„Blik 1959/Húsið Björgvin í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(7 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 32: Lína 32:


Björgvin var eitt af elztu húsum kaupstaðarins. Það á að sjálfsögðu sína sögu, þó að ekki verði hún rakin hér að öllu leyti. Hinsvegar þykir mér rétt að minnast þess með nokkrum orðum ásamt íbúendum, — í tilefni þess, að húsið var rifið til grunna þann 1. okt. 1958. Verður skráð hér það, sem vitað er um efni þetta.  <br>
Björgvin var eitt af elztu húsum kaupstaðarins. Það á að sjálfsögðu sína sögu, þó að ekki verði hún rakin hér að öllu leyti. Hinsvegar þykir mér rétt að minnast þess með nokkrum orðum ásamt íbúendum, — í tilefni þess, að húsið var rifið til grunna þann 1. okt. 1958. Verður skráð hér það, sem vitað er um efni þetta.  <br>
Björgvin var byggt 1898—99 af [[Elías Sæmundsson|Elíasi Sæmundssyni]] trésmiði hér í bæ og var hann eigandi þess. Þar hafði áður staðið húskofi eða húshjallur, sem [[Ísak Jakob Jónsson (Norðurgarði)|Ísak]], tengdafaðir Elíasar, Jónsson, fyrr bóndi í [[Norðurgarður|Norðurgarði]], bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Elías var fæddur 1860, sonur [[Sæmundur Guðmundsson (Vilborgarstöðum)|Sæmundar Guðmundssonar]] vinnumanns á Ofanleiti hjá [[Séra Brynjólfur Jónsson|séra Brynj. Jónssyni]], en síðar bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] og lézt þar 1890. Kona hans var [[Guðbjörg Árnadóttir (Vilborgarstöðum)|Guðbjörg Árnadóttir]], f. 23. 9. 1835, d. 1. 11. 1928, Árnasonar frá Rimakoti í Landeyjum. Þau hjón voru barnlaus. Synir Sæmundar voru hinsvegar fyrrnefndur Elías og [[Kristján Sæmundsson Ameríkufari|Kristján Sæmundsson]], er fór til Ameríku og kvæntur var [[Sigríður Jónsdóttir (Garðstöðum)|Sigríði]] dóttur [[Jón Einarsson (Garðstöðum)|Jóns Einarssonar]] að [[Garðstaðir|Garðstöðum]], þess, er fyrirfór sér á Eiðinu 1900, og konu hans [[Ingibjörg Hreinsdóttir (Garðstöðum)|Ingibjargar Hreinsdóttur]], d. 18. nóv. 1922. Síðast að [[Eiðar|Eiðum]] hér. [[Hreinn Jónsson (Brandshúsi)|Hreinn]] faðir hennar bjó í [[Brandshús]]i, var Jónsson og fórst með [[Helga, þilskip|þilskipinu Helgu]] 1864. <br>
Björgvin var byggt 1898—99 af [[Elís Sæmundsson (Björgvin)|Elíasi Sæmundssyni]] trésmiði hér í bæ og var hann eigandi þess. Þar hafði áður staðið húskofi eða húshjallur, sem [[Ísak Jakob Jónsson (Norðurgarði)|Ísak]], tengdafaðir Elíasar, Jónsson, fyrr bóndi í [[Norðurgarður|Norðurgarði]], bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Elías var fæddur 1860, sonur [[Sæmundur Guðmundsson (Vilborgarstöðum)|Sæmundar Guðmundssonar]] vinnumanns á Ofanleiti hjá [[Séra Brynjólfur Jónsson|séra Brynj. Jónssyni]], en síðar bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] og lézt þar 1890. Kona hans var [[Guðbjörg Árnadóttir (Vilborgarstöðum)|Guðbjörg Árnadóttir]], f. 23. 9. 1835, d. 1. 11. 1928, Árnasonar frá Rimakoti í Landeyjum. Þau hjón voru barnlaus. Synir Sæmundar voru hinsvegar fyrrnefndur Elías og [[Kristján Sæmundsson (Hólshúsi)|Kristján Sæmundsson]], er fór til Ameríku og kvæntur var [[Sigríður Jónsdóttir (Garðstöðum)|Sigríði]] dóttur [[Jón Einarsson (Garðstöðum)|Jóns Einarssonar]] að [[Garðstaðir|Garðstöðum]], þess, er fyrirfór sér á Eiðinu 1900, og konu hans [[Ingibjörg Hreinsdóttir (Garðstöðum)|Ingibjargar Hreinsdóttur]], d. 18. nóv. 1922. Síðast að [[Eiðar|Eiðum]] hér. [[Hreinn Jónsson (Brandshúsi)|Hreinn]] faðir hennar bjó í [[Brandshús]]i, var Jónsson og fórst með [[Helga, þilskip|þilskipinu Helgu]] 1864. <br>
