Jón Sveinbjörn Ögmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Sveinbjörn Ögmundsson frá Litlalandi, verkamaður fæddist 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi og lést 19. júlí 1945.
Foreldrar hans voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Jón var með foreldrum sínum.
Hann var verkamaður. Hann lést 1945, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.