Guðjón Jónsson (Framnesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Guðjón

Guðjón Pétur Jónsson, Framnesi, fæddist 22. febrúar 1885 að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og lést 24. janúar 1945.
Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Jón Ísaksson.

Guðjón ólst upp á Kirkjubæ og byrjaði snemma að stunda sjómennsku. Hann byrjaði formennsku á Nörrónu árið 1909 en var aðeins formaður eina vertíð. Sjómennsku stundaði hann þó fram til ársins 1935.Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.

Frekari umfjöllun

Guðjón Pétur Jónsson skipstjóri, sjómaður í Framnesi fæddist 20. febrúar 1885 á Kirkjubæ og lést 24. janúar 1945.
Foreldrar hans voru Jón Ísaksson frá Norðurgarði, bóndi á Kirkjubæ, f. 11. mars 1859, hrapaði til bana í Ystakletti 20. ágúst 1890, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1858 í Smiðjunni, d. 18. ágúst 1924.

Guðjón var með foreldrum sínum í frumbernsku, en hann missti föður sinn 1890.
Hann var með ekkjunni móður sinni á Kirkjubæ 1890 og enn 1901.
Þau Nikólína giftu sig 1905, bjuggu í Framnesi þá og síðan, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra í frumbernsku. Þau áttu eitt fósturbarn.
Guðjón var skipstjóri stutta stund, en var sjómaður starfsævi sína.
Guðjón lést 1945 og Nikólína 1950.

I. Kona Guðjóns Péturs, (16. desember 1905), var Níkólínu Guðnadóttur frá Bartakoti í Árnessýslu, húsfreyja, f. 20. ágúst 1874, d. 19. nóvember 1950.
Börn þeirra:
1. Stefanía Jónína Guðjónsdóttir, f. 18. janúar 1904, d. fyrir 1906.
2. Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
3. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir í Villingaholtshreppi, f. 17. október 1908, d. 12. maí 1993.
4. Sigurður Guðjónsson sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911 í Framnesi, d. 5. maí 1955.
5. Guðlín Guðný Guðjónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.
Fósturbarn þeirra var dóttursonur þeirra:
6. Haraldur Þórðarson, f. 16. júlí 1925, d. 14. desember 2011. {{Heimildir|


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.