Guðni Jónsson (prófessor)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðni Jónsson skólastjóri, síðan prófessor við Háskóla Íslands fæddist 22. júlí 1901 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka og lést 4. mars 1974.

Faðir Guðna var Jón formaður að Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 17. september 1856, d. 8. september 1941, Guðmundsson bónda og formanns á Gamla-Hrauni 1860, f. 10. júlí 1830, d. 21. febrúar 1914, Þorkelssonar bónda í Mundakoti, f. 1802, d. 29. apríl 1880, Einarssonar „ríka“ Hannessonar, og konu Þorkels í Mundakoti, Guðrúnar húsfreyju, f. 1804, d. 8. júní 1863, Magnúsdóttur í Mundakoti Arasonar.
Móðir Jóns á Gamla-Hrauni og kona Guðmundar Þorkelssonar var Þóra húsfreyja, f. 24. október 1830, d. 4. september 1918, Símonardóttir bónda, skipasmiðs og formanns í Brautartungu í Stokkseyrarhreppi, en lengst á Gamla-Hrauni, f. 1801 í Simbakoti, d. 21. nóvember 1881, Þorkelssonar bónda, skipasmiðs og hreppstjóra á Gamla-Hrauni, Jónssonar og konu Þorkels, Valgerðar húsfreyju, f. 1765, d. 7. febrúar 1859, Aradóttur Jónssonar.
Þóra var eftirsótt til hjúskapar. Tyrfingur Snorrason formaður á Stokkseyri var einn þeirra, sem á sóttu, en missti af til Guðmundar Þorkelssonar. Tyrfingur kvæntist ekki. Hann kvað:

Eg á fljóðum fæ ei ást,
finn því hljóður trega,
því sú góða Þóra brást;
það fór slóðalega.

Móðir Þóru og kona Símonar var Sesselja húsfreyja og móðir amk. 15 barna, f. 1801, d. 1859, Jónsdóttir bónda á Ásgautsstöðum, Óseyrarnesi (Nesi), síðast á Selfossi, f. 1767, d. 8. febrúar 1856, Símonarsonar og konu Jóns Símonarsonar, Guðrúnar húsfreyju frá Kakkarhjáleigu (síðar nefnt Hoftún), f. 1769, d. 15. apríl 1837, Snorradóttur, Knútssonar.

Móðir Guðna og kona Jóns á Gamla-Hrauni var Ingibjörg Gíslína húsfreyja á Gamla-Hrauni, f. 1. september 1867, d. 2. apríl 1937, Jónsdóttir bónda á Miðhúsum í Sandvíkurhreppi, f. 12. apríl 1834, d. 19. júní 1872, Jónssonar bónda á Vötnum í Ölfusi, f. 1801, d. 19. febrúar 1865, Þórðarsonar, Jónssonar, og konu Þórðar, Ingveldar Guðnadóttur.
Móðir Jóns á Míðhúsum og kona Jóns á Vötnum var Sigríður húsfreyja, f. 28. maí 1806, d. 25. mars 1868, Gísladóttir bónda og hreppstjóra í Reykjakoti í Ölfusi, f. 1760, d. 27. maí 1840, Guðnasonar, og konu Gísla, Guðríðar húsfreyju, f. 1765 að Sogni í Ölfusi, d. 6. maí 1837, Jónsdóttur.
Móðir Ingibjargar Gíslínu og kona Jóns á Miðhúsum var Aðalbjörg húsfreyja, f. 31. janúar 1830 á Álftanesi, d. 15. október 1917, Eyjólfsdóttir bónda á Brekkuflöt á Álftanesi 1845, f. 29. ágúst 1800, d. 12. mars 1868, Eyjólfssonar, Jónssonar.
Móðir Aðalbjargar og kona Eyjólfs á Brekkuflöt var Ingibjörg húsfreyja, f. 5. desember 1797 á Þórustöðum í Grímsnesi, d. 22. maí 1866, Sturludóttir bónda á Þórustöðum, skírður 19. desember 1750, d. 27. ágúst 1823, Jónssonar.