Kona Elíasar í Björgvin var [[Björg Ísaksdóttir (Björgvin)|Björg Ísaksdóttir]], fyrrnefnds Jónssonar og voru börn þeirra: [[Kristbjörg Elíasdóttir|Kristbjörg]], [[Jóhanna Elíasdóttir|Jóhanna]], [[Jónína Elíasdóttir|Jónína]], [[Margrét Elíasdóttir|Margrét]] og [[Jóhann Elíasson|Jóhann]]. Kona Ísaks var [[Guðrún Ólafsdóttir (Norðurgarði)|Guðrún Ólafsdóttir]], og voru börn þeirra auk Bjargar: [[Steinunn Ísaksdóttir|Steinunn]], d. 31. 1.1920. Hún var móðir [[Ólafur Tómasson Spánarfari|Ólafs Tómassonar]], er fór til Spánar, settist þar að sem sjómaður og drukknaði þar fyrir nokkrum árum. [[Jón Ísaksson (Norðurgarði)|Jón Ísaksson]] hrapaði úr Yztakletti til dauðs 1890. Hann var kvæntur [[Guðbjörg Guðmundsdóttir (Framnesi)|Guðbjörgu Guðmundsdóttur]] í [[Framnes]]i og voru þau foreldrar bræðranna  þar  [[Maríus Jónsson (Framnesi)|Maríusar]]  og
Kona Elíasar í Björgvin var [[Hjálmfríður Björg Ísaksdóttir (Norðurgarði)|Björg Ísaksdóttir]], fyrrnefnds Jónssonar og voru börn þeirra: [[Kristbjörg Elísdóttir (Björgvin)|Kristbjörg]], [[Jóhanna Gíslína Elísdóttir|Jóhanna]], [[Jónína Guðrún Elísdóttir|Jónína]], [[Margrét Petrea Elísdóttir|Margrét]] og [[Jóhann Elíbergur Elísson|Jóhann]]. Kona Ísaks var [[Guðrún Ólafsdóttir (Norðurgarði)|Guðrún Ólafsdóttir]], og voru börn þeirra auk Bjargar: [[Steinunn Ísaksdóttir (Norðurgarði)|Steinunn]], d. 31. 1.1920. Hún var móðir [[Ólafur Tómasson Spánarfari|Ólafs Tómassonar]], er fór til Spánar, settist þar að sem sjómaður og drukknaði þar fyrir nokkrum árum. [[Jón Ísaksson (Norðurgarði)|Jón Ísaksson]] hrapaði úr Yztakletti til dauðs 1890. Hann var kvæntur [[Guðbjörg Guðmundsdóttir (Framnesi)|Guðbjörgu Guðmundsdóttur]] í [[Framnes]]i og voru þau foreldrar bræðranna  þar  [[Maríus Jónsson (Framnesi)|Maríusar]]  og
[[Guðjón Jónsson (Framnesi)|Guðjóns]] m.a. [[Hjálmfríður Andrea Ísaksdóttir|Hjálmfríður]] hét ein dóttir Ísaks og Guðrúnar og flutti til Reykjavíkur. <br>
[[Guðjón Jónsson (Framnesi)|Guðjóns]] m.a. [[Hjálmfríður Andrea Ísaksdóttir|Hjálmfríður]] hét ein dóttir Ísaks og Guðrúnar og flutti til Reykjavíkur. <br>
Þá var sonur Ísaks Jónssonar og [[Valgerður Jónsdóttir (Norðurgarði)|Valgerðar frá Litlabæ]]: [[Hjálmar Ísaksson (Kuðungi)|Hjálmar Ísaksson]], f. 10. okt. 1858, d. 3. okt. 1929. Hann bjó lengi í tómthúsinu [[Kuðungur|Kufung]], en síðar í [[Kirkjudalur|Kirkjudal]], sem hann byggði við Skólaveginn. Hann var fyrst kvæntur [[Andría Hannesdóttir (Grímshjalli)|Andreu Hannesdóttur]], d. 8. júlí 1890, frá [[Grímshjallur|Grímshjalli]]. Þeirra börn voru m.a. [[Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Kirkjudal)|Ingibjörg]] kona [[Friðbjörn Þorkelsson (Götu)|Friðbjörns Þorkelssonar]] [[Þorkell Eiríksson (Stafholti)| sjóm. Eiríkssonar]], síðast í [[Stafholt]]i hér; [[Jón Hjálmarsson (Sætúni)| Jón bóndi á Gjábakka]] ([[Sætún]]i), kvæntur [[Fríður Ingimundardóttir|Fríði Ingimundardóttur]]  [[Ingimundur Jónsson (Gjábakka)|bónda þar Jónssonar]], o.s.frv. Síðari kona Hjálmars var [[Jóhanna Björnsdóttir (Kirkjudal)|Jóhanna Björnsdóttir]], fædd 1865, og voru þau barnlaus. <br>
Þá var sonur Ísaks Jónssonar og [[Valgerður Jónsdóttir (Norðurgarði)|Valgerðar frá Litlabæ]]: [[Hjálmar Ísaksson (Kuðungi)|Hjálmar Ísaksson]], f. 10. okt. 1858, d. 3. okt. 1929. Hann bjó lengi í tómthúsinu [[Kuðungur|Kufung]], en síðar í [[Kirkjudalur|Kirkjudal]], sem hann byggði við Skólaveginn. Hann var fyrst kvæntur [[Andría Hannesdóttir (Grímshjalli)|Andreu Hannesdóttur]], d. 8. júlí 1890, frá [[Grímshjallur|Grímshjalli]]. Þeirra börn voru m.a. [[Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Kuðungi)|Ingibjörg]] kona [[Friðbjörn Þorkelsson (Götu)|Friðbjörns Þorkelssonar]] [[Þorkell Eiríksson (Gjábakka)| sjóm. Eiríkssonar]], síðast í [[Stafholt]]i hér; [[Jón Hjálmarsson (Sætúni)| Jón bóndi á Gjábakka]] ([[Sætún]]i), kvæntur [[Fríður Ingimundardóttir|Fríði Ingimundardóttur]]  [[Ingimundur Jónsson (Gjábakka)|bónda þar Jónssonar]], o.s.frv. Síðari kona Hjálmars var [[Jóhanna Björnsdóttir (Kuðungi)|Jóhanna Björnsdóttir]], fædd 1865, og voru þau barnlaus. <br>
Ekki mun Elías Sæmundsson hafa unað sér í Björgvin, því að hann byggði sér nýtt hús og nefndi að [[Bergsstaðir|Bergsstöðum]]. Það er við [[Urðavegur|Urðaveg]] og var byggt 1902-'03. Þá fór að Björgvin [[Sigurður Sigurðsson (Björgvin)|Sigurður trésmiður Sigurðsson]] frá Raufarfelli f. 1865 d. 8. des. 1914. Kona hans var [[Hildur Eiríksdóttir (Björgvin)|Hildur]], d. 8. 3. 1923, Eiríksdóttir, og áttu þau nokkur börn m.a.: [[Þorbjörg Sigurðardóttir (Björgvin)|Þorbjörgu]], d. 28. des 1948, gift Sigurði Bjarnasyni frá Reykjavík. Hún var fædd í [[Dalir|Dölum]] hér; [[Málfríður Sigurðardóttir (Björgvin)|Málfríður]] kona Ottóníusar Árnasonar frá Hafnarfirði. Hún var fædd á Norðfirði;    [[Dagmar Sigurðardóttir (Björgvin)|Dagmar]],    gift    í
Ekki mun Elías Sæmundsson hafa unað sér í Björgvin, því að hann byggði sér nýtt hús og nefndi að [[Bergsstaðir|Bergsstöðum]]. Það er við [[Urðavegur|Urðaveg]] og var byggt 1902-'03. Þá fór að Björgvin [[Sigurður Sigurðsson (Akurey)|Sigurður trésmiður Sigurðsson]] frá Raufarfelli f. 1865 d. 8. des. 1914. Kona hans var [[Hildur Eiríksdóttir (Akurey)|Hildur]], d. 8. 3. 1923, Eiríksdóttir, og áttu þau nokkur börn m.a.: [[Þorbjörg Sigurðardóttir (Péturshúsi)|Þorbjörgu]], d. 28. des 1948, gift [[Sigurður Bjarnason (Litla-Hvammi)|Sigurði Bjarnasyni]] frá Reykjavík. Hún var fædd í [[Dalir|Dölum]] hér; [[Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir|Hólmfríður]], (leiðr. Heimaslóð), kona Ottóníusar Árnasonar frá Hafnarfirði. Hún var fædd á Norðfirði;    [[Dagmar Sigurðardóttir (Akurey)|Dagmar]],    gift    í
Reykjavík eða Hafnarfirði, fædd á Norðfirði; [[Engilbert Ottó Sigurðsson (Björgvin)|Engilbert Ottó]], fæddur á Norðfirði, d. 4. maí 1930; [[Alfons Sigurðsson (Björgvin)|Alfons]], fæddur í Björgvin 1904, dáinn á Vífilsstöðum 2. des. 1927. Þá er og dóttir Hildar og Sigurðar [[Sigríður Sigurðardóttir (Klöpp)|Sigríður]], sem fædd er á Norðf. 23. sept. 1898 en alin upp í [[Klöpp]] hjá þeim hjónum [[Kristján Ingimundarson|Kristjáni Ingimundarsyni]] og konu hans [[Sigurbjörg Sigurðardóttir (Klöpp)|Sigurbjörgu Sigurðardóttur]], sem var föðursystir Sigríðar. Fór hún að Klöpp skömmu eftir komu foreldra sinna austan frá Norðfirði árið 1902. <br>
Reykjavík eða Hafnarfirði, fædd á Norðfirði; [[Engilbert Ottó Sigurðsson (Akurey)|Engilbert Ottó]], fæddur á Norðfirði, d. 4. maí 1930; [[Alfons Halldór Sigurðsson |Alfons]], fæddur í Björgvin 1904, dáinn á Vífilsstöðum 2. des. 1927. Þá er og dóttir Hildar og Sigurðar [[Sigríður Jónína Sigurðardóttir|Sigríður]], sem fædd er á Norðf. 23. sept. 1898 en alin upp í [[Klöpp]] hjá þeim hjónum [[Kristján Ingimundarson|Kristjáni Ingimundarsyni]] og konu hans [[Sigurbjörg Sigurðardóttir (Klöpp)|Sigurbjörgu Sigurðardóttur]], sem var föðursystir Sigríðar. Fór hún að Klöpp skömmu eftir komu foreldra sinna austan frá Norðfirði árið 1902. <br>
