Málfríður Ögmundsdóttir (Litlalandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Málfríður Ögmundsdóttir frá Litlalandi, húsfreyja, fulltrúi fæddist þar 25. nóvember 1939.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Málfríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1955.
Málfríður vann afgreiðslustörf hjá Verslun Önnu Gunnlaugsson og eftir flutning til Reykjavíkur 1957 vann hún við afgreiðslu í versluninni Refli. Á Akranesi vann hún við fiskiðnað í Haferninum.
Hún var fulltrúi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Þau Sigurbjörn giftu sig 1959 í Reykjavík, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Eyja 1960, bjuggu um skeið á Litlalandi, en síðan á Faxastíg 37 til Goss 1973. Þá fluttu þau til Akraness, fluttu í Kópavog, bjuggu þar í 20 ár, en fluttu til Akraness 2006.
Sigurbjörn lést 2017.
Málfríður býr við Þjóðbraut á Akranesi.

I. Maður Málfríðar, (16. maí 1959), var Sigurbjörn Guðmundur Guðmundsson tollvörður, sjómaður, stýrimaður, skrifstofumaður, f. 8. maí 1936 í Eyjum, d. 4. október 2017 á Akranesi.
Börn þeirra:
1. Elín Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 8. apríl 1959. Maður hennar Sveinn Arnar Knútsson.
2. María Sigurbjörnsdóttir bankastarfsmaður, f. 6. mars 1960. Maður hennar Guðjón Pétur Pétursson.
3. Kristrún Sigurbjörnsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1961. Fyrri maður hennar Daði Halldórsson, látinn. Fyrrum sambúðarmaður hennar Stefnir Sigurjónsson.
4. Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson starfsmaður Elkem, f. 25. september 1963. Kona hans Ásta Björk Arngrímsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. október 2017. Minning Sigurbjörns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.