáum orðum vil ég minnast Óskars Matthíassonar skipstjóra og útgerðarmanns. Sérstaklega vil ég þakka honum árin sem hann var formaður skólanefndar Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, frá 1975 til 1982.
Hann fæddist í Vestmannaeyjum 22. mars 1921 og lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 21. desember 1992. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Sveinsdóttir og Matthías Gíslason skipstjóri á Byggðarenda. Systkinin voru fimm og síðar eignaðist Óskar tvö hálfsystkini. Matthías fórst í róðri ásamt allri áhöfn á vélbátnum Ara, 24. janúar 1930. Hann var þá 36 ára og var mikill sjósóknari að sögn Þorsteins í Laufási í bók sinni Formannsævi í Eyjum. Þetta var sjöunda vertíð hans sem formanns.
Óskar hóf sjómennsku 17 ára gamall 1938 og stundaði sjó upp frá því til 1977. Hann hafði reyndar verið í landi tvö ár fyrir síðustu vertíðina og annaðist útgerð sína, en tók svo Leó VE þarna aftur 1977 og rótfiskaði eins og áður. Fór svo aftur í land og stjórnaði fiskverkun sem hann hafði keypt.
Óskar byrjaði skipstjórn á Glað 1944, var síðan með Skuldina og aftur Glað, en 1946 keypti hann Nönnu og var með eiginn bát frá því. Hann átti svo Leó VE-294 og annan Leó VE-400, 100 tonna stálbát sem hann lét smíða í Austur-Þýskalandi 1959, Þórunni Sveinsdóttur, 128 tonn, sem var smíðuð fyrir hann í Stálvík 1971 og frystitogarann Þórunni Sveinsdóttur sem hann fékk nýsmíðaða frá Akureyri 1991.
Óskar var mikill fiskimaður og aflakóngur á fjórum vetrarvertíðum á Leó VE 400. Skipin hans voru öll þekkt aflaskip undir hans stjórn og Sigurjóns sonar hans. Oft aflahæst yfir landið á vetrarvertíðum. Hann sótti sjóinn mjög stíft. Enginn eins og hann á þeim tíma sem undirritaður man. Samt varð aldrei neitt að um borð hjá honum. Þrátt fyrir hörkuna var hann gætinn. Mikill sjómaður. Það var aldrei liðið um borð hjá honum að sjóbúa ekki á sem bestan hátt, hvernig sem viðraði. Þótt hann væri einn á sjó í vondum veðrum blessaðist allt hjá honum. Og það þurfti mikið til að vera einn á sjó eins og kom fyrir á Nönnu og báðum Leóunum. Vestmannaeyjaskipstjórarnir voru þekktir af öðru en að liggja í landi ef veður leyfðu.
Óskar var harður og ákveðinn maður. Í fari hans var þó gáski og fjör. Alltaf dálítill ærslabelgur, eitthvað strákslegt og gott við hann. Snaggaralegur og léttur í hreyfingum. Hann laðaði því að sér fríska og hressa menn sem vildu vera á sjó hjá honum og allir dáðu hann og virtu. Það var gott að vera nálægt honum, bæði á sjó og landi. Gömlum ættingjum og vinum var hann mikils virði, oft sáust þeir í bílnum hjá honum og oft var setinn bekkurinn heima hjá honum og Þóru. Þau voru bæði hress og kát og veittu vel. Á það myndar- og glæsiheimili var gott að koma.
Okkar leiðir lágu mest saman við stjórnunarstörf í Stýrimannaskólanum hér í Vestmannaeyjum. Hann vildi veg skólans sem mestan, sama var kappið og dugnaðurinn þar. Allt varð þó að gera með festu. Þar sem annars staðar munaði um hann. Fjórir synir hans og þrír sonarsynir hafa lokið þar námi og sá fjórði, Óskar Matthíasson yngri, stundar þar nú nám.
Á páskadag 1943, í yndislegu veðri, gengu þau Óskar og kærasta hans, Þóra Sigurjónsdóttir frá Víðidal í Vestmannaeyjum, inn í Herjólfsdal, þar upp fyrir miðja brekku, að klettinum Saltabergi. Þar settu þau upp hringana. Síðan héldu þau að Byggðarenda til Þórunnar, móður Óskars, og sögðu henni tíðindin og fengu hamingjuóskir, súkkulaði og bakkelsi. Mér finnst eins og þau hafi alla tíð síðan verið eins og nýtrúlofuð, hamingjusöm og falleg hjón.
Þóra er mikil dugnaðar- og fyrirmyndarkona. Þau eignuðust sex syni og eina dóttur. Fjórir synirnir eru skipstjórar og útgerðarmenn og farnast vel eins og þeim gamla. Einn gerir út vinnuvélar og sá yngsti er rafvirki og dóttirin er hjúkrunarfræðingur.
Óskars Matthíassonar verður fyrst og fremst minnst sem dugnaðar- og atorkumanns. Hann efnaðist líka vel og átti það sannarlega skilið.
Frá Stýrimannaskólanum og fjölskyldu minni sendi ég Þóru og fjölskyldu dýpstu samúðarkveðjur.
Friðrik Ásmundsson


Bjarnhéðinn Elíasson
F. 27. ágúst 1921 - D. 8. október 1992.
Það var óbrigðult að þeir sem kynntust honum vildu hitta hann aftur og jarðarförin hans var svo vel heppnuð og skemmtileg að menn höfðu á orði að það þyrfti að endurtaka hana. Það er sjaldgæft að taka þannig til orða um útför manns, en svona var það nú samt. Brottför Bjarnhéðins Elíassonar lauk í stíl við hann sjálfan. „Ég er nú ekki að mylja moðið í þessa andskota“ sagði hann gjarnan með hnykk í hita leiksins og útförin hans leiddi hjá mærð, en var allt í senn virðuleg, vinaleg og sérstæð. Genginn er vinamargur maður.
Hann var skipstjóri og útgerðarmaður af lífi og sál og um áratuga skeið, harðsækinn og tvinnaði svo í talstöðvarnar að þær roðnuðu af blygðun, en samt var svo fagurlega bölvað að minnti fremur á ljóð en löst. Orðræður hans brutust í gegnum suðaustan sautján úr brúarglugganum og skammirnar á strákana um borð voru ómengaðar ef eitthvað fór úrskeiðis, en samt þótti þeim lúmskt gaman að fá gusurnar því þeir höfðu tilfinningu fyrir leikhúsi og kynngi íslenskrar tungu. Samt var þessi harðjaxl innilegur sveitadrengur inni við beinið. Hann hjalaði við ketti, strauk lömb og mátti ekkert aumt sjá. Það var líklega þess vegna sem maður heyrði hann sjaldan tala í blíðum tón til Ingibjargar konu sinnar, sem minnir frekar á fjalllendið í öllu sínu veldi en fallvaltleika þess hrjáða og smáa. Það hvessti ósjaldan yfir eldhúsborðið, en þó bjuggu þau við djúpa virðingu í garð hvors annars og ást. Hann tók á móti stjórnsemi hennar eins og skipið klýfur ölduna, hún hlustaði á „ljóðin“ hans og upphnýtingar af mildi konunnar.
Pabbi kom af Rangárvöllunum til Eyja ungur maður og upp frá því voru þær hans vettvangur, veröldin sem hann vann sig upp í með árvekni og dugnaði, fyrst í áhöfn og læri hjá Sighvati í Ási og Sigga Vídó, en áður hafði hann verið í hópi togarajaxlanna sem eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri útvegssögu, svo harðsnúinn heim sem þeir bjuggu við að James Bond hefði brugðið.