Enn byggði Elías Sæmundsson sér nýtt hús og flutti nú í Vesturbæinn. Þar var húsið [[Litla-Hraun]] við [[Vesturvegur|Vesturveg]]. Þar bjó hann svo til dauðadags með fjölskyldu sinni. Þegar hann flutti að Litlahrauni, mun [[Jón Hafliðason (Bergsstöðum)|Jón Hafliðason]] og kona hans [[Sigríður Bjarnadóttir (Bergsstöðum)|Sigríður Bjarnadóttir]] hafa farið að Bergsstöðum og bjuggu þar, þar til þau fóru alfarin til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Dauða Elíasar Sæmundssonar bar að með þeim hætti, að hann fannst örendur 27. desember 1916, sunnan á Eiðinu skammt frá sundskálastæðinu. Var talið, að hann hefði sofnað þarna í sandinum en sjórinn síðan flætt um hann og hann þá drukknað, þar eð talið var, að hann hefði verið ölvaður. <br>
Enn byggði Elías Sæmundsson sér nýtt hús og flutti nú í Vesturbæinn. Þar var húsið [[Litla-Hraun]] við [[Vesturvegur|Vesturveg]]. Þar bjó hann svo til dauðadags með fjölskyldu sinni. Þegar hann flutti að Litlahrauni, mun [[Jón Hafliðason (Bergsstöðum)|Jón Hafliðason]] og kona hans [[Sigríður Bjarnadóttir (Bergsstöðum)|Sigríður Bjarnadóttir]] hafa farið að Bergsstöðum og bjuggu þar, þar til þau fóru alfarin til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Dauða Elíasar Sæmundssonar bar að með þeim hætti, að hann fannst örendur 27. desember 1916, sunnan á Eiðinu skammt frá sundskálastæðinu. Var talið, að hann hefði sofnað þarna í sandinum en sjórinn síðan flætt um hann og hann þá drukknað, þar eð talið var, að hann hefði verið ölvaður. <br>
Árið  1922—23  flutti  svo Björg Ísaksdóttir og börn hennar til Reykjavíkur og settust þau þar að. <br>
Árið  1922—23  flutti  svo Björg Ísaksdóttir og börn hennar til Reykjavíkur og settust þau þar að. <br>
Lína 46: Lína 46:
4. Tómas Brynjólfsson frá Sitjanda, Eyjafjöllum. <br>
4. Tómas Brynjólfsson frá Sitjanda, Eyjafjöllum. <br>
[[Jóhann Stefánsson (Vanangri)|Jóhann Stefánsson]] frá [[Vanangur|Vanangri]] reri með Halldóri en varð aðeins nokkrum mínútum of seinn til skips í þennan róður og varð það honum til lífs, því að Halldór formaður beið ekki eftir honum. <br>
[[Jóhann Stefánsson (Vanangri)|Jóhann Stefánsson]] frá [[Vanangur|Vanangri]] reri með Halldóri en varð aðeins nokkrum mínútum of seinn til skips í þennan róður og varð það honum til lífs, því að Halldór formaður beið ekki eftir honum. <br>
Halldór þessi var bróðir [[Guðrún Runólfsdóttir|Guðrúnar á Sveinsstöðum]] Runólfsdóttur og var fæddur 1865. <br>
Halldór þessi var bróðir [[Guðrún Runólfsdóttir (Sveinsstöðum)|Guðrúnar á Sveinsstöðum]] Runólfsdóttur og var fæddur 1865. <br>
Þau Anna og Halldór áttu fjögur börn:<br>
Þau Anna og Halldór áttu fjögur börn:<br>
[[Guðlaugur Halldórsson (Björgvin)|Guðlaugur]] dó ungur 1911 eða '12, <br>[[Halldór Magnús Halldórsson (Björgvin)| Halldór Magnús]], f. í Hull Englandi 6. apríl 1905, drukknaði 1. marz 1942,<br>
Gunnlaugur dó ungur 1911 eða '12, <br>[[Halldór Magnús Halldórsson (Björgvin)| Halldór Magnús]], f. í Hull Englandi 6. apríl 1905, drukknaði 1. marz 1942,<br>
[[James White Halldórsson|James White]], fæddur í Reykjavík 13. júlí 1906, drukknaði 22. apríl 1934 á „Brimli“,<br>  
[[James White Halldórsson|James White]], fæddur í Reykjavík 13. júlí 1906, drukknaði 22. apríl 1934 á „Brimli“,<br>  
[[Margrét Halldórsdóttir (Björgvin)|Margrét]], f. 25. marz 1909 á [[Lönd]]um hér. Hefir búið í Björgvin allt til þessa dags eða þar til húsið var rifið 1. okt. s.l. Þá flutti hún í hús [[Davíð Árnason|Davíðs sál. Árnasonar]] frá Norðfirði, við [[Strandvegur|Strandveg]]. <br>
