Kristján Sæmundsson (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Sæmundsson frá Hólshúsi fæddist þar 20. mars 1875 og lést 18. febrúar 1933 Vestanhafs.
Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson sjávarbóndi, formaður, þá ekkill, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890, og barnsmóðir hans Elín Steinmóðsdóttir vinnukona, f. 26. mars 1836, d. 24. desember 1899.

Hálfsystkini Kristjáns, sammæðra, voru:
1. Steinmóður Guðmundsson, f. 15. maí 1860, d. 4. ágúst 1912.
2. Friðrikka Matthildur Jónsdóttir, f. 3. júní 1863. Hún fluttist til Vesturheims.
Hálfbróðir Kristjáns, samfeðra, var
3. Elís Sæmundsson, f. 8. mars 1860, d. 27. desember 1916, yfirleitt kallaður Elías.

Kristján var með móður sinni í Hólshúsi 1875-1876, var með föður sínum og Guðbjörgu Árnadóttur konu hans á Vilborgarstöðum 1877-1889, hjá Guðbjörgu ekkju föður síns, stjúpmóður sinni, 1890, með henni í heimili hjá Ögmundi Jónssyni á Vilborgarstöðum 1891, vinnumaður þar 1892 og enn 1895.
Kristján vann stjúpmóður sinni á Vilborgarstöðum 1901.
Hann kvæntist Sigríði 1902 og þau eignuðust Jón 1904.
Kristján hélt til Vesturheims með konu og barn 1904.
Þau fluttust til Eyja frá Vesturheimi 1907 með Kristjönu Jónínu og Sigríði Ingibjörgu, en Jón var ekki með í för. Þau bjuggu á Hnausum. Anna fæddist þar 1908.
Þau voru á Hnausum 1909, en finnast hvergi á landinu 1910, munu hafa flust Vestur á því ári. Vesturfaraskrá getur ekki síðari brottfarar þeirra.
Kristján lést 1933 í Selkirk í Kanada.

Kona hans, (31. maí 1902), var Sigríður Jónsdóttir frá Garðstöðum, f. 2. desember 1882.
Börn þeirra hér:
1. Jón Kristjánsson, f. 30. janúar 1904 í Eyjum.
2. Kristjana Jónína Kristjánsdóttir, f. 1905.
3. Sigríður Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 1907.
4. Anna Kristjánsdóttir, f. 27. nóvember 1908 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.