Það var sérstætt sem sagt var um pabba á sínum tíma í útgerðinni, er Ólafur bankastjóri orðaði það svo að Bjarnhéðinn væri til svo mikillar fyrirmyndar í fjármálum útgerðarinnar að það væri eiginlega ómögulegt að hafa hann í viðskiptum, hann skuldaði svo lítið. En þannig var hann óheyrilega nákvæmur í mörgu og pjattaður fram í fingurgóma, sem lýsti sér m.a. í því að hann lét minnka hringana sína þegar leið að lífslokum, því hann vildi bera þá með stíl eins og hans var von og vísa þótt rýrnuðu burðarásarnir. Um árabil var hann í hópi mestu aflamanna Eyjanna og það var aldrei slakað á klónni. Hann kunni ekki að hvílast, en þeim mun betur kunni hann að snúa uppákomunum í húmor og galsa þegar góðar stundir gáfust. Hann var í fasi eins og veðurguðirnir við vini sína til sjós og lands. Eftir þrumuveður gat skollið á örskoti síðar með sól og blíðu og engin eftirmál. Lífið hélt áfram og það var hans list að ganga á móti því með æðruleysi.
Þegar hann var á fimmtugsaldri tókst mér að plata hann og mömmu með í frí til Mallorca og á öðrum degi í 40 stiga hita lýsti hann því yfir að ég hefði dregið hann í þetta helvíti til þess að drepa hann og sannfæringin á bak við var óryðguð. En þetta vandist og hann varð algjör sóldýrkandi og naut sólbaða upp frá því þótt hann legðist ekki í þau af alefli. Hann gekk hvern morgun frá hótelinu niður á strönd í sundbuxum einum fata og sundskýlu innan undir, með handklæði á öxl og rommglas af stærri gerðinni í hendi. Á ákveðnum stað á ströndinni fór hann úr sundbuxunum og stóð um stund með aðra hendi á mjöðm og Lumumbaglasið í hinni áður en hann lagðist í sólbaðið. Einn daginn hópuðust konur að þar sem hann stóð í biðstellingunni og fóru mikinn. Skyndilega áttaði hann sig, var kominn úr sundbuxunum en hafði gleymt að fara í sundskýluna og þótt oft hafi verið snöggar hreyfingar í ræsinu á vertíðarnóttum þá var metið slegið þarna þegar seilst var eftir buxunum. Lengi á eftir hópuðust konur þarna að á morgunstundum.
Það þarf þjálfun til þess að rökræða við útvarpið, sérstaklega pólitíkusa sem hræra upp í manni, en hann munaði ekkert um það og ekki voru þeir blúndulagðir lepparnir sem talsmenn komma og framsóknar fengu stundum. Hann var í hópi skipstjóranna sem þoldu pusið í andlitið og ætluðust til þess. Þeir vildu líka fá svör í takt við það sem þeir töluðu, en var fyrirmunað að vera viðhlæjendur ef efni stóðu ekki til. Við systkinin, Áslaug, Þröstur og Elías, fengum góðan skóla hjá foreldrum okkar og gott fararnesti hvernig svo sem við höfum unnið úr því, en umfram allt var manni innrætt að hafa takt og tök í þeim verkefnum sem lágu fyrir. Það var stíll Bjarnhéðins Elíassonar.
Árni Johnsen


Sigtryggur Vilhjálmsson
F. 8. júní 1946 - D. 1. febrúar 1993
Sigtryggur fæddist á Þórshöfn á Langanesi, sonur hjónanna Vilhjálms Sigtryggssonar, sjómanns frá Ytri-Brekkum við Þórshöfn, og Kristrúnar Jóhannsdóttur frá Skálum á Langanesi. Vilhjálmur faðir Sigtryggs, sem lést 1984, stundaði sjómennsku í Eyjum um árabil og bjó hér um tíma og var hans minnst í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1985.
Sigtryggur, eða Sissi sem hann var jafnan nefndur, ólst upp í hópi átta systkina og tveggja uppeldissystra á Þórshöfn. Ungur að árum fór hann í sjóróðra á litlum fiskibáti með föður sínum og þótti fljótlega sýnt að hugur hans stefndi til sjómennsku. Skömmu eftir að skólagöngu lauk fór Sigtryggur á vertíð í Vestmannaeyjum. Í ársbyrjun 1965 réðst hann í skipsrúm á nýjum Halkion VE-205 undir skipstjórn Stefáns Stefánssonar frá Gerði. Var Sigtryggur nokkur ár á Halkion, en fór síðan á Hrönn VE-366 hjá Herði Jónssyni. Eftir það var hann um tíma á Sæbjörgu VE-56 hjá Hilmari Rósmundssyni. Árið 1978 réðst hann á Klakk VE-103 hjá Guðmundi Kjalar Jónssyni og síðar Sigurgeir Ólafssyni. Sigtryggur þótti góður og duglegur sjómaður og var jafnan eftirsóttur í skipsrúm.
Sigtryggur kvæntist Jarþrúði Júlíusdóttur frá Hlíðarenda hér í Eyjum árið 1969, en þau slitu samvistum tíu árum síðar. Eftir það fluttist Sigtryggur frá Eyjum og bjó eftir það lengst af í Reykjavík.
Eftir að hann fluttist héðan var hann eina vetrarvertíð á Ófeigi VE-325 hjá Lýð Ægissyni og haustvertíð á síld á Glófaxa VE 300 hjá Bergvin Oddssyni. Um tveggja ára skeið bjó hann á Neskaupstað og var í sambúð þann tíma með Ríkey Guðmundsdóttur. Sigtryggur var síðar í sambúð um nokkurt árabil með Eddu Svavarsdóttur úr Reykjavík og bjuggu þau í Ólafsvík og eignaðist hann með henni dótturina Selmu Rut sem nú er sex ára.
Sl. haust réðst Sigtryggur til vinnu á Tálknafirði og var hann þar þegar hann lést 1. febrúar sl.
Sigtryggur Vilhjálmsson var ljúfur maður í allri framgöngu og einstaklega greiðvikinn. Fyrir það eignaðist hann marga vini á lífsleiðinni. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 11. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni.
Ég sendi eftirlifandi móður hans og litlu dótturinni og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sigtryggs Vilhjálmssonar.
Arnar Sigurmundsson


Benedikt Ragnar Sigurðsson
F. 4. nóvember 1934 - D. 21. mars 1993
Þegar ég heyrði um skyndilegt fráfall míns gamla nemanda og vinar, Benedikts Sigurðssonar eða Binna í Götu, brá mér við og fram í hugann komu gamlar minningar frá Vestmannaeyjum. Við Benedikt vorum á líku reki og þekktumst auðvitað sem slíkir á æsku- og unglingsárum. Svo kynntumst við betur er hann varð nemandi minn, fyrst á stýrimannanámskeiði og síðar í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum.
Benedikt Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum hinn 4. nóvember 1934, sonur hjónanna Vilborgar Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar sem bjuggu í Götu eða Sveitarhúsinu eins og það er oftast kallað frá gamalli tíð. Á landakortinu hét það ef ég man rétt Herjólfsgata 12, en fyrir vestan þetta hús, sem stóð skáhallt við Heiðarveginn, norðan við Iðnskólann, þar sem Stýrimannaskólinn er nú til húsa, höfðu verið kálgarðar frá Búastöðum og Kirkjubæ allt frá tíð langafa míns á Kirkjubæ fyrir um 130 árum. Norðan við garðana risu aðgerðarhús á árunum milli 1930 og 1940 og þarna var skjólsamt fyrir öllum áttum. Ég man að það var mikið ævintýri að koma ofan af bæjum og fara í garðinn „inni í Moskvu“ eins og það var kallað. Nafnið mun vera komið af því að Guðjón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ átti þarna skammt frá aðgerðarþró sem var kölluð „Moskva“ en mörg hús í Vestmannaeyjum voru fyrr á tíð nefnd eftir stórborgum erlendis.
En eitt af því sem mér er minnisstætt frá ferðum í þennan sameiginlega kálgarð systkinanna frá Búastöðum, Eyjólfs föður míns og Lovísu, er hvað það var gott að eiga þetta góða fólk að sem bjó þarna í Sveitarhúsinu, rétt við garðinn; móðir mín og Lovísa frænka voru oft boðnar í kaffi til Vilborgar móður Binna heitins. Hann átti því ekki langt að sækja góðmennsku og vinsamlegt viðmót.
