Jóhann Kristinn Finnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður, vinnumaður fæddist 30. júlí 1889 í Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum og lést 11. janúar 1915.
Foreldrar hans voru Finnur Sigurfinnsson frá Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum, bóndi á Stóru-Borg þar, f. 1855, d. 16. maí 1901, og kona hans Ólöf Þórðardóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 16. apríl 1935.

Föðurbróðir Jóhanns Kristins var Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri á Heiði.
Barn Ólafar með Einari Jónssyni, síðar í Norðurgarði:
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.
Börn Ólafar og Finns hér:
2. Sigrún Finnsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 20. júlí 1887.
3. Þórður Finnsson, f. 6. ágúst 1888, d. sama dag.
4. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
5. Þórfinna Finnsdóttir, (kölluð Þóra), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
6. Einar Finnsson, f. 27. maí 1893, d. 1. júlí 1893.
7. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 24, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
8. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.
9. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
10. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
11. Sæmundur Finnsson, f. 21. nóvember 1899, d. 14. desember 1899.
12. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður á Oddgeirshólum, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.

Jóhann Kristinn var með foreldrum sínum á Stóru-Borg. Faðir hans drukknaði við Klettsnef 1901.
Ólöf móðir hans gat ekki haldið fjölskyldunni saman og varð að koma börnunum í fóstur, en Jóhann Kristinn, Ingibjörg og Finnbogi voru með henni á Stóru-Borg í fyrstu.
Jóhann fluttist til Eyja frá Stóru-Borg 1904, var vikadrengur hjá Sigurði föðurbróður sínum á Heiði 1906, vinnumaður í Hlíð 1907 og sjómaður þar 1910, bjó með móður sinni og Finnboga bróður sínum í Garðhúsum 1913, var verkamaður á Lögbergi 1914 og 1915, er hann lést.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.