Margrét Halldórsdóttir (Björgvin)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir frá Björgvin, húsfreyja fæddist 25. mars 1909 á Litlu-Löndum og lést 18. ágúst 2012.
Foreldrar hennar voru Halldór Magnús Diðrik Runólfsson sjómaður, f. 26. apríl 1866, drukknaði 9. apríl 1913, og sambýliskona hans Anna Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1868, d. 9. febrúar 1943.

Börn Önnu í Björgvin og Halldórs voru:
1. Gunnlaugur Marel Halldórsson, f. 16. febrúar 1903 í Hull, d. 27. október 1909.
2. Halldór Magnús Engiberg Halldórsson, f. 6. apríl 1905 í Hull, drukknaði 1. mars 1942, er Þuríður formaður VE-233 fórst við Landeyjasand.
3. James White Halldórsson, f. 13. júlí 1906 í Reykjavík, drukknaði 22. apríl 1934, er hafnarbáturinn Brimill fórst við árekstur undan Klettsnefi.
4. Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja í Björgvin, f. 25. mars 1909 á Litlu-Löndum, d. 18. ágúst 2012.

Margrét var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar drukknaði, er hún var fjögurra ára.
Hún var með ekkjunni móður sinni, en var um skeið í Reykjavík.
Hún eignaðist Önnu Jenný White með Marteini 1937 og Margréti með Bandaríkjamanni 1944.
Margrét lést 2012.

I. Barnsfaðir Margrétar var Marteinn Christian Fredriksen vélstjóri í Reykjavík, f. 25. maí 1910, d. 24. febrúar 1988.
Barn þeirra var
1. Anna Jenný White Marteinsdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1937 í Björgvin, d. 16. maí 2018. Maður hennar Adólf Sigurgeirsson.

II. Barnsfaðir Margrétar var W.G. Cornette, hermaður frá Virginíu í Bandaríkjunum.
Barn þeirra var
2. Margrét Cornette húsfreyja, f. 1. apríl 1944 í Björgvin. Maður hennar Bjarni Heiðar Johansen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.