Dagmar Sigurðardóttir (Akurey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Dagmar Sigurðardóttir frá Akurey, húsfreyja í Reykjavík fæddist 10. apríl 1900 á Norðfirði og lést 16. ágúst 1993.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, sjómaður og smiður, síðar í Akurey, f. 25. janúar 1865, d. 8. desember 1914, og kona hans Hildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1862, d. 8. mars 1923.

Dagmar var með foreldrum sínum á Norðfirði og fluttist með þeim til Eyja 1902.
Hún var með þeim í Björgvin og síðan í Akurey 1910-1922, húsfreyja þar 1923, var þar 1925 og þar var Karl Kristján Kristensen sjómaður 28 ára.
Þau Karl giftu sig 1926, en skildu.
Hún giftist Sigurði og þau eignuðust kjördótturina Ingibjörgu Elsu.
Dagmar bjó á Grettisgötu 46 1930, síðast í Bakkaseli 26 í Reykjavík.

Maður Dagmarar, (11. desember 1926), Carl Christian Senius Christensen sjómaður í Akurey, f. 3. júní 1897 í Eling í Elingsókn í Danmörku.

II. Síðari maður Dagmarar var Ögmundur Sigurður Þórðarson verkstjóri hjá Rafveitu Reykjavíkur, f. 13. júní 1903, d. 25. febrúar 1990.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Elsa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1943. Hún var kjördóttir þeirra. Móðir hennar var Soffía Einarsdóttir trésmíðameistara á Staðarfelli Sæmundssonar; hún var f. 13. janúar 1921, d. 1. janúar 2000. Maður Ingibjargar Elsu er Björn Bogason bifvélavirki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.