Benedikt ólst upp í hópi sex alsystkina og átti auk þess tvö hálfsystkini. Ungur missti hann foreldra sína. Sigurður, faðir Benedikts, andaðist þegar Benedikt var fjögurra ára gamall, en Vilborg móðir hans dó þegar hann var 13 ára. Eftir andlát móður sinnar ólst Benedikt upp á heimili Gísla bróður síns og konu hans Sigríðar Haraldsdóttur við Faxastíg 41.
Eins og löngum var í Vestmannaeyjum fór Binni eins og aðrir unglingar ungur að vinna í fiski og að framleiðslustörfum. Síðan lá leiðin á sjóinn. Benedikt lauk hinu minna fiskimannaprófi á síðasta minnaprófsnámskeiðinu sem haldið var í Vestmannaeyjum á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík, haustið 1963, en prófum lauk í janúar 1964.
Haustið 1964 hóf Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum göngu sína og var Benedikt í hópi þeirra 15 nemenda sem settust í 2. bekk skólans og lauk hinu meira fiskimannaprófi vorið 1965.
Þetta var góður og samstilltur hópur nemenda og ekki skemmdi Benedikt það með sínu hæga og ljúfa skapi. Hann var léttur í lund og gamansamur og ef eitthvaö spaugilegt kom fyrir brá fyrir glettnisglampa í augum. Benedikt var ágætur nemandi sem skilaði alltaf öllu sínu.
Nokkru eftir að Benedikt lauk prófi tók hann við skipstjórn á mb. Farsæl sem Gísli bróðir hans átti og gerði út. Benedikt farnaðist vel skipstjórnin.
Um jólin 1964 gekk Benedikt að eiga eftirlifandi konu sína, Þórdísi Óskarsdóttur frá Akureyri, og eignuðust þau þrjú börn. Þau hjón stofnuðu heimili í Vestmannaeyjum og bjuggu þar fram að eldgosi 1973, en þá fluttist fjölskyldan til Akureyrar og bjó þar upp frá því. Benedikt hóf störf hjá Slippstöðinni hf. og vann þar síðan. Hann var alls staðar vel látinn og virtur af vinnufélögum sínum og yfirboðurum, vammlaus maður sem vann sín störf af alúð og samviskusemi.
Einar Óskarsson mágur hans ritaði svo um Benedikt: „Binni var enginn hávaðamaður, hann var einn hinna hæglátu verkamanna í víngarði Drottins sem vinna sín störf í kyrrþey og sækjast ekki eftir upphefð. Hann var mikill heimilismaður, þar undi hann sér best með fjölskyldunni, við að fegra og bæta heimilið og við lestur góðra bóka.“
Allir sem þekktu Binna heitinn allt frá æskuárum hans í Vestmannaeyjum geta tekið undir þetta. Hann var góður drengur sem andaðist langt um aldur fram. Blessuð sé minning hans.
Guðjón Ármann Eyjólfsson


Gunnar Ingólfur Gíslason
F. 6. apríl 1915 - D. 14. maí 1992
Það er vor í lofti, sunnan þeyr og hann Ingi er dáinn. Í 27 ár þekkti ég þennan afbragðsmann, naumast undir öðru nafni en Ingi. Oft á tíðum í lífinum ef manni verður of mikið niðri fyrir við einhvern, jafnvel börn sín, þá á maður til að hækka róminn og ávarpa viðkomandi fullu nafni. En kynni mín af þessum manni gáfu aldrei tilefni til annars en hógværðar í hans garð.
Ingi var fæddur að Langagerði í Hvolhreppi, sonur hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur frá Kotmúla í Fljótshlíð og Gísla Gunnarssonar frá Torfastöðum í sömu sveit. Hann var yngstur af þeim átta systkinum, en þrjú fóstursystkini ólust upp í Langagerði svo að mannmargt var á heimilinu eins og oft var í þá daga og þurfti mikið til að bíta og brenna.
Ingi hleypti heimdraganum um tvítugsaldur og fór á vertíð til Vestmannaeyja þar sem hann vann á vetrum næstu árin, en kom heim til Langagerðis að vori með björg í bú og vann við búskapinn á sumrin. En vera hans á vertíðum í Eyjum leiddi af sér tilfinningar til ungrar stúlku, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem ættuð var frá Stokkseyrarseli vestra í Stokkseyrarhreppi og gengu þau í hjónaband 20. desember 1941. Hann þá 25 ára. Þau eignuðust þrjú börn, Steinunni, sem gift var undirrituðum, en þau slitu samvistum; þau eignuðust þrjár dætur. Vigfús, ókvæntur, en á eina dóttur og Gísli, vélstjóri í Eyjum, kvæntur Lindu Hannesdóttur og eiga þau tvo syni. Ingi og Guðrún hófu sinn búskap að Höfðabrekku (Faxastíg 15) í lítilli íbúð hjá þeim sæmdarhjónum Jóni Einarssyni og Sesselju Stefánsdóttur. Eftir fimm ár á Höfðabrekku keyptu þau íbúð að Vesturvegi 32, en níu árum seinna tóku þau stórt skref er þau keyptu einbýlishús að Hólagötu 33 og bjuggu þar æ síðan eða allt þar til gaus í Eyjum í byrjun árs 1973.
Í 25 ár var Ingi til sjós og upphafið að hans sjómennsku var á Óðni VE 317 með Gaua á Heiði, með Jóhanni Pálssyni var hann á Jóni Stefánssyni VE og Hannesi lóðs VE, síðan á Kristbjörginni VE með Sveini Hjörleifssyni og endaði sína sjómennsku á Engeynni VE með Jóni Valgarð Guðjónssyni (Gæsa).
Á þessum árum var Ingi oftast matsveinn um borð, enda afbragðskokkur og snyrtimenni hið mesta, svo orð var á haft.
Árið 1965, þá fimmtugur að aldri, fór hann í land og gerðist verkstjóri hjá kjötvinnslu Kaupfélags Vestmannaeyja, en þá var kaupfélagsstjóri þar æskuvinur hans og félagi, Guðni B. Guðnason frá Brekku í Hvolhreppi. Þarna starfaði Ingi þar til þau hjón fluttust á Selfoss í Eyjagosinu. Þar hóf hann störf hjá Kaupfélagi Árnesinga í kjötvinnslunni og starfaði þar í átta ár, en þá fluttust þau hjón til Reykjavíkur. Eftir að þangað kom fékk hann starf við sitt hæfi hjá Meistaranum hf. og vann hjá því fyrirtæki uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir, enda þrotinn af kröftum vegna veikinda.
Ég vil meina að veikindi Inga hafi byrjað þegar hann varð að flýja Eyjarnar vegna gossins. Það var andlegt áfall fyrir hann að þurfa að yfirgefa hús sitt og heimili og fallegan garð sem hann hafði gaman af að dunda við.
Hvar sem starfsvettvangur hans lá í öll þau ár sem ég þekkti hann veit ég að hann var alls staðar vel liðinn, enda starfsmaður góður og stundvís, rólegur, geðgóður og ekkert nema hógværðin sjálf. Aldrei hraut honum styggðaryrði af vörum til mín og tel ég mig meiri mann að hafa kynnst Inga vini mínum.
Ég vil að lokum senda mínar bestu samúðarkveðjur til Guðrúnar konu hans, sem reyndist honum svo vel í veikindum hans, barna þeirra hjóna, Steinunnar, Vigfúsar og Gísla og annarra aðstandenda og ástvina. Ég verð alltaf stoltur af að hafa átt hann fyrir tengdaföður.
Hjörleifur Hallgríms


Árni Finnbogason
frá Hvammi
Fæddur 6. desember 1893 - Dáinn 22. júní 1992
Árni, sem hét fullu nafni Árni Sigurjón, var fæddur 6. desember 1893 í Norðurgarði í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson skipstjóri og bóndi frá Stóradal undir Eyjafjöllum og Rósa Eyjólfsdóttir frá Vopnafirði. Snemma beygðist krókur að því sem verða vildi, hann var aðeins 10 ára gamall þegar hann fór sína fyrstu sjóferð. Átján ára er hann orðinn háseti á mb. Neptúnusi hjá Birni bróður sínum.
