Benedikt Ragnar Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Benedikt Ragnar Sigurðsson frá Götu við Herjólfsgötu 12, skipstjóri fæddist 4. nóvember 1934 og lést 21. mars 1993.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi, verkamaður, f. 16. maí 1867, d. 30. desember 1939, og sambýliskona hans Vilborg Jónsdóttir frá Einholti á Mýrum, A-Skaft, húsfreyja, f. 24. apríl 1889, d. 19. mars 1949.

I. Barn Sigurðar og Gyðríðar Stefánsdóttur:
1. Árný Sigurðardóttir vinnukona í Suðurgarði, f. 23. desember 1904, d. 15. október 1977.

Börn Sigurðar og Þórdísar Ólafsdóttur:
1. Ásmundur Sigurðsson, f. 12. mars 1905 í Juliushaab, d. 11. júlí 1905.
2. Sæunn Sigurðardóttir, f. (1915), dó ung.

Börn Sigurðar og Vilborgar:
1. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
2. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
3. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
4. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
5. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
6. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993.

Benedikt var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést er Benedikt var tæpra fimm ára og hann missti móður sína, er hann var á fimmtánda árinu. Eftir andlát móður sinnar ólst Benedikt upp á heimili Gísla bróður síns og konu hans Sigríðar Haraldsdóttur.
Benedikt lauk hinu minna fiskimannaprófi á síðasta minnaprófsnámskeiðinu, sem haldið var í Vestmannaeyjum á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík, haustið 1963, en prófum lauk í janúar 1964.
Haustið 1964 hóf Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum göngu sína og var Benedikt í hópi þeirra 15 nemenda sem settust í 2. bekk skólans og lauk hinu meira fiskimannaprófi vorið 1965.
Hann fór snemma að vinna í fiski.
Benedikt varð skipstjóri á Farsæl, sem Gísli bróðir hans átti og gerði út.
Hann vann síðar í Slippstöðinni hf. á Akureyri.
Þau Þórdís giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Reynifelli við Kirkjuveg 66 og í Stóra-Hvammi við Kirkjuveg 39 við Gosið 1973, síðan á Akureyri.
Benedikt lést 1993.

I. Kona Benedikts, (1964), er Ólína Þórdís Óskarsdóttir frá Kálfagerði í Eyjafirði, húsfreyja, f. 4. maí 1941.
Börn þeirra:
1. Óskar Ægir Benediktsson skrifstofumaður, f. 14. júní 1965 í Eyjum.
2. Aðalborg D. Benediktsdóttir skrifstofumaður, f. 19. júní 1967 á Akureyri. Maður hennar Búi Ármannsson.
3. Linda Hrönn Benediktsdóttir matráður, f. 16. ágúst 1969. Maður hennar Stefán Bjarni Gunnlaugsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


´