Gíslína Jónsdóttir (Ásgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gíslína Jónsdóttir.

Gíslína Jónsdóttir húsfreyja í Ásgarði fæddist 18. apríl 1871 og lést 18. júlí 1953.

Faðir Gíslínu var Jón bóndi á Miðhúsum í Sandvíkurhreppi í Flóa, f. 12. apríl 1834 í Reyjasókn í Árn., d. 19. júní 1872, Jónsson bónda á Núpum í Reykjasókn, f. 1801 í Reyjasókn, d. 19. febrúar 1865, Þórðarsonar bónda og hreppstjóra í Bakkárholti í Ölfusi 1801, f. 1757, d. 2. mars 1838, Jónssonar, og konu Þórðar,(4. október 1787), Ingveldar húsfreyju, f. 1759, d. 1802, Guðnadóttur.
Móðir Jóns á Miðhúsum og kona Jóns á Núpum var Sigríður húsfreyja, f. 28. maí 1806, d. 25. mars 1868, Gísladóttir bónda og hreppstjóra í Reykjakoti í Ölfusi, f. 1760, d. 27. maí 1840, Guðnasonar bónda í Reykjakoti, f. 1716, d. um 1783, Jónssonar bónda á Breiðabólstað í Ölfusi, f. 1664, á lífi 1735, Eysteinssonar.
Kona Gísla í Reykjakoti var Guðríður húsfreyja, f. 1765 að Sogni í Ölfusi, d. 6. maí 1837, Jónsdóttir.

Móðir Gíslínu og kona (1850 ) Jóns á Miðhúsum var Aðalbjörg húsfreyja, f. 25. janúar 1830 í Bessastaðasókn á Álftanesi, d. 15. október 1917 á Gamla-Hrauni, Eyjólfsdóttir bónda í Hagakoti og á Brekkuflöt á Álftanesi 1845, f. 29. ágúst 1800 í Laugardælasókn í Árnessýslu, d. 12. mars 1868, Eyjólfssonar bónda í Útkoti á Kjalarnesi, f. 1766 í Útey í Laugardal, d. 18. október 1854 á Þúfu í Kjós, Jónssonar bónda á Króki í Biskupstungum, síðar á Uppsölum í Flóa, f. 1733, d. 25. janúar 1812 á Torfastöðum í Biskupstungum, Teitssonar (Roða-Teits) bónda á Höfða í Biskupstungum, f. 1695, Loftssonar í Langholti í Flóa 1703, Teitssonar.
Kona Eyjólfs í Útkoti var Steinunn húsfreyja, f. 1771 á Álfsnesi í Gufunessókn, d. 21. apríl 1854, Örnólfsdóttir.
Móðir Aðalbjargar og kona Eyjólfs í Hagakoti var Ingibjörg húsfreyja, f. 5. desember 1797 á Þórustöðum í Grímsnesi, d. 22. maí 1866, Sturludóttir bónda á Þórustöðum 1801, f. 19. desember 1750, drukknaði í Brúará 27. ágúst 1823, Jónssonar bónda á Hæli í Flókadal og Skáneyjarkoti í Reykholtsdal, f. 1712, d. 1755, Jónssonar bónda og hreppstjóra á Signýjarstöðum í Hálsasveit, f. 1686, Einarssonar bónda í Litlu-Skógum í Stafholtstungum, f. 1645, Bjarnaonar.
Kona Sturlu Jónssonar á Þórustöðum var Guðrún húsfreyju, f. um 1761 á Kiðabergi í Grímsnesi, d. 3. maí 1846, Gísladóttir.

Gíslína var systir
1. Aðalbjargar Jónsdóttur í Miðey, f. 14. september 1863, d. 2. júlí 1947, en hún var móðir
a) Valgerðar Sigurðardóttur húsfreyju í Miðey, konu Símonar Egilssonar vélstjóra og útgerðarmanns.
2. Hún var systir Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur húsfreyju á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, síðar í Nýborg í Eyjum, f. 1. september 1867, d. 2. apríl 1937, gift Jóni Guðmundssyni bónda og formanni á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, en þau voru m.a. foreldrar:
a) Þórðar Jónssonar á Bergi,
b) Gunnars Marels Jónssonar,
c) Guðmundar Jónssonar á Háeyri,
d) Lúðvíks Jónssonar bakarameistara í Haga,
e) Guðna Jónssonar prófessors, sem var kennari við unglingaskóla í Eyjum 1926-1927,
f) Guðmundar Júníusar Jónssonar, sem var sjómaður í Eyjum 1930, síðar skipstjóri á Akranesi,
g) Magnúsar Valdimars Jónssonar skipasmiðs á Bergi og
h) Ágústínu Jónsdóttur, síðar í Hafnarfirði.

Maður Gíslínu var (1898) Árni Filippusson í Ásgarði. Þau fluttust til Eyja 1900.
Börn Gíslínu og Árna:
1. Guðmundur Árnason, f. 17. október 1898, d. 27. jan. 1988.
2. Filippus Árnason, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974.
3. Guðrún Árnadóttir, f. 23. desember 1903, d. 25. október 1999.
4. Katrín Árnadóttir, f. 12. október 1905, d. 8. maí 1981.
Auk þess fóstruðu þau tvö systkini frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, systurbörn Gíslínu:
5. Lúðvík Jónsson, síðar bakarameistari í Haga og á Selfossi, f. 12. október 1904, d. 21. mars 1983.
7. Ágústínu Jónsdóttur húsfreyju í Hafnarfirði, f. 11. maí 1906, d. 1. nóvember 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar. 1969-2007.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.