Árið 1916 stígur hann mikið gæfuspor er hann kvænist Guðbjörgu Aðalheiði Sigurðardóttur frá Brekkuhúsi í Eyjum, fæddri 15. febrúar 1896, mikilli sómakonu. Sama ár tekur hann við formennsku á mb. Happasæl, nýjum 12 tonna báti, sem þá var meðal stærstu báta í Eyjum. Hinn 5. janúar fer Árni í sinn fyrsta róður sem skipstjóri. Þegar líða tók á daginn gerði ofsaveður og mikinn sjógang. Náðu allir bátar landi heilu og höldnu nema mb. Sæfari. Voru þá tveir stærstu og traustustu vélbátarnir í Eyjum, mb. Happasæll og mb. Íslendingur, en skipstjóri á honum var Guðleifur Elíasson, fengnir til þess að fara Sæfara til hjálpar. Í þessum björgunarleiðangri fórst Íslendingur með fjögurra manna áhöfn. Eftir allmikla hrakninga tókst að bjarga áhöfn Sæfara um borð í Happasæl. Héldu þeir sjó um nóttina og komust til hafnar daginn eftir. Þóttu mennirnir úr helju heimtir. Fyrir þetta afrek í sínum fyrsta útdrætti var Árni sæmdur heiðursverðlaunum úr hetjusjóði Carnegies. Þetta varð upphaf að farsælu skipstjórastarfi hans, en þegar fyrir fermingu hafði hann sýnt hvað í honum bjó er hann bjargaði vini sínum, Sigurði Oddgeirssyni frá Ofanleiti, frá drukknun þar sem þeir félagar voru að pilka á klöppunum fyrir neðan Austurbúð.
Árni bar hag sjómanna ávallt fyrir brjósti og var ötull talsmaður þeirra. Hann var í fyrstu stjórn Sjómannafélagsins í Vestmannaeyjum þegar það var stofnað árið 1926. Hann sótti sjó af kappi en með mikilli forsjá. Hann var drjúgur aflamaður og hélt vel um alla hluti. Árni var með marga báta í Eyjum, þar á meðal mb. Sillu, mb. Helgu, mb. Sísí, mb. Undínu, mb. Lunda, mb. Njörð og mb. Skallagrím. Árið 1939 kaupir hann mb. Vin VE 17 og er með hann til ársins 1959 er hann hættir sjómennsku.
Milli þess að stunda sjósókn vann Árni öll almenn störf sem þá tíðkuðust. Hann var góður bjargveiðimaður og stundaði bjargsig og fuglaveiði í tugi ára. Var það gott búsílag. Árni var föngulegur maður, léttur í lund og kímnigáfa hans skapaði margar ánægjustundir. Hann var stálheiðarlegur í viðskiptum, ákaflega greiðvikinn og trygglyndur.
Þau Aðalheiður hófu búskap í Bræðraborg í tvíbýli á móti Finnboga bróður Árna og Sesselju Einarsdóttur, síðar í Vallatúni. Lengst af bjuggu Árni og Aðalheiður í Hvammi, Kirkjuvegi 39A. Þau voru einstaklega samhent um alla hluti; þeim var öll umhirða og snyrtimennska í blóð borin og báru bátur, hús og umhverfi því ljóst vitni. Aðalheiður lést 30. janúar 1958. Þau eignuðust 9 börn:
Rósa, f. 25.6.1916, d. 12.3.1983, húsfreyja,
Ráðhildur, f. 24.6.1917, húsfreyja,
Ágústa Kristín, f. 20.1.1919, d. 24.6.1919,
Sigurbjörn, f. 6.3.1920, sjómaður,
Ágústa Kristín, f. 6.8. 1921, húsfreyja,
Aðalheiður, f. 5.12.1925, d. 20.9.1989,
Áslaug, f. 20.1.1928, húsfreyja,
Finnbogi, f. 5.5.1930, rafvirki,
Borgþór, f. 27.9.1932, vélstjóri.
Eftir að Árni hætti sjómennsku vann hann hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum við málningar- og viðhaldsstörf, einnig við olíuafgreiðslu hjá Olíusamlagi Vestmannaeyja. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1964 og fór þá að fást við það sem lengi hafði búið í honum, en það var að teikna. Mannlíf í Eyjum, fegurð þeirra og sjómennskan urðu helsta myndefni hans. Þetta veitti honum mikla ánægju. Hélt hann nokkrar sýningar á verkum sínum sem var vel tekið.
Hann var svo gæfusamur að hitta eftirlifandi sambýliskonu sína, Erlu Kristjánsdóttur, og bjuggu þau saman frá frá 1968 til æviloka Árna. Var sambúð þeirra báðum til mikillar ánægju.
Árni andaðist 22. júní 1992 eftir stutta sjúkrahúslegu, þá á nítugasta og níunda aldursári. Útför hans fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 3. júlí.
Finnbogi Árnason


Sigurbergur Jónsson
frá Kirkjubæ
F. 19. maí 1923 - D. 17. júní 1992
Sigurbergur Jónsson var fæddur í Mið-Hlaðbæ á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 19. maí 1923. Foreldrar hans voru Jón Valtýsson og Guðrún Hallvarðsdóttir.
Sigurbergur, eða Siggi á Kirkjubæ eins og hann var ávallt kallaður, ólst upp í foreldrahúsum og fór ungur til sjós, réri á nokkrum bátum, meðal annars mb. Nönnu, Maí og Gísla Johnsen. Siggi kunni vel við sig á sjónum, en sjómennskan varð ekki hans lífsstarf þar sem faðir hans veiktist og hann varð að koma í land og taka við búinu sem foreldrar hans voru með. Með bústörfunum vann Siggi hjá Ársæli Sveinssyni í Slippnum við skipaviðgerðir, fisklandanir og annað sem féll til og þótti Siggi góður starfskraftur.
Eftir að faðir Sigga lést 1958 tók hann við búinu og rak það ásamt dekkjaverkstæði fram að eldgosi 1973. Dekkjaverkstæði Sigga var ekki opið eftir klukkunni heldur var hægt að koma á hvaða tíma sólarhringsins sem var þegar maður var í vandræðum með dekk. Þarna voru liðlegheitin höfð í fyrirrúmi.
Sigga var margt til lista lagt, hann var mjög góður smiður, bæði á stórt sem smátt, og má sjá margan fagran gripinn á Strembugötu 15, en það hús byggði Siggi eftir gos og bjó þar ásamt aldraðri móður og systur. Hann var góður að teikna og ótalmargar vísur eru til eftir hann.
Siggi fór að vinna á Vörubílastöðinni eftir gos og vann þar þangað til hann veiktist af illvígum sjúkdómi. Hann lést eftir stutta sjúkrahúslegu 17. júní 1992.
Umhyggja hans fyrir öðrum er best lýst með því að vorið 1991 byrjaði hann að endurbyggja Reynisholt í Mýrdal. Það hafði lengi verið hans draumur, þar átti að verða sumarhús fyrir fjölskylduna. Var unnið allt sumarið hörðum höndum við húsið. En um áramótin varð Siggi var við þann sjúkdóm sem síðar átti eftir að leggja hann að velli. En það var ekki gefist upp, fárveikur fór hann ásamt góðum vinum margar ferðir vorið 1992 og var unnið stíft undir tilsögn Sigga og má segja að húsið hafi nánast verið tilbúið í lok maí 1992. Draumur hans var að verða að veruleika og voru okkur lagðar línur um framhaldið. Siggi vissi að hann átti ekki afturkvæmt í Reynisholt.
En nú er Siggi horfinn yfir móðuna miklu. Við vitum að honum fannst hann eiga margt ógert, en hann vissi að enginn ræður sínum næturstað. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Við þökkum honum góða samfylgd. Guð blessi minningu hans.
RA & MG.


