Haraldur Geir Hlöðversson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Haraldur Geir Hlöðversson.

Haraldur Geir Hlöðversson kennari, lögreglumaður, rekandi ferðaþjónustu fæddist 24. júlí 1956 að Saltabergi.
Foreldrar hans voru Hlöðver Johnsen frá Suðurgarði, bankastarfsmaður, útgerðar- og verslunarmaður, f. 11. febrúar 1919, d. 10. júlí 1997, og kona hans Sigríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 29. júní 1916, d. 17. febrúar 1993.

Börn Sigríðar og Hlöðvers:
2. Margrét Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður mötuneytis, fædd 7. nóvember 1942. Maður hennar Hrafn Steindórsson.
3. Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir kennari, skólastjóri Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, fædd 28. júlí 1948. Fyrri maður Þorkell Húnbogason Andersen. Síðari maður Garðar Jónsson.
4. Anna Svala Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, ræstitæknir, myndlistarmaður, rekur galleríið Svölukot, f. 3. janúar 1955. Maður hennar Guðjón Jónsson.
5. Haraldur Geir Hlöðversson kennari, fyrrum lögreglumaður, rekandi ferðaþjónustu, f. 24. júlí 1956. Fyrri kona Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. Kona hans Hjördís Kristinsdóttir.
6. Svava Björk Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 7. ágúst 1959. Maður hennar var Eggert Garðarsson, látinn.

Haraldur varð stúdent í M.L. 1978, lauk íþróttakennaraprófi 1980.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1980-1982, var síðan lögreglumaður í Eyjum til 2019. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Seabirds And Cliff Adventures Tours, sem sérhæfir sig í fuglaskoðunarferðum á sjó og landi í Vestmannaeyjum. Hann hefur einnig unnið á vetrum við pípulagnir hjá Miðstöðinni ehf. í Eyjum.
Haraldur býr á Saltabergi við Illugagötu 61.
Hann eignaðist barn með Halldóru 1969.
Þau Kolbrún Harpa giftu sig 1979, eignuðust tvö börn og Haraldur fóstraði tvö börn Kolbrúnar. Þau skildu.
Hann eignaðist barn með Þorbjörgu 1980.
Þau Hjördís giftu sig 1997, eignuðust eitt barn.

I. Barnsmóðir Haraldar er Halldóra Gísladóttir frá Héðinshöfða kennari, f. 30. september 1955.
Barn þeirra:
1. Ásdís Haralds Johnsen lögreglufulltrúi, f. 11. janúar 1979.

II. Barnsmóðir Haraldar er Þorbjörg Þorkelsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. nóvember 1955.
Barn þeirra:
2. Þorkell Héðinn Haraldsson, rekur ferðaþjónustu f. 10. mars 1980.

III. Kona Haraldar, (23. desember 1979, skildu), er Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður Hraunbúða, f. 10. febrúar 1954 í Vatnsdal.
Barn þeirra:
3. Írena Lilja Haraldsdóttir, (skráð Amelía Lilja Ómarsdóttir), f. 18. janúar 1988.
Börn Hörpu frá fyrri sambúð og fósturbörn Haraldar:
4. Helena Sigríður Pálsdóttir, f. 31. júlí 1972.
5. Sveinn Davíð Pálsson, f. 28. júní 1978.

IV. Kona Haraldar, (9. ágúst 1997), er Hjördís Kristinsdóttir sjúkraliði, f. 21. ágúst 1960.
Barn þeirra:
6. Sóley Haraldsdóttir lögreglukona, f. 14. apríl 1996 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Haraldur Geir.
  • Íslendingabók.
  • Jóelsætt. Niðjar Jóels Bergþórssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Guðrún Hafsteinsdóttir tók saman. Mál og mynd 2002.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.