Gísli Magnús Ögmundsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri fæddist 13. ágúst 1917 á Mosfelli og lést 21. desember 1944.
Foreldrar hans voru Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 6. júní 1894, d. 29. september 1995, og fyrri kona hans Rannveig Óladóttir húsfreyja, f. 18. desember 1893 í Mjóafirði eystra, d. 14. nóvember 1918 á Kirkjubæ.
Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason verkamaður, f. 4. ágúst 1873, d. 15. apríl 1956 og Kristín Pálsdóttir húsfreyja í Sædal við Vesturveg 6, f. 7. janúar 1874, d. 2. september 1942.

Börn Rannveigar og Ögmundar voru:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. 21. desember 1944 í Reykjavík.

Börn Ögmundar og Guðrúnar Jónsdóttur, síðari konu hans:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar í Hveragerði, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starfsmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Vík í Mýrdal, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla, Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.

Móðir Gísla Magnúsar lést, er hann var á öðru ári sínu.
Hann fór í fóstur til hjónanna í Sædal, var komin til þeirra 1919 og flutti með þeim úr bænum 1937.
Gísli nam vélstjórn, var sjómaður og vélstjóri, var í Sandgerði, flutti til Ólafsvíkur.
Þau Guðrún bjuggu í Ólafsvík við fæðingu Jóhannesar 1941, en skildu samvistir.
Gísli Magnús var staddur í Reykjavík í desember 1944. Lágsjávað var, er hann vildi um borð í bát sinn og varð af þessu slys það, er leiddi hann til dauða 1944.

I. Sambúðarkona Gísla Magnúsar, (skildu), var Guðrún Ósk Sæmundsdóttir, f. 22. júlí 1924, d. 13. desember 1993.
Barn þeirra:
1. Jóhannes Sumarliði Sigurður Gíslason, f. 19. janúar 1941 í Ólafsvík, d. 21. september 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.