Ólafur Björgvin Jóhannesson
F. 18. mars 1930 - D. 8. febrúar 1993
Óli tengdapabbi var fæddur og uppalinn á Breiðabóli á Eyrarbakka. Hann var sonur Jóhannesar Sigurjónssonar formanns og skipasmiðs og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Óli átti einn bróður er lést ungur að aldri en hann á eftirlifandi systur, Dóru, en hún er gift Inga Þorbjörnssyni frá Kirkjubæ.
Á æskuheimili Óla var mikið rætt um sjómannslífið eins og á mörgum heimilum sem eru við sjávarsíðuna. Það var því eðlilegt að sjómannslífið laðaði hann til sín. Hann lærði þó trésmíði en sjórinn kallaði svo hann náði sér í vélstjórnarréttindi og í vélarhúsinu undi hann sér einstaklega vel og fóru margir tímarnir í að dytta að og laga.
Í ágúst 1953 kvænist Óli eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Antonsdóttur, frá Tjörn á Eyrarbakka. Þau hófu búskap á Bakkanum. Árið 1954 eignast þau eldri son sinn, Bjarna. Þegar þrengja fór að vinnu á Bakkanum 1956 ákveða þau að flytjast til Vestmannaeyja, því hvar er betra að vera ef atvinnu á að hafa af sjónum? Þau bjuggu hér í Eyjum í 12 ár og hér fæddist yngri sonur þeirra, Jóhannes. Hann var hér á þeim tíma á ýmsum bátum, t.d. Atla, Reyni, Ísleifi með Bjarnhéðni Elíassyni og Haferninum, með þeim sómabræðrum Ingólfi og Svenna Matt og þar réru einnig báðir synir Óla.
Er Óli og Hjördís fluttust til Reykjavíkur átti það aðeins að vera yfir sumartíma þar sem honum hafði boðist góð atvinna, en atvikin höguðu því þannig til að þau fluttust aldrei aftur til Eyja en hugurinn var samt hér. Í Reykjavík var Óli mest á millilandaskipum en þó einnig á bátum sem voru gerðir út frá nálægum sjávarplássum.
Óli ætlaði að hætta á sjónum árið 1991 til að geta verið meira heima hjá Hjördísi og keyra hana í vinnuna í vetrarófærðinni, því hann hafði af henni áhyggjur í ófærðinni. Þau hjón voru einstaklega samrýnd og þrátt fyrir mikla fjarveru Óla vegna sjómannsstarfsins sagði ég oft að þau flyttu hvort öðru skilaboð um órafjarlægð án nokkurra milliliða.
Vinna við stimpilklukkuna frá 8 til 4 átti alls ekki við Óla. Við heyrðum á honum er hann hringdi hvar hugur hans var og var þá spurt frétta af sjónum, um aflafréttir eða aðrar fréttir tengdar sjónum. Þau voru því í styttra lagi samtölin ef ekki voru fréttir tengdar sjónum. Síðastliðið haust fréttum við að vélstjóra vantaði á Guðrúnu VE-122. Hringdum við því í tengdapabba og hvöttum hann til að sækja um og eftir smáumhugsun sló hann til og kom hingað til Eyja. Var þetta ánægjulegur tími. Hadda kom hér oftar og nutu barnabörnin, sem heita í höfuðið á afa sínum og ömmu, þess að hafa fleiri samverustundir með afa og ömmu úr Reykjavík. Var Óli duglegur að fara með þau í bíltúra eða gönguferðir. Litli nafni hans var orðinn heimavanur í vélinni á Guðrúnu VE og fræddi mig um hvernig vélin ynni. Sagðist sá litli eiga heyrnarhlíf um borð í bátnum hans afa.
Barnabörnin sakna sárt afa síns en þakka þær góðu stundir er þau áttu með honum.
Áhöfn og útgerð Guðrúnar VE reyndist Óla og okkur einstaklega vel eftir slysið sem síðan átti eftir að taka hann burt eftir stutta baráttu. Viljum við þakka þeim fyrir þann hlýhug og stuðning sem þau sýndu okkur.
Hann tengdapabbi hefði ekki viljað sjá um sig skrifaða neina lofræðu er hann væri allur. Hann virkaði á suma hrjúfur og hryssingslegur en þeir sem náðu til hans vissu um hans hjartalag og góðmennsku. Mér fannst oft hann alltof bláeygur því í hann vildi engu illu trúa á nokkurn mann og alltaf varði hann lítilmagnann. Ég veit að hann hefði fyrirgefið mér þessi kveðjuorð nú til hans. Við þökkum fyrir samfylgdina og allt það sem hann hefur fyrir fjölskylduna gert bæði í húsinu okkar og það sem að barnabörnunum var rétt.
Hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Svanhildur Guðlaugsdóttir


Jóhann Jónasson
Útgerðarmaður
F. 24. september 1925 - D. 2. febrúar 1993
Af hverju verða orðin svo máttlaus sem úr penna mínum koma? Hvernig get ég í örfáum orðum lýst litríku lífshlaupi manns eins og Jóhanns Jónassonar vinar míns og tengdaföður? Af hverju er skarðið sem hann skildi eftir sig svo stórt og söknuður vina hans og ættingja svo mikill?
Fyrir 13 árum hófst barátta Jóa við þann sjúkdóm sem sigraði hann að lokum 2. febrúar s.l. er hann lést á Landakotsspítala. Hann barðist af sömu þrautseigju og æðruleysi uns yfir lauk við hinn illvíga sjúkdóm og þegar hann, á meðan heilsan leyfði, háði sína hildi kampakátur við Ægi konung, saltstorkinn og keikur um áratugaskeið.
Jói var jarðsunginn frá Sauðaneskirkju á Þórshöfn 18. febrúar s.l. Hann fæddist að Skálum á Langanesi 24. september 1925. Foreldrar hans voru Sælaug Sigurgeirsdóttir og Jónas Albertsson og áttu þau saman 6 börn. Foreldrar Jóa Jónasar, eins og hann var jafnan kallaður, voru fátækt fólk líkt og svo margir landar þeirra á þessum árum og máttu hafa mikið fyrir lífinu með sinn stóra barnahóp. En þau voru baráttufólk og Jóa var því baráttuandinn í blóð borinn. Hann lærði ungur að lífið var enginn leikur og öll hans ævisaga einkenndist af því. Hann beið ekki eftir því að hlutirnir gerðust af sjálfu sér, enda féll honum sjaldan verk úr hendi. Hann var harður sjósóknari og fastur fyrir, góður vinnuveitandi og tryggur félagi. Það var Þórshöfn á Langanesi sem hlaut þá gæfu að njóta starfskrafta hans.
Þegar litið er til baka yfir lífshlaup Jóa Jónasar fer ekki á milli mála að hann var einn af þessum stórkostlegu leiðandi mönnum sem rifu þetta land úr örbirgðinni með dugnaði sínum og atorku og hlífðu sér hvergi þótt á brattann væri að sækja. Hann hóf ungur að stunda sjóinn og aðeins 19 ára gamall eignaðist hann sinn fyrsta bát, trilluhorn sem hann skýrði Magna. Þar með hófst farsæl útgerðarsaga hans. Þrjá fyrstu báta sína skýrði hann Magna-nafninu en síðari hluta útgerðarsögu hans báru bátarnir hans Geirs-nafnið. Jói var alla tíð aflasæll formaður og hélst vel á mannskap því að þrátt fyrir þá hörðu skel sem hann reyndi að hjúpa um sitt hlýja hjarta var alltaf stutt í lúnóttan og léttan húmorinn og í hópi vina sinna og kunningja var hann hrókur alls fagnaðar. Útgerðarsaga hans einkenndist af ráðdeildarsemi og fyrirhyggju og oft bar hann vænan hlut að landi.
