Þóra Björg Ögmundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þóra Björg Ögmundsdóttir frá Litlalandi, húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður á barnaheimili fæddist þar 16. júní 1944.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík og Keflavík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Þóra Björg var með foreldrum sínum, fór í fóstur til Margrétar systur sinnar í Vík í Mýrdal á öðru ári sínu og var þar til 6 ára aldurs.
Hún lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1960 og var í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði 1961-1962.
Þóra vann í verslun Önnu Gunnlaugsson, í Vinnslustöðinni, en á Leikskólanum Sóla 1962-1963.
Þau Jóhann Sævar giftu sig 1964, eignuðust eitt barn og ættleiddu eitt barn. Þau bjuggu á Faxastíg 39. Þau fluttu að Rauðalæk í Holtum, Rang. 1965. Þar var Sævar verslunarmaður hjá Kaupfélagi Rangæinga, en hann var farmaður á Jökulfellinu 1979-1980. Þau fluttu á Selfoss 1980. Þar vann Þóra í Versluninni Höfn, sem síðar varð Krónan og þar vann hún í heild 25 ár.
Jóhann Sævar lést 2020.

I. Maður Þóru Bjargar, (26. desember 1964), var Jóhann Sævar Guðmundsson frá Siglufirði, sjómaður, verslunarmaður, farmaður, húsasmiður, f. 12. júlí 1944, d. 20. desember 2020.
Börn þeirra:
1. Valgerður Sævarsdóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur á Laugarvatni, f. 14. febrúar 1964. Maður hennar Halldór Páll Halldórsson.
Kjördóttir þeirra:
2. Valgerður Helga Valgeirsdóttir, (kjörbarn), félagsráðgjafi, býr nú í Mongólíu, f. 21. mars 1968. Maður hennar Brynjar Hallmannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.