Börn Jóns Guðmundssonar á Gamla-Hrauni og Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur húsfreyju voru:
1. Vigdís Jónsdóttir húsfreyja í Selkirk í Kanada, f. 27. júní 1885.
2. Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
3. Guðmundur Jónsson formaður, skipasmiður á Háeyri, f. 14. október 1888, d. 27. nóvember 1976.
4. Guðrún Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Tjörn á Stokkseyri, f. 22. október 1889, d. 6. október 1976.
5. Gunnar Marel Jónsson formaður og skipasmiður, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
6. Magnús Valdimar Jónsson skipasmiður á Bergi, f. 27. október 1892, d. 13. október 1920.
7. Ágúst Jónsson, f. 9. ágúst 1894, d. 4. desember 1905.
8. Ingiríður Dagmar Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. ágúst 1895, d. 7. maí 1986.
9. Haraldur Jónsson sjómaður á Bergi, f. 18. nóvember 1899, d. 20. febrúar 1962.
10. Guðni Jónsson prófessor, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974. Hann var kennari við unglingaskóla í Eyjum 1926-1927.
11. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 3. ágúst 1903, d. 1. september 1995.
12. Lúðvík Jónsson bakarameistari, síðar á Selfossi, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983. Hann ólst upp hjá Árna Filippussyni og Gíslínu Jónsdóttur í Ásgarði, en Gíslína var móðursystir hans.
13. Ágústína Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. mars 1906, d. 1. nóvember 1989. Hún ólst upp um skeið hjá Þórði á Bergi, en lengst í Ásgarði hjá Árna og Gíslínu.
14. Guðmundur Júníus Jónsson sjómaður í Eyjum, síðar skipstjóri á Akranesi, f. 29. júní 1908, d. 22. ágúst 1972.
15. Þorsteinn Páll Jónsson símavarðstjóri í Reykjavík, f. 15. ágúst 1909, d. 25. júlí 1982.
16. Jónína Helga Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. desember 1910, d. 31. janúar 1992.
17. Anna Katrín Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. apríl 1912, d. 23. maí 1999.

Móðursystur systkinanna voru:
1. Gíslína Jónsdóttir húsfreyja í Ásgarði, f. 18. apríl 1871, d. 18. júlí 1953.
2. Aðalbjörg Jónsdóttir í Miðey, f. 14. september 1863, d. 2. júlí 1947.

Guðni ólst upp á Leirubakka á Landi, lauk stúdentsprófi 1924, varð mag. art. í íslenskum fræðum 1930 og dr. phil. frá Háskóla Íslands 1953, varð prófessor við Háskóla Íslands 1958.
Hann var kennari við unglingaskóla í Vestmannaeyjum 1926-1927, kennari við ýmsa skóla í Reykjvík, kennari og síðan skólastjóri við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem síðar fékk nafnið Gagnfræðaskóli Vesturbæjar 1945-1957, prófessor í sögu Íslands við Háskóla Íslands frá 1958-1967, er hann veiktist.
Guðni gegndi miklum fjölda trúnaðarstarfa í félögum, samtökum og opinberum nefndum, einkum þeim er snertu rannsóknir á sögu og ættfræði.
Helstu rit hans:
Bergsætt I-III, síðar endurútgefin aukin og endurbætt.
Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, sem var doktorsrit hans.
Fjöldi ritgerða um bókmenntir, sögu og ættfræði og erindi þeim tengd.
Forn-íslenzk lestrarbók.
Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I-XII.
Minningarrit Flensborgarskólans 50 ára.
Saga Eimskipafélags Íslands, 25 ára afmælisrit.
Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka.
Skyggnir, safn íslenzkra alþýðufræða I-II.
Stokkseyringa saga I-II.
Útgáfa fjölda íslenskra fornsagna, sumar með öðrum fræðimönnum, með formálum og skýringum.
Útgáfa á Fornaldarsögum Norðurlanda með Bjarna Vilhjálmssyni.
Útgáfa á ritum Brynjólfs Jónssonar á Minna-Núpi, m.a. Sagan af Þuríði formanni og Kambránsmönnum, með fylgiskjölum.
Útgáfa á konungasögum I-IV.
Ýmsar ættartölur aðrar.
Þýðingar.

Guðni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (5. júní 1926), var Jónína Margrét Pálsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1906, d. 2. október 1936. Foreldrar hennar voru Páll Grímsson bóndi og hreppstjóri í Nesi í Selvogi, f. 18. ágúst 1869, d. 22. apríl 1928, og kona hans Valgerður húsfreyja Hinriksdóttir í Ranakoti í Stokkseyrarhverfi Jónssonar. Hún var fædd 22. nóvember 1879, d. 21. júní 1914.
Börn þeirra:
1. Gerður Guðnadóttir húsfreyja, stúdent, f. 4. mars 1926.
2. Jón Guðnason prófessor, f. 31. maí 1927, d. 25. janúar 2002.
3. Bjarni Guðnason prófessor, f. 3. september 1928.
4. Þóra Guðnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. febrúar 1931.
5. Margrét Guðnadóttir, f. 30. nóvember 1932, d. 13. maí 1952.

II. Síðari kona Guðna, (19. ágúst 1938), var Sigríður Hjördís Einarsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1910, d. 18. júlí 1979. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi í Miðdal í Mosfellssveit, f. 23. júní 1870, d. 10. júní 1940 og kona hans Valgerður Margrét húsfreyja Jónsdóttir bónda Brárekseyri á Álftanesi Guðmundssonar. Hún var fædd 8. desember 1875, d. 19. mars 1937.
Börn þeirra:
6. Einar Guðnason viