Jón Valgarð Guðjónsson
Jón Valgarð Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 8. október 1931. Hann lést 28. nóvember 2005. Foreldrar hans voru Marta Jónsdóttir og Guðjón Jónsson. Árið 1959 kvæntist Jón Valgarð Guðlaugu Sigríði Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru Ásdís, Marta, Gunnar, Guðjón Valur, Sigurbjörg og Valgarð. Guðlaug og Jón Valgarð bjuggu öll sín búskaparár í Vestmannaeyjum fyrir utan nokkra mánuði árið 1973 er eldgos var í Heimaey. Þau bjuggu á Hvítingavegi 12, húsinu Happastaðir. Jón Valgarð var jafnan kallaður Gæsi.
Jón Valgarð lauk barnaskólaprófi í Vestmannaeyjum, fór síðar í Vélskólann og í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Hann fór fyrst á sjó 14 ára gamall og varð sjómennska ævistarf hans í tæp 60 ár, lengst var hann stýrimaður og skipstjóri. Jón Valgarð starfaði lengi hjá útgerð Ísleifs VE og hjá Einari Sigurðssyni og átti með honum bátinn Gunnar Jónsson VE 500. Þá átti hann bátinn Gunnar Jónsson VE 555 með Sigurði Georgssyni. Síðustu árin reri Jón Valgarð á Baldri VE 24.
Jón Valgarð var mikill áhugamaður um íþróttir, aðallega fótbolta og handbolta. Síðustu ár stundaði hann púttsalinn með félagi eldri borgara.
Jón Valgarð var aflakóngur Vestmannaeyja árið 1970.
Myndir
Heimildir
- Morgunblaðið. 8. desember 2005. Minningargreinar um Jón Valgarð Guðjónsson.