En gjöfulasta og dýrmætasta vertíðin hans var þó árið sem hann varð tvítugur og brá sér á vertíð til Vestmannaeyja. Þar kynntist hann þeirri konu sem síðar varð lífsförunautur hans og besti félagi alla tíð upp frá því, Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ, eða Gullu eins og hún er alltaf kölluð. Gulla var sko ekta Ellireyjarstelpa og það út af fyrir sig segir sína sögu þeim er til þekkja og vita afhverju lundinn þar er ljúfastur fugla! Jói og Gulla gengu í hjónaband árið 1947 og höfðu því í hartnær hálfa öld ofið saman í blíðu og stríðu þau órjúfandi kærleiksbönd sem alla tíð voru með þeim. Það var alltaf gott að koma á hlýlegt og notalegt heimili þeirra og þangað leituðu jafnt háir sem lágir. Saman eignuðust þau fjögur börn. Þau eru Guðrún Rannveig, f. 10. október 1947, Jónas Sigurður, f. 6. nóvember, Pétur Sævar, f. 25. mars 1959 og Jóhann Þór, f. 27. september 1961. Þau ólu einnig upp frá 10 ára aldri systurdóttur Jóa, Kristínu Antonsdóttur eftir lát móður hennar og er barnabarnahópurinn, sem nú syrgir afa sinn, orðinn stór og efnilegur.
Minningin um traustan og góðan föður og afa er ákaflega dýrmætt vegarnesti fyrir börn hans og barnabörn og eflaust eiga þau eftir að sækja oft í þann ótæmandi sjóð ljúfra minninga sem Jói skildi eftir sig áður en hann fór yfir á æðra tilverustig. Börn, sem njóta þeirrar gæfu að fá að alast upp í návist gæðafóks eins og Jóa og Gullu eiginkonu hans og fá að kynnast viðhorfum þeirra til lífsins, hjóta að skilja betur en ella hvað það er sem virkilega skiptir máli í þessu lífi. Að það eru ekki auður og völd sem skapa gæfuna og lífshamingjuna, heldur eru það kærleikurinn, kjarkurinn, hlýjan, tryggðin, dugnaðurinn og drengskapurinn sem gefa af sér líf eins og Jói Jónasar lifði. Minningin um ljúflingsklapp á kollinn og kímið bros frá slíkum afa og vini yljar barni, sem verður þess aðnjótandi, um hjartarætur út allt lífið.
Við sem nutum návistar Jóa á meðan hann lifði söknum hans sáran. Dýrgripurinn hans, hún Gulla amma sem nú syrgir einkavininn sinn, á efalaust eftir að efla enn frekar þann digra sjóð ljúfra minninga sem þau gæðahjónin voru að byggja upp allt lífið hjá börnum sínum, barnabörnum og vinum með hjartahlýjunni og kraftinum sem geislaði af þeim. Gullu vottum við öll okkar innilegustu samúð í hennar djúpu sorg.
Það var mitt lán að þekkja Jóa, hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Þórarinn Sigurðsson


Ágúst Guðjónsson
F. 16. október 1940 - D. 14. nóvember 1992
Mér finnst vel við hæfi að minnast Gústa í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, en svo var hann alltaf kallaður af vinum og vandamönnum. Gústi var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Misjöfn kjör alþýðumanna á þessum árum mótuðu mjög lífsskoðun hans. Hann átti góða foreldra og stóran systkinahóp. Gústi fór snemma að vinna fyrir sér. Þá var það sjórinn sem heillaði. Var hann nokkur ár á togurum frá sinni heimabyggð, Reykjavík.
Fjölskylda Gústa fluttist til Vestmannaeyja og þar var hann á mörgum bátum, ýmist sem matsveinn eða háseti. Var hann rómaður dugnaðarsjómaður og mikið prúðmenni. Ekki má gleyma í fátæklegum kveðjuorðum hvað hann var mikill dýravinur og var alla tíð á heimili þeirra feðga köttur eða hundur.
Í blóma lífsins missti Gústi heilsuna og var það þungur kross að bera. En æðruleysi og hlýlegt viðmót var hans aðal.
Við vinir hans og félagar söknum trausts vinar og góðs félaga. Við geymum minningu um Gústa yfir spilum og hressilegum umræðum á góðum stundum. Á heimili þeirra feðga var gott að koma. Má segja að Gústi hafi misst allt þegar faðir hans lést fyrir tveimur árum.
Nú hefur Gústi minn fengið hvíldina og fengið góða heimkomu til foreldra sinna sem hann mat svo mikils. Blessuð veri minning hans. Við þökkum samfylgdina.
Í Guðs friði.
Steinar Ágústsson


Júlíus Sölvi Snorrason
F. 16. jólí 1903 - D. 8. febrúar 1993
Júlíus Sölvi var fæddur að Hlíðarenda við Skólaveg í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru þau Ólafía Ólafsdóttir og Snorri Tómasson, skósmiður og útgerðarmaður. Ólafía átti ættir sínar að rekja austur í Mýrdal, en Snorri var frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Júlíus var næstelstur af átta systkinum. Af þeim komust sex á legg og er eitt þeirra enn á lífi, Ósk Snorradóttir.
Ungur að árum fór Júlli að stunda sjóinn. Snemma kom í ljós að hann var afbragðslaginn við vélar. Í framhaldi af því tók hann námskeið í vélgæslu. Hann var meðal fyrstu manna sem luku prófi í vélgæslu hér í Vestmannaeyjum.
Á sjómennskuferli sínum var hann lengst af vélstjóri á mb. Víkingi VE 133. Hann var eigandi að honum í félagi við föður sinn, Snorra á Hlíðarenda, Gísla Jónsson frá Arnarhóli og Óskar M. Gíslason.
Við lok sjötta áratugarins hætti Júlíus sjómennsku og réðst til Lifrarsamlags Vestmannaeyja þar sem hann vann óslitið til ársins 1983. Þá lauk Júlíus starfsævi sinni, áttræður að aldri.
Júlíus kvæntist árið 1947 Jarþrúði Jónsdóttur frá Ólafsvöllum á Skeiðum. Jarþrúður andaðist af barnsförum hinn 8. október það sama ár. Barnið lifði og hlaut nafn móður sinnar.
Með Júlla á Hlíðarenda, eins og hann var oftast nefndur manna á meðal, er genginn einn þeirra manna sem mótaði mannlíf í Vestmannaeyjum um miðbik þessarar aldar. Hann var mikill íþróttamaður og stundaði íþróttir fram í háa elli. Júlli var vinsæll maður og ávann sér virðingu með hæglátri og vandaðri framkomu.


Karl Jóhann Birgisson
F. 29. september 1960 - D. 26. september 1992
Karl Jóhann Birgisson var fæddur í Vestmannaeyjum 29. september 1960, sonur hjónanna Kolbrúnar Karlsdóttur og Birgis Jóhannssonar rafvirkjameistara en Kalli var næstelstur og eini sonurinn í hópi þriggja systkina.
Eins og gengur og gerist með flesta unga drengi í Eyjum kynntist Kalli fljótlega þeirri slagæð sem líf í Eyjum snýst um. Þvælst var um við höfnina, um fjörur, Urðir og upp um fjöll og tinda en þess á milli var verið í fótbolta. Þannig liðu árin en að því kom að hann hleypti heimdraganum og hélt til Borgarness þar sem hann vann við smíðar og lék knattspyrnu með Ungmennafélaginu Skallagrími. í Borgarnesi, um sumarið 1981, kynntist hann ungri stúlku, Sigríði Bjarnadóttur, sem stóðst ekki þennan glaðbeitta og hressilega dreng. 12. apríl 1982 eignuðust þau sitt fyrsta barn, Kolbrúnu Stellu. Dvöl þeirra í Borgarnesi tók enda árið 1983 þegar þau fluttust til Eyja og hófu búskap að Boðaslóð 12. Þau keyptu síðan einbýlishús að Hrauntúni 31. Hinn 12. júlí 1986 gengu þau Sigga og Kalli í hjónaband og 12. september 1987 fæddist þeim sonurinn Haraldur Ari.
Kalli hafði eins og áður er getið unnið við smíðar en svo fór að hann lét af þeirri atvinnu og fór á sjóinn. Ég kynntist Kalla fyrir alvöru þegar ég byrjaði til sjós á togaranum Breka í apríl 1991 en áður höfðum við verið málkunnugir.
