„Þórfinna Finnsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 27: Lína 27:
Hún var leigjandi í [[Fagurhóll|Fagurhól]] 1915. Með henni voru börnin Ólafur og nýfædd stúlka (Jóhanna Kristín Helgadóttir), en Helgi faðir stúlkunnar var lausamaður í [[Garðurinn|Garðinum]].<br>
Hún var leigjandi í [[Fagurhóll|Fagurhól]] 1915. Með henni voru börnin Ólafur og nýfædd stúlka (Jóhanna Kristín Helgadóttir), en Helgi faðir stúlkunnar var lausamaður í [[Garðurinn|Garðinum]].<br>
Þau Helgi Helgason bjuggu saman á [[Hjalli|Hjalla]] með börnin tvö 1916, í [[Laugardalur|Laugardal]] 1917, voru á [[Hjalteyri]] 1920 og enn  1927 með 3 börn, hjón á [[Nýjaland]]i við [[Heimagata|Heimagötu 26]] 1930 með börnin.<br>
Þau Helgi Helgason bjuggu saman á [[Hjalli|Hjalla]] með börnin tvö 1916, í [[Laugardalur|Laugardal]] 1917, voru á [[Hjalteyri]] 1920 og enn  1927 með 3 börn, hjón á [[Nýjaland]]i við [[Heimagata|Heimagötu 26]] 1930 með börnin.<br>
Þau Helgi skildu og Þorfinna var bústýra Ólafs Guðmundssonar á [[Bakki|Bakka]] við [[Flatir|Flatir 12]] 1934. Þar voru börn hennar Ólafur og Jón Ástvaldur og Fífa Guðmunda dóttir Ólafs. Guðrún Helga var fósturbarn á [[Heiðarból]]i við [[Brekastígur|Brekastíg 8]] hjá [[Ástríður Helgadóttir (Heiðarbóli)|Henríettu Ástríði Helgadóttur]] föðursystur sinni, en Jóhanna Kristín var gift, kona [[Sigurður Ó. Sigurjónsson|Sigurðar Óla Sigurjónssonar]]. <br>
Þau Helgi skildu og Þorfinna var bústýra Ólafs Guðmundssonar á [[Bakki|Bakka]] við [[Flatir|Flatir 12]] 1934. Þar voru börn hennar Ólafur og Jón Ástvaldur og Fífa Guðmunda dóttir Ólafs. Guðrún Helga var fósturbarn á [[Heiðarból]]i við [[Brekastígur|Brekastíg 8]] hjá [[Henríetta Ástríður Helgadóttir (Heiðarbóli)|Henríettu Ástríði Helgadóttur]] föðursystur sinni, en Jóhanna Kristín var gift, kona [[Sigurður Ó. Sigurjónsson|Sigurðar Óla Sigurjónssonar]]. <br>
Þau Ólafur voru á Bakka  1940 með börnin Fífu og Ástvald, 1945 með Ástvald og Sigurð son Ólafs, en voru tvö á Bakka 1949.<br>
Þau Ólafur voru á Bakka  1940 með börnin Fífu og Ástvald, 1945 með Ástvald og Sigurð son Ólafs, en voru tvö á Bakka 1949.<br>
Ólafur lést 1953.<br>
Ólafur lést 1953.<br>

Útgáfa síðunnar 30. janúar 2018 kl. 19:53

Þorfinna (Þórfinna) Finnsdóttir fæddist 28. maí 1891 í Stóru-Borg u. Eyjafjöllum og lést 15. nóvember 1976.
Foreldrar hennar voru Finnur Sigurfinnsson bóndi, f. 1855 í Efra-Bakkakoti (Bakkakoti ytra) í Skógasókn, d. 16. maí 1901, og kona hans Ólöf Þórðardóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 16. apríl 1935.

Föðurbróðir Þorfinnu var Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri á Heiði.
Barn Ólafar með Einari Jónssyni, síðar í Norðurgarði:
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.
Börn Ólafar og Finns hér:
2. Sigrún Finnsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 20. júlí 1887.
3. Þórður Finnsson, f. 6. ágúst 1888, d. sama dag.
4. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
5. Þorfinna Finnsdóttir, (skírð Þórfinna), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
6. Einar Finnsson, f. 27. maí 1893, d. 1. júlí 1893.
7. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 24, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
8. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.
9. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
10. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
11. Sæmundur Finnsson, f. 21. nóvember 1899, d. 14. desember 1899.
12. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður á Oddgeirshólum, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.

Þorfinna var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar drukknaði við Klettsnef 1901.
Ólöf móðir hennar gat ekki haldið fjölskyldunni saman og flest börnin fóru í fóstur.
Þorfinna var á Eyvindarhólum og fluttist þaðan til Eyja 1905, var 15 ára vinnukona í Holti 1906 og 1907, vinnukona í London 1908 og 1909, verkakona í Landakoti 1910.
Þorfinna var í Reykholti, er hún giftist Karli 1911, í Dal með honum við fæðingu Ólafs 1912.
Þau Karl skildu og hún var vinnukona á Svalbarði með Ólaf með sér 1914, en Karl var smiður á Lögbergi.
Hún var leigjandi í Fagurhól 1915. Með henni voru börnin Ólafur og nýfædd stúlka (Jóhanna Kristín Helgadóttir), en Helgi faðir stúlkunnar var lausamaður í Garðinum.
Þau Helgi Helgason bjuggu saman á Hjalla með börnin tvö 1916, í Laugardal 1917, voru á Hjalteyri 1920 og enn 1927 með 3 börn, hjón á Nýjalandi við Heimagötu 26 1930 með börnin.
Þau Helgi skildu og Þorfinna var bústýra Ólafs Guðmundssonar á Bakka við Flatir 12 1934. Þar voru börn hennar Ólafur og Jón Ástvaldur og Fífa Guðmunda dóttir Ólafs. Guðrún Helga var fósturbarn á Heiðarbóli við Brekastíg 8 hjá Henríettu Ástríði Helgadóttur föðursystur sinni, en Jóhanna Kristín var gift, kona Sigurðar Óla Sigurjónssonar.
Þau Ólafur voru á Bakka 1940 með börnin Fífu og Ástvald, 1945 með Ástvald og Sigurð son Ólafs, en voru tvö á Bakka 1949.
Ólafur lést 1953.
Þorfinna dvaldi á Elliheimilinu Skálholti. Þar var hún við Gos.
Hún lést 1976.

Þorfinna var þrígift.
I. Fyrsti maður hennar, (19. nóvember 1911, skildu), var Carl Jóhann Gränz kaupmaður, húsgagnasmiður, málarameistari, síðar á Selfossi, f. 22. júní 1887, d. 14. nóvember 1967.
Barn þeirra var
1. Ólafur Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912 í Dal, d. 14. ágúst 1960.

II. Annar maður Þorfinnu, (4. júní 1929, skildu), var Helgi Ágúst Helgason verslunarmaður, vélstjóri, síðar fiskimatsmaður f. 26. ágúst 1893, d. 26. mars 1968.
Börn þeirra voru:
2. Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915 í Fagurhól, d. 7. október 2000.
3. Guðrún Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1924 á Hjalteyri, d. 29. desember 1997.
4. Jón Ástvaldur Helgason sundlaugarvörður, bifreiðastjóri, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.

III. Þriðji maður Þorfinnu, (8. júní 1935), var Ólafur Guðmundsson sjómaður, gúmíviðgerðarmaður á Bakka á Flötum 12, f. 2. júlí 1892, d. 8. október 1953. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.