Ólafur Guðmundsson (Bakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmíviðgerðarmaður á Bakka á Flötum 12 fæddist 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum og lést 8. október 1953.
Foreldrar hans voru Guðmundur Oddsson bóndi, f. 18. apríl 1862 á Lambafelli u. Eyjafjöllum, d. 3. febrúar 1896, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1864, d. 2. febrúar 1956.

Faðir Ólafs lést, er hann var á fjórða árinu.
Hann var fósturbarn í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum 1901, kom að Bakka í A-Landeyjum 1902, var hjú þar 1910.
Ólafur fluttist til Eyja 1911, kvæntist Siggerði 1919, var formaður á vélbát og bjó með Siggerði á Bólstað ásamt Oddi Magnúsi 1920 og Þorvald 1921.
Þau voru á Bakka 1923, eignuðust þar þrjú börn, það síðasta 1927.
Siggerður lést 1929.
Ólafur bjó með ráðskonu 1930, Þórlaugu Bjarnadóttur frá Hraunkoti í Lóni, A-Skaft, f. 28. september 1906, d. 22. mars 1960.
Hann bjó með Dagbjörtu skamma stund, missti hana 1934.
Ráðskona hans í lok árs 1934 var Þórfinna Finnsdóttir, Þóra. Þau giftu sig 1935 og bjuggu þar með einu barni Ólafs, Fífu Guðmundu, og börnum Þórfinnu, Ólafi og Ástvaldi, en þar voru þau tvö 1949.
Ólafur lést 1953 og Þorfinna var að síðustu á Elliheimilinu, var flutt til Reykjavíkur Gosmorgun. Hún lést í Reykjavík og var grafin þar 1976.

Ólafur átti þrjár konur.

I. Fyrsta kona Ólafs, (31. maí 1919), var Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði, d. 17. mars 1929.
Börn þeirra:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.

II. Önnur kona Ólafs, (21. september 1931), var Dagbjört Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1895, d. 20. ágúst 1934.
Þau voru barnlaus.

III. Þriðja kona Ólafs, (8. júní 1935), var Þórfinna Finnsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1891 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 15. nóvember 1976.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.