[[Margrét Halldórsdóttir (Björgvin)|Margrét]], f. 25. marz 1909 á [[Lönd]]um hér. Hefir búið í Björgvin allt til þessa dags eða þar til húsið var rifið 1. okt. s.l. Þá flutti hún í hús [[Davíð Árnason|Davíðs sál. Árnasonar]] frá Norðfirði, við [[Strandvegur|Strandveg]]. <br>
Þar með er saga Björgvins og flestra Björgvinsbúa sögð í stórum dráttum. <br>
Þar með er saga Björgvins og flestra Björgvinsbúa sögð í stórum dráttum. <br>
Húsið varð að víkja vegna breikkunar og lagfæringar Strandvegarins, þróunar í húsagerð og vega. Húsið var lítið að nútíma mati, aðeins baðstofa og lítið eldhús í fyrstu eins og mörg önnur tómthús voru. Á seinni árum var Björgvin mikið lagfærður og breytt nokkuð. Steyptur var í hann gafl, sett nýtt þak og veggklætt með járni o.fl. Einnig var honum breytt og mikið endurbættur að innan svo hann hefði eflaust þótt fínt hús og bezta íbúð, ef hann hefði verið þannig úr garði gerður á fyrstu árum hans. En sem sagt, nú er Björgvin    horfinn    af    sviði okkar daglega lífs og er ekki laust við að manni þyki einhver óvenjulegur tómleiki orðinn þarna við Strandstíginn gamla. Þrátt fyrir smæð sína og frumlega smíði var einhver hlýleiki yfir húsinu alla tíð. Það stóð þarna innan um fiskikrærnar eins og eitthvert sæluhús í óbyggðinni. Þangað flýðu aðgerðarmenn og oft sjómenn og fengu, þrátt fyrir þröngan kost búendanna, að velgja upp kaffibrúsann sinn og drekka slatta úr honum í hlýjunni. Kannske höfðu þeir tíma til að spjalla um stund við fólkið, meðan mesti kuldinn leið úr kroppnum. Hefir víst oftlega sannazt á búendum Björgvins, að þar sem nægilegt er hjartarúm, er ávallt nægilegt húsrúm. <br>
Húsið varð að víkja vegna breikkunar og lagfæringar Strandvegarins, þróunar í húsagerð og vega. Húsið var lítið að nútíma mati, aðeins baðstofa og lítið eldhús í fyrstu eins og mörg önnur tómthús voru. Á seinni árum var Björgvin mikið lagfærður og breytt nokkuð. Steyptur var í hann gafl, sett nýtt þak og veggklætt með járni o.fl. Einnig var honum breytt og mikið endurbættur að innan svo hann hefði eflaust þótt fínt hús og bezta íbúð, ef hann hefði verið þannig úr garði gerður á fyrstu árum hans. En sem sagt, nú er Björgvin    horfinn    af    sviði okkar daglega lífs og er ekki laust við að manni þyki einhver óvenjulegur tómleiki orðinn þarna við Strandstíginn gamla. Þrátt fyrir smæð sína og frumlega smíði var einhver hlýleiki yfir húsinu alla tíð. Það stóð þarna innan um fiskikrærnar eins og eitthvert sæluhús í óbyggðinni. Þangað flýðu aðgerðarmenn og oft sjómenn og fengu, þrátt fyrir þröngan kost búendanna, að velgja upp kaffibrúsann sinn og drekka slatta úr honum í hlýjunni. Kannske höfðu þeir tíma til að spjalla um stund við fólkið, meðan mesti kuldinn leið úr kroppnum. Hefir víst oftlega sannazt á búendum Björgvins, að þar sem nægilegt er hjartarúm, er ávallt nægilegt húsrúm. <br>
Þannig var og um hin gömlu tómthús í grennd við Björgvin sem öll eru horfin nema [[Garðstaðir]] og [[Klöpp]], þ.e. að segja tómthúsin [[Skel|„Skel“]], þar sem [[Þorgerður Gísladóttir]], f. 1842, d. 8. 8. 1919, bjó og þar eftir [[Þorgeir Eiríksson]], d. 1. 3. 1942; [[Kró|„Kró“]], þar sem [[Kristín Jónsdóttir (Kró)|Kristín Jónsdóttir]], f. 1835, d. 31. 3. 1921, og [[Eyjólfur Jónsson (Kró)|Eyjólfur Jónsson]], f. 1835, d. 2. 2. 1914, bjuggu, og [[Kuðungur|„Kufungur“]], þar sem [[Gunna Pála]] bjó lengi og síðar Hjálmar fyrrnefndur Ísaksson bjó síðastur. Nú eru hús þessi horfin, hafa orðið að víkja fyrir tækni tímans og búendur þeirra orðið að lúta lögum tilverunnar og deyja drottni sínum. Eftir er aðeins tómleikinn við Strandveginn að sunnan og minningin um horfna alþekkta Eyjaskeggja og vini. <br>