Til sjós koma góðir og slæmir eiginleikar manna fljótlega í ljós. Þar lifa menn í fámennu og þröngu samfélagi fjarri ástvinum svo vikum skiptir. Ég minnist á þetta af þeirri ástæðu að Kalli hafði þá létttustu lund sem nokkurn mann getur prýtt. Hann tók ekki aðeins á móti mér sem gömlum vini heldur var mér líka virkilega hjálplegur við allt það sem að starfinu sneri. Hann var hrókur alls fagnaðar og átti einstaklega auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á málunum. Kalli hafði samt mjög ákveðnar skoðanir og hafði þann heiðarleika til að bera að geta sagt hverjum og einum á sársaukalausan hátt hug sinn ef honum mislíkaði eitthvað í orði eða æði.
Útsjónarsemi Kalla var einnig við brugðið. Ef eitthvað fór úrskeiðis var hann snöggur að kippa málum í lag af dugnaði og lipurð. Auk okkar Kalla voru um borð í Breka tveir aðrir úteyjakallar, þeir Jón Þór Geirsson og Fúsi í Holti. Úteyjaspjallið var þá oft líflegt þar sem létt skot flugu á milli en svo var spáð í komandi eggja- og lundatímabil og sagðar sögur úr veiðimennsku.
Stundum kom það fyrir að í trollið slæddust sjaldséðir fiskar og önnur sjávardýr. Flestir létu sér fátt um finnast um þessi kvikindi og hefðu vísast látið þau í hafið aftur, en ekki Kalli. Hann tók þessi sæundur í fóstur og hélt í þeim lífinu í fiskikari þar til komið var í land og „Kiddi á safninu“ kom og sótti þau.
Þannig var það með hann Kalla, hann naut þess sem lífið bauð upp á en í allt of stuttan tíma sjálfsagt betur en margur, eldri genginn maðurinn.
En þann 26. september 1992 gerðist sá válegi atburður að Kalla tók út af Breka er verið var að láta trollið fara og fannst hann ekki þrátt fyrir ítarlega leit af sjó og úr lofti.
Það er ekki ofsögum sagt að með brotthvarfi Kalla úr þessu lífi hafi þungt verið reitt til höggs. Við sem eftir stöndum og þekktum hann söknum hans því missir okkar er mikill. Skaðinn er skeður en minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar.
Haraldur Geir Hlöðversson

Björn Guðmundsson
F. 24. júní 1915 - D. 24. júní 1992
Björn fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Guðmundar Eyjólfssonar og Áslaugar Eyjólfsdóttur. Björn byrjaði ungur að aðstoða við að framfleyta fjölskyldunni en hann missti föður sinn aðeins 9 ára gamall. Á þessum árum var lífsbaráttan mjög hörð hjá sjómannsekkju með fimm ung börn en Björn varð snemma liðtækur við að draga í bú. Lífsbaráttan byggðist fyrst og fremst á því að þiggja ekki af sveit og vera sjálfs sín herra og má segja að þessi atriði í uppvextinum hafi mótað Björn æ síðan. Björn gekk í Samvinnuskólann og lauk þaðan námi. Hann stundaði ýmis störf um ævina sem einkum tengdust kaupmennsku, útgerð og fiskvinnslu.
Á þessum vettvangi er sérstök ástæða til þess að fara nokkrum orðum um afskipti Björns af sjávarútvegsmálum. Hann hóf ungur eigin útgerð, bæði í félagi við aðra og síðar einn og þótti útgerð Björns alltaf mjög myndarleg. Skipin voru: Björg VE, Gideon VE og Árni í Görðum VE.
Björn skipaði sér snemma í forystusveit í hópi útgerðarmanna. Hann var formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja á árunum 1955-1962 og aftur frá 1965-1980 þegar hann dró sig í hlé.
Björn var jafnframt stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja hf. sem var þá eitt af stærstu fyrirtækjum í Vestmannaeyjum.
Björn var forystumaður á landsvísu í sjávarútvegsmálum. Hann sat í stjórn L.Í.Ú. áratugum saman og jafnframt átti hann sæti í stjórn innkaupadeildar L.Í.Ú. og var þar stjórnarformaður lengi. Hann átti sæti í stjórn Fiskveiðasjóðs og var jafnframt formaður Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, þannig að mörg trúnaðarstörf tók hann að sér sem tengdust sjónum og sjósókn.
Þegar Stýrimannaskólinn í Vestmanneyjum var stofnaður 1964 stofnuðu þeir bræðurnir Björn og Tryggvi kaupmaður sjóð til þess að styðja efnalitla nemendur við skólann. Minningarsjóðurinn ber heiti foreldra þeirra bræðra, Áslaugar Eyjólfsdóttur og Guðmundar Eyjólfssonar sjómanns frá Miðbæ í Vestmannaeyjum. Oft á undanförnum árum hefur Björn komið á skólaslit og gefið fé í sjóðinn og á 75 ára afmæli sínu 24. júní 1990 gaf hann veglega til hans.
Margir nemendur skólans hafa undanfarin ár fengið styrki úr sjóðnum og hefur það ábyggilega bjargað miklu hjá þeim sem eru orðnir heimilisfeður meðan á náminu stendur.
Björn var mikill sjálfstæðismaður í þess orðs fyllstu merkingu. Treysti á eigin dug og hyggjuvit. Um árabil var hann í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í héraði og vann mikið og óeigingjarnt starf, m.a. ritstjóri Fylkis um langt skeið, og hann var vel ritfær.
Björn var um árabil í bæjarstjórn, tillögugóður og hagsýnn. Það átti ekki fyrir honum að liggja að láta að sér kveða á landsvísu, þótt mörgum fyndist hann eiga fullt erindi þangað með sína yfirgripsmiklu þekkingu og dýrmætu reynslu, ekki hvað síst í málum sjávarútvegsins. Hann var félagsmálamaður og stundaði þau störf eins og annað af áhuga og meðfæddri skyldurækni. Hann var skemmtilegur fundamaður sem hvervetna vakti verðskuldaða eftirtekt með hnyttni og skondnum framgangsmáta.
Björn skrifaði mikið í blöð um ævina, bæði um sjávarútvegsmál og annað, og hafði mikinn áhuga á viðgangi sjávarútvegsins.
Björn kvæntist Sigurjónu Ólafsdóttur árið 1941 en hún lést árið 1981. Þau eignuðust þrjú börn, sem eru: Guðmundur, Kristín og Áslaug og lifa þau öll föður sinn. Björn verður mjög eftirminnilegur öllum þeim samferðarmönnum sem kynntust honum.
Sigurður Einarsson


Þórður H. Gíslason
F. 20. júní 1898 - D. 17.mars 1993.
Þórður Halldór var Eyrbekkingur. Faðir hans drukknaði í fiskiróðri. Ekkjan með sjö börn, það elsta á 15. ári. Eftir þennan örlagaatburð ólst Þórður upp hjá vandalausum. Aðskilnaður við móður og systkini settu á manninn mark.
Þáttaskil urðu í lífi Þórðar þegar hann innan tvítugs fór að freista gæfunnar í Eyjum. Hófst þá fjölbreyttur starfsferill hans. Sex ár var hann vinnumaður hjá þeim sómahjónum Magnúsi á Felli og Guðrúnu. Um svipað leyti hófst átta ára sjómennska Þórðar og verkamannavinna. Svo eignaðist hann hlut í Kristbjörgu VE 112 og síðar í Gammi VE 174 sem sökk 1937 en áhöfn var bjargað. Þriðji og síðasti báturinn, sem Þórður eignaðist að hluta, var Snygur VE 247. Útgerð á kreppuárunum færði fáum gróða eða öngvum.
Þórður lærði netagerð og var meistari í þeirri iðn og stofnaði netagerð með Magnúsi Magnússyni. Vann Þórður við þessa iðn sína til 85 ára aldurs, m.a. í Færeyjum og í Reykjavík eftir gos.
