Guðmundur Jónsson (Háeyri)
Jump to navigation
Jump to search
Guðmundur Jónsson fæddist í Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka þann 14. október 1888 og lést 27. nóvember 1976 í Vestmannaeyjum. Guðmundur var kvæntur Jónínu Steinunni Sigurðardóttur, f. 1890. Þau bjuggu á Háeyri við Vesturveg.
Guðmundur fór til Vestmannaeyja 1908 og var sjómaður á Fálka hjá Magnúsi Þórðarsyni í Sjólyst. Ári síðar kaupir Guðmundur Olgu og er með hana til 1920. Síðan smíðar Guðmundur Olgu II sem var 14 lestir og hafði formennsku á henni fram undir 1940. Jafnhliða formennskunni smíðaði Guðmundur þrjá 11 lesta báta árið 1915 og voru þeir allir tilbúnir fyrir vertíð. Eftir að hann lét af formennsku var hann yfirverkstjóri í Skipasmiðastöð Vestmannaeyja.
Heimildir
- Karl Vignir Þorsteinsson. Blik, ársrit Vestmannaeyja. 1969.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Blik 1960