Bjarnhéðinn Elíasson
Fara í flakk
Fara í leit
Bjarnhéðinn Elíasson fæddist 27. ágúst 1921 og lést 8. október 1992. Hann var kvæntur Ingibjörgu Johnsen og bjuggu þau í húsinu Ásnes við Skólaveg.
Bjarnhéðinn hóf formennsku á Hugrúnu VE en var síðan í nokkur ár með Ísleif III sem Ársæll Sveinsson frá Fögrubrekku gerði út. Fór síðan í eigin útgerð og gerði út Elías Steinsson VE allt fram til ársins 1976.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Bjarnhéðin er hann var með Hugrúnu:
- Bjarnhéðinn sjó við séðan,
- sækinn Elías frækinn,
- finn ég í fyrsta sinni
- formanna leiðir kanna.
- Hugrúnu hetjan dugar,
- hafið þó stormur skafi.
- Fengsæll á þorsk er þengill,
- þundurinn blótar stundum.
Allmörgum árum síðar samdi Ási í Bæ formannavísur um nokkra skipstjóra í Eyjum og var Bjarnhéðinn einn þeirra. Vísan um hann er á þessa leið en þess skal getið að Bjarnhéðinn var kunnur fyrir að tvinna saman blótsyrðum og sögðu kunnugir að einhvern tíma hefði talstöðin sprungið undan slíkum ræðuhöldum.
- Bjarnhéðinn hefur þann burðarskrokk
- sem bilar ekki við fyrsta sjokk.
- Svo á hann til að tvinna svo fast
- að talstöðin í sundur brast.
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.