Sigrún Finnsdóttir (Sólhlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigrún Finnsdóttir.

Sigrún Finnsdótttir húsfreyja, saumakona fæddist 13. júlí 1894 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum og lést 7. mars 1972.
Foreldrar hennar voru Finnur Sigurfinnsson bóndi, f. 1855 í Efra-Bakkakoti (Bakkakoti ytra) í Skógasókn, d. 16. maí 1901, og kona hans Ólöf Þórðardóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 16. apríl 1935.

Föðurbróðir Sigrúnar var Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri á Heiði.
Barn Ólafar með Einari Jónssyni, síðar í Norðurgarði:
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.
Börn Ólafar og Finns hér:
2. Sigrún Finnsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 20. júlí 1887.
3. Þórður Finnsson, f. 6. ágúst 1888, d. sama dag.
4. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
5. Þórfinna Finnsdóttir, (kölluð Þóra), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
6. Einar Finnsson, f. 27. maí 1893, d. 1. júlí 1893.
7. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 24, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
8. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.
9. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
10. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
11. Sæmundur Finnsson, f. 21. nóvember 1899, d. 14. desember 1899.
12. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður á Oddgeirshólum, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.

Faðir Sigrúnar drukknaði við Klettsnef 1901. Ólöf móðir hennar varð að koma flestum börnunum í fóstur.
Sigrún varð tökubarn í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, fluttist til Eyja 1903, var 12 ára vinnukona hjá Sigurði föðurbróður sínum á Heiði 1906, 13 ára vikastúlka á Steinsstöðum 1907, vinnukona þar 1908 og 1909, vinnukona í Fagurhól 1910.
Hún fór frá Eyjum til Seyðisfjarðar 1914 og kom til Eyja þaðan 1915, var vinnukona í Hjálmholti á árinu.
Sigrún var vetrarstúlka í Reykjavík 1920.
Hún var í Eyjum 1924, þegar Ingibjörg systir hennar lést eftir fæðingu Ingibjargar Finns (Ebbu). Hún fór þá norður í Vatnsdal, var þar vinnukona eitt sumar og sótti barnið. Ingibjörg Finns var með Ólöfu ömmu sinni og þeim Stanley á Nýjalandi 1927. Hún ólst síðan upp hjá þeim hjónum.
Sigrún var með Stanley unnusta sínum í Nýjalandi, (Heimagötu 26) 1927, en hann hafði komið frá Blönduósi árið áður. Þar fæddist þeim Gréta Ísfold á því ári. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 8 1929, á Sæbóli, (Strandvegi 50 1930, á Heiði 1931 og enn 1934.
Þau byggðu húsið Sólhlíð 24 1935 og bjuggu þar.
Stanley lést 1940.
Sigrún sá fyrir sér og börnum sínum með fatasaumi.
Hún fluttist til Reykjavíkur um 1960 og vann um skeið á elliheimilinu Grund, giftist Þórði 1964. Hún lést 1972, var grafin í Eyjum.

Sigrún var tvígift.
I. Fyrri maður Sigrúnar var Stanley Alexander Guðmundsson sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 12. september 1901 á Litlu-Giljá í A-Hún., d. 31. október 1940.
Börn þeirra:
1. Gréta Ísfold Stanleysdóttir Draget húsfreyja í Noregi, f. 20. desember 1927 á Heimagötu 26.
2. Perla Finnborg Stanleysdóttir Draget húsfreyja í Noregi, f. 9. júlí 1929 á Hásteinsvegi 8, d. 20. maí 2018.
3. Sigurður Heiðar Stanleysson sjómaður, verkamaður, f. 9. október 1931 á Heiði, d. 21. janúar 2010.
4. Guðrún Ída Stanleysdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1934 á Heiði.
5. Ólöf Finna Stanleysdóttir Svendsen ljósmóðir í Reykjavík og í Þrándheimi í Noregi, húsfreyja, f. 8. maí 1936 í Sólhlíð 24, d. 1. desember 2015.
Fósturbarn Sigrúnar og Stanleys, barn Ingibjargar systur hennar, var
6. Ingibjörg Finns Petersen húsfreyja, f. 3. mars 1924, d. 15. janúar 2020.

II. Síðari maður Sigrúnar, (í nóvember 1964), var Þórður Kristján Eiríksson bóndi á Vattarnesi, síðar skipasmiður í Reykjavík, f. 12. júní 1884, d. 20. júlí 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.