Sigurður Ögmundsson (Litlalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Ögmundsson.

Sigurður Ögmundsson frá Litlalandi, skipstjóri fæddist 18. desember 1928 á Kornhól við Strandveg 1B og lést 25. apríl 1987 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Kornhól, flutti með þeim að Laugalandi við Vestmannabraut, var með þeim á Auðsstöðum við Brekastíg, á Múla við Bárustíg 14 og að Litlalandi við Kirkjuveg frá 1935.
Hann var eitt ár mjólkurpóstur í Þorlaugargerði og í sveit á sumrum.
Sigurður tók vélstjóranámskeið 1946 og tók hið meira fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1952.
Hann hóf sjómennsku 14 ára árið 1943 og stundaði til 1976, var háseti, vélstjóri, og skipstjóri frá 1954, fyrst á Ísleifi VE 63, síðan Ísleifi III. Hann var með ýmsa fleiri báta, en síðast stjórnaði hann Suðurey VE árið 1976.
Eftir að hann fór í land stundaði hann vélgæslustörf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Þau Þórunn Margrét giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Litlalandi og keyptu síðan Sólbakka við Hásteinsveg 3 og bjuggu þar síðan.
Þau fluttu til Selfoss 1985 og þar vann Sigurður á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Árnesinga þangað til að hann hætti vegna veikinda.
Sigurður lést á heimili sínu 1987.

I. Kona Sigurðar, (18. desember 1952), var Þórunn Margrét Traustadóttir frá Grímsey, húsfreyja, f. 13. mars 1931, d. 28. nóvember 1999.
Börn þeirra:
1. Inga Dóra Sigurðardótttir, f. 23. október 1954, býr í Danmörku. Maður hennar Friðrik Karlsson.
2. Ögmundur Brynjar Sigurðsson, f. 1. nóvember 1955, d. 29. desember 2021. Hann bjó í Danmörku, síðar í Bandaríkjunum. Fyrrum kona hans Elsa Karin Thune. Kona hans Judy Sigurdsson.
3. Anna Linda Sigurðardóttir, f. 10. ágúst 1960. Maður hennar Magnús Hermannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.