Þannig var og um hin gömlu tómthús í grennd við Björgvin sem öll eru horfin nema [[Garðstaðir]] og [[Klöpp]], þ.e. að segja tómthúsin [[Skel|„Skel“]], þar sem [[Þorgerður Gísladóttir]], f. 1842, d. 8. 8. 1919, bjó og þar eftir [[Þorgeir Eiríksson (Skel)|Þorgeir Eiríksson]], d. 1. 3. 1942; [[Kró|„Kró“]], þar sem [[Kristín Jónsdóttir (Kró)|Kristín Jónsdóttir]], f. 1835, d. 31. 3. 1921, og [[Eyjólfur Jónsson (Löndum)|Eyjólfur Jónsson]], f. 1835, d. 2. 2. 1914, bjuggu, og [[Kuðungur|„Kufungur“]], þar sem [[Guðrún Pálsdóttir yngri (Kirkjubæ)|Gunna Pála]] bjó lengi og síðar Hjálmar fyrrnefndur Ísaksson bjó síðastur. Nú eru hús þessi horfin, hafa orðið að víkja fyrir tækni tímans og búendur þeirra orðið að lúta lögum tilverunnar og deyja drottni sínum. Eftir er aðeins tómleikinn við Strandveginn að sunnan og minningin um horfna alþekkta Eyjaskeggja og vini. <br>
Ef að líkum lætur munu og sömu örlög bíða hinna gömlu tómthúsa, Garðsstaða og Klappar, enda þótt þau hús fari nú fyrst að fá notið sín, eftir að búið er að rýma fiskikrærnar frá þeim, svo að segja má, að þau séu nú fyrst að koma fram í dagsljósið. Þau standa þarna bæði eins og vinalegar eyjar í úthafi gamla tímans og minninganna og bíða sennilega sinna örlaga, að hverfa, vegna umbrota nýja tímans, eins og önnur fornfræg húsmannahús í Eyjum.
Ef að líkum lætur munu og sömu örlög bíða hinna gömlu tómthúsa, Garðsstaða og Klappar, enda þótt þau hús fari nú fyrst að fá notið sín, eftir að búið er að rýma fiskikrærnar frá þeim, svo að segja má, að þau séu nú fyrst að koma fram í dagsljósið. Þau standa þarna bæði eins og vinalegar eyjar í úthafi gamla tímans og minninganna og bíða sennilega sinna örlaga, að hverfa, vegna umbrota nýja tímans, eins og önnur fornfræg húsmannahús í Eyjum.
::::::::::::::::::::[[Árni Árnason (símritari)|''Árni Árnason'']].
::::::::::::::::::::[[Árni Árnason (símritari)|''Árni Árnason'']].

Núverandi breyting frá og með 10. janúar 2019 kl. 20:56

Efnisyfirlit 1959



ÁRNI ÁRNASON:


Húsið Björgvin
í Vestmannaeyjum og íbúendur þess









Húseignin BJÖRGVIN, með nútíðar byggingu að baki.
Húseignin Björgvin er til vinstri með einum glugga. Miðburstin er á hjalli, sem fylgdi eigninni. Lengst til hægri er geymsluhjallur frá Garðsstöðum.



Björgvin var eitt af elztu húsum kaupstaðarins. Það á að sjálfsögðu sína sögu, þó að ekki verði hún rakin hér að öllu leyti. Hinsvegar þykir mér rétt að minnast þess með nokkrum orðum ásamt íbúendum, — í tilefni þess, að húsið var rifið til grunna þann 1. okt. 1958. Verður skráð hér það, sem vitað er um efni þetta.
Björgvin var byggt 1898—99 af Elíasi Sæmundssyni trésmiði hér í bæ og var hann eigandi þess. Þar hafði áður staðið húskofi eða húshjallur, sem Ísak, tengdafaðir Elíasar, Jónsson, fyrr bóndi í Norðurgarði, bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Elías var fæddur 1860, sonur Sæmundar Guðmundssonar vinnumanns á Ofanleiti hjá séra Brynj. Jónssyni, en síðar bóndi á Vilborgarstöðum og lézt þar 1890. Kona hans var Guðbjörg Árnadóttir, f. 23. 9. 1835, d. 1. 11. 1928, Árnasonar frá Rimakoti í Landeyjum. Þau hjón voru barnlaus. Synir Sæmundar voru hinsvegar fyrrnefndur Elías og Kristján Sæmundsson, er fór til Ameríku og kvæntur var Sigríði dóttur Jóns EinarssonarGarðstöðum, þess, er fyrirfór sér á Eiðinu 1900, og konu hans Ingibjargar Hreinsdóttur, d. 18. nóv. 1922. Síðast að Eiðum hér. Hreinn faðir hennar bjó í Brandshúsi, var Jónsson og fórst með þilskipinu Helgu 1864.