En þótt Þórður legði gjörva hönd á margt um dagana og væri „gallharður að bjarga sér“ eins og annar merkilegur Eyrbekkingur komst að orði um sjálfan sig var hann þó á síðari hluta ævinnar lengstum kenndur við það starf sem hann rækti af hugsjón um 30 ára skeið: Þórður meðhjálpari. Og svo sagði séra Sigurður Pálsson mér óspurt að þann meðhjálpara hefði hann séð inna það starf af höndum af mestum virðuleik og þó látleysi.
Til marks um kapp Þórðar og hugkvæmni er Seleyjarútgerðin. Í vertíðarlok 1926 var lítið um atvinnu í Eyjum. Þórður fékk þá tvo kunningja sína með sér austur í Seley. Þeir gera þar útlitla fleytu, árabát, kominn til ára sinna og á þessu horni róa þeir á færi um sumarið. Aldrei var róið á sunnudögum. Þá fór Þórður stundum að horfa á selina sem lágu uppi á skeri skammt frá landi og sváfu, nema einn sem Þórður taldi að héldi vakt. Það var öngvu líkara en þeir þekktu mig, sagði Þórður, en þegar Færeyingarnir nálguðust stungu þeir sér selirnir og komu ekki upp aftur. Hlutir þeirra félaga voru með ólíkindum háir eftir úthaldið.
Fyrst man ég Þórð frá árinu 1930. Ekki vissi ég fyrr en löngu síðar að fimm ára gamall var hann látinn gæta tveggja ára barns á þeim bæ sem ég átti heima í tíu ár. Þótti öruggast að láta börnin ofan í djúpa heyhlöðu þar sem ekki varð komist upp úr nema í stiga. En vitlegt samt, því beljandi á rann fyrir neðan túnið í fárra faðma fjarlægð. Daufleg hefur sú vist verið.
Við Þórður Gíslason vorum ekki mikið meira en málkunnugir þar til 1954 er við vorum báðir í kjöri til bæjarstjórnar, báðir í öðru sæti og af sjálfu sér leiðir ekki á sama lista, þótt skoðanir okkar færu í ýmsu saman. Þó hugði hvorugur okkar á setu í bæjarstjórn en það fór á annan veg af ófyrirséðum ástæðum. Frá framboðsfundinum man ég það eitt að Þórður hvatti mjög til eflingar barnastarfs í bænum en ég vildi fá safnahús og það sem fyrst. Bið eftir því varð nokkuð á þriðja áratug.
Eftir að Þórður og kona hans fluttust heim eftir gos voru endurnýjuð gömul kynni. Þá var helst rætt um gamla daga og atburði sem títt er um menn á okkar aldri. Skemmtilegt að heyra hann segja frá, t.d. Seleyjarútgerðinni og kynnum hans af Jóni gamla í Gvendarhúsi. Markverðar heimildir Þórðar um hann bíða síns tíma.
Þórður Halldór kvæntist árið 1921 Jónínu Guðjónsdóttur frá Sandfelli. Börn þeirra fjögur eru: Ingveldur, Ellý Björg og Kristín, húsfreyjur í Reykjavík, og Hallgrímur netagerðarmeistari í Eyjum.
Haraldur Guðnason


Guðlaugur Gíslason
F. 1. ágúst 1908 - D. 6. mars 1992
Guðlaugur fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi, sonur hjónanna Gísla Geirmundssonar útvegsbónda og Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur. Fjölskyldan fluttist til Vestmannaeyja árið 1913 og var Guðlaugur yngstur í hópi fjögurra systkina. Að lokinni skólagöngu hér heima og vinnu við ýmis störf hélt hann til náms í verslunarskóla í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi 1931.
Þegar minnast skal Guðlaugs Gíslasonar kemur margt upp í hugann. Athafnasemi hans frá unga aldri, virk þátttaka í fjölbreyttum atvinnurekstri og mikil afskipti af félags- og stjórnmálum vega þar þyngst. Árið 1938, þá rétt tæplega þrítugur, var hann kjörinn í bæjarstjórn. Hann sat þar til 1946 og síðan aftur frá 1950 til 1974 eða samtals í 32 ár. Hefur enginn bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum átt sæti í bæjarstjórn jafnlengi og sýnir það traustið sem Eyjamenn báru til hans. Guðlaugur var bæjarstjóri í Eyjum frá 1954-1966. Í vorkosningunum 1959 var hann kosinn alþingismaður Vestmannaeyja og síðar eftir kjördæmabreytingu einn af alþingismönnum Sunnlendinga. Þegar Guðlaugur stóð á sjötugu árið 1978 ákvað hann að gefa ekki kost á sér til frekari þingsetu.
Á langri starfsævi hafði Guðlaugur mikil afskipti og áhrif á þróun byggðar og sjávarútvegs í Vestmannaeyjum. Skömmu eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út árið 1939 gekkst hann ásamt útgerðarmönnum hér fyrir stofnun hlutafélags um kaup á flutningaskipi sem hlaut nafnið Sæfell. Skipið annaðist útflutning á ísfiski til Fleetwood öll stríðsárin. Síðar keypti félagið togara sem var alfarið í eigu Eyjamanna. Loks festi félagið kaup á öðru flutningaskipi sem hlaut nafnið Fell. Félagið seldi skipin skömmu eftir stríðið enda hófu þá breskir togarar veiðar á ný á Íslandsmiðum og grundvöllur fyrir útflutningi á ísfiski með flutningaskipum til Bretlands ekki lengur fyrir hendi. Árið 1946 var Vinnslustöðin stofnuð og átti Guðlaugur sæti í fyrstu stjórn félagsins.
Á vettvangi bæjarstjórnar hafði Guðlaugur m.a. mikil áhrif á uppbyggingu hafnarinnar. Strax eftir að hann hafði tekið við embætti bæjarstjóra árið 1954 hófst bygging Nausthamarsbryggjunnar sem var mikil framkvæmd. Á sama tíma var hafist handa um stækkun viðlegukanta í Friðarhöfn. Við þessar framkvæmdir gjörbreyttist öll aðstaða fyrir ört stækkandi bátaflota og þeirra fjölmörgu sjófarenda sem notfærðu sér þjónustu hafnarinnar. Árið 1959 var ákveðið að höfnin léti smíða nýjan björgunar- og hafnsögubát og kom Lóðsinn til heimahafnar í byrjun apríl 1961. Hefur báturinn ávallt reynst mikið happafley.
Ekki hvað síst verður Guðlaugs minnst fyrir ötula framgöngu um stofnun og starfrækslu Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og Fiskasafnsins. Þessi mál fóru ekki hljóðlaust í gegn og þurfti Bæjarsjóður Vestmannaeyja að standa undir kostnaði við rekstur skólans fyrsta starfsárið 1964-1965. En skólinn var fljótur að vinna sér sess og var skömmu síðar tekinn inn á fjárlög ríkisins. Á árunum 1966-1976 tók Guðlaugur þátt í rekstri fiskvinnslunnar Fjölnis hf. og útgerð v/b Hamrabergs. Eftir að Guðlaugur lét af þingstörfum gaf hann út þrjár bækur og fjallaði ein þeirra um útgerð og aflamenn í Eyjum síðan 1906. Ég kynntist Guðlaugi fyrst þegar hann gegndi starfi bæjarstjóra samhliða þingmennsku. Ákveðni, frumkvæði og festa var áberandi þáttur í framgöngu hans í ýmsum málum. Það hefur þurft mikinn dugnað og harðfylgi til að standa í stórframkvæmdum, oft umdeildum í bæjarfélaginu á sama tíma og erilsömu starfi þingmanns. Á löngum starfsferli kom Guðlaugur miklu góðu til leiðar fyrir þetta byggðarlag. Fyrir það stöndum við Eyjamenn í mikilli þakkarskuld við hann.
Að leiðarlokum færi ég eftirlifandi eiginkonu, Sigurlaugu Jónsdóttur, börnum, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Arnar Sigurmundsson