Sigurbjörn Ögmundsson (Litlalandi)
Sigurbjörn Ögmundsson frá Litlalandi, sjómaður fæddist 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B og lést 18. apríl 2015 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Foreldrar hans voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.
Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á
Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.
Sigurbjörn fór ungur í fóstur að Svínafelli í Öræfum.
Hann fékk stýrimannsréttindi í Eyjum.
Sigurbjörn stundaði sjómennsku, var skipstjóri, lengst á Hafrúnu, flutti til Grímseyjar og bjó þar í fjögur ár, en fluttist þá til Hríseyjar, þar sem hann bjó til ársins 2003. Þá fluttu þau Hrefna til Akureyrar og bjuggu þar síðast.
Þau Hrefna giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn.
Hrefna lést 2007 og Sigurbjörn 2015.
I. Kona Sigurbjörns, (15. desember 1955), var Hrefna Víkingsdóttir frá Grímsey, húsfreyja, f. 4. ágúst 1934 á Eiðum þar, d. 5. maí 2007. Foreldrar hennar voru Víkingur Baldvinsson bóndi, síðar verkamaður á Húsavík, f. 2. mars 1914, d. 2. desember 1981 og kona hans Sigurveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1900, d. 31. janúar 1989.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Sigurbjörnsson, f. 29. júlí 1955. Kona hans Jónína Kristín Ólafsdótttir.
2. Sveinbjörn Ögmundur Sigurbjörnsson, f. 13. september 1956. Kona hans Helena Sólrún Hilmarsdóttir.
3. Ingunn Sigurbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1963. Maður hennar Geir Óskarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 28. apríl 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.