Kona Elíasar í Björgvin var Björg Ísaksdóttir, fyrrnefnds Jónssonar og voru börn þeirra: Kristbjörg, Jóhanna, Jónína, Margrét og Jóhann. Kona Ísaks var Guðrún Ólafsdóttir, og voru börn þeirra auk Bjargar: Steinunn, d. 31. 1.1920. Hún var móðir Ólafs Tómassonar, er fór til Spánar, settist þar að sem sjómaður og drukknaði þar fyrir nokkrum árum. Jón Ísaksson hrapaði úr Yztakletti til dauðs 1890. Hann var kvæntur Guðbjörgu Guðmundsdóttur í Framnesi og voru þau foreldrar bræðranna þar Maríusar og Guðjóns m.a. Hjálmfríður hét ein dóttir Ísaks og Guðrúnar og flutti til Reykjavíkur.
Þá var sonur Ísaks Jónssonar og Valgerðar frá Litlabæ: Hjálmar Ísaksson, f. 10. okt. 1858, d. 3. okt. 1929. Hann bjó lengi í tómthúsinu Kufung, en síðar í Kirkjudal, sem hann byggði við Skólaveginn. Hann var fyrst kvæntur Andreu Hannesdóttur, d. 8. júlí 1890, frá Grímshjalli. Þeirra börn voru m.a. Ingibjörg kona Friðbjörns Þorkelssonar sjóm. Eiríkssonar, síðast í Stafholti hér; Jón bóndi á Gjábakka (Sætúni), kvæntur Fríði Ingimundardóttur bónda þar Jónssonar, o.s.frv. Síðari kona Hjálmars var Jóhanna Björnsdóttir, fædd 1865, og voru þau barnlaus.
Ekki mun Elías Sæmundsson hafa unað sér í Björgvin, því að hann byggði sér nýtt hús og nefndi að Bergsstöðum. Það er við Urðaveg og var byggt 1902-'03. Þá fór að Björgvin Sigurður trésmiður Sigurðsson frá Raufarfelli f. 1865 d. 8. des. 1914. Kona hans var Hildur, d. 8. 3. 1923, Eiríksdóttir, og áttu þau nokkur börn m.a.: Þorbjörgu, d. 28. des 1948, gift Sigurði Bjarnasyni frá Reykjavík. Hún var fædd í Dölum hér; Hólmfríður, (leiðr. Heimaslóð), kona Ottóníusar Árnasonar frá Hafnarfirði. Hún var fædd á Norðfirði; Dagmar, gift í Reykjavík eða Hafnarfirði, fædd á Norðfirði; Engilbert Ottó, fæddur á Norðfirði, d. 4. maí 1930; Alfons, fæddur í Björgvin 1904, dáinn á Vífilsstöðum 2. des. 1927. Þá er og dóttir Hildar og Sigurðar Sigríður, sem fædd er á Norðf. 23. sept. 1898 en alin upp í Klöpp hjá þeim hjónum Kristjáni Ingimundarsyni og konu hans Sigurbjörgu Sigurðardóttur, sem var föðursystir Sigríðar. Fór hún að Klöpp skömmu eftir komu foreldra sinna austan frá Norðfirði árið 1902.
Enn byggði Elías Sæmundsson sér nýtt hús og flutti nú í Vesturbæinn. Þar var húsið Litla-Hraun við Vesturveg. Þar bjó hann svo til dauðadags með fjölskyldu sinni. Þegar hann flutti að Litlahrauni, mun Jón Hafliðason og kona hans Sigríður Bjarnadóttir hafa farið að Bergsstöðum og bjuggu þar, þar til þau fóru alfarin til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Dauða Elíasar Sæmundssonar bar að með þeim hætti, að hann fannst örendur 27. desember 1916, sunnan á Eiðinu skammt frá sundskálastæðinu. Var talið, að hann hefði sofnað þarna í sandinum en sjórinn síðan flætt um hann og hann þá drukknað, þar eð talið var, að hann hefði verið ölvaður.
Árið 1922—23 flutti svo Björg Ísaksdóttir og börn hennar til Reykjavíkur og settust þau þar að.
Enn urðu búendaskipti í Björgvin. Hefir Sigurði sennilega þótt þröngt um sig og ekki unað þarna innan um krærnar og hávaðann. Hann byggði sér því húsið Akurey við Vestmannabraut og mun hafa flutt með fjölskyldu sína 1912. Við brottför hans frá Björgvin fór þangað Halldór sjómaður Runólfsson smiðs frá Maríubakka Runólfssonar og kona hans Anna Sveinsdóttir frá Keldum í Mosfellssveit, f. 14. apríl 1864, d. 9. febr. 1943. Fluttu þau til Eyja frá Reykjavík en höfðu komið þangað nokkrum árum áður frá Englandi, þar sem þau bjuggu um tíma. Halldór Runólfsson var talinn fæddur 1865 en drukknaði hér við Eyjar, sennilega í austurflóanum eða mjög nálægt Bjarnarey, af opnum báti ásamt skipshöfn sinni, 6. apríl 1913, en skipshöfnin var þessi:
1. Halldór formaður Runólfsson,
2. Ólafur Ólafsson, þurrabúðarmaður, Bjargi,
3. Jón Jónsson frá Ráðagerði við Reykjavík,
4. Tómas Brynjólfsson frá Sitjanda, Eyjafjöllum.
Jóhann Stefánsson frá Vanangri reri með Halldóri en varð aðeins nokkrum mínútum of seinn til skips í þennan róður og varð það honum til lífs, því að Halldór formaður beið ekki eftir honum.
Halldór þessi var bróðir Guðrúnar á Sveinsstöðum Runólfsdóttur og var fæddur 1865.
Þau Anna og Halldór áttu fjögur börn:
Gunnlaugur dó ungur 1911 eða '12,
Halldór Magnús, f. í Hull Englandi 6. apríl 1905, drukknaði 1. marz 1942,
James White, fæddur í Reykjavík 13. júlí 1906, drukknaði 22. apríl 1934 á „Brimli“,
Margrét, f. 25. marz 1909 á Löndum hér. Hefir búið í Björgvin allt til þessa dags eða þar til húsið var rifið 1. okt. s.l. Þá flutti hún í hús Davíðs sál. Árnasonar frá Norðfirði, við Strandveg.
Þar með er saga Björgvins og flestra Björgvinsbúa sögð í stórum dráttum.
Húsið varð að víkja vegna breikkunar og lagfæringar Strandvegarins, þróunar í húsagerð og vega. Húsið var lítið að nútíma mati, aðeins baðstofa og lítið eldhús í fyrstu eins og mörg önnur tómthús voru. Á seinni árum var Björgvin mikið lagfærður og breytt nokkuð. Steyptur var í hann gafl, sett nýtt þak og veggklætt með járni o.fl. Einnig var honum breytt og mikið endurbættur að innan svo hann hefði eflaust þótt fínt hús og bezta íbúð, ef hann hefði verið þannig úr garði gerður á fyrstu árum hans. En sem sagt, nú er Björgvin horfinn af sviði okkar daglega lífs og er ekki laust við að manni þyki einhver óvenjulegur tómleiki orðinn þarna við Strandstíginn gamla. Þrátt fyrir smæð sína og frumlega smíði var einhver hlýleiki yfir húsinu alla tíð. Það stóð þarna innan um fiskikrærnar eins og eitthvert sæluhús í óbyggðinni. Þangað flýðu aðgerðarmenn og oft sjómenn og fengu, þrátt fyrir þröngan kost búendanna, að velgja upp kaffibrúsann sinn og drekka slatta úr honum í hlýjunni. Kannske höfðu þeir tíma til að spjalla um stund við fólkið, meðan mesti kuldinn leið úr kroppnum. Hefir víst oftlega sannazt á búendum Björgvins, að þar sem nægilegt er hjartarúm, er ávallt nægilegt húsrúm.
Þannig var og um hin gömlu tómthús í grennd við Björgvin sem öll eru horfin nema Garðstaðir og Klöpp, þ.e. að segja tómthúsin „Skel“, þar sem Þorgerður Gísladóttir, f. 1842, d. 8. 8. 1919, bjó og þar eftir Þorgeir Eiríksson, d. 1. 3. 1942; „Kró“, þar sem Kristín Jónsdóttir, f. 1835, d. 31. 3. 1921, og Eyjólfur Jónsson, f. 1835, d. 2. 2. 1914, bjuggu, og „Kufungur“, þar sem Gunna Pála bjó lengi og síðar Hjálmar fyrrnefndur Ísaksson bjó síðastur. Nú eru hús þessi horfin, hafa orðið að víkja fyrir tækni tímans og búendur þeirra orðið að lúta lögum tilverunnar og deyja drottni sínum. Eftir er aðeins tómleikinn við Strandveginn að sunnan og minningin um horfna alþekkta Eyjaskeggja og vini.
Ef að líkum lætur munu og sömu örlög bíða hinna gömlu tómthúsa, Garðsstaða og Klappar, enda þótt þau hús fari nú fyrst að fá notið sín, eftir að búið er að rýma fiskikrærnar frá þeim, svo að segja má, að þau séu nú fyrst að koma fram í dagsljósið. Þau standa þarna bæði eins og vinalegar eyjar í úthafi gamla tímans og minninganna og bíða sennilega sinna örlaga, að hverfa, vegna umbrota nýja tímans, eins og önnur fornfræg húsmannahús í Eyjum.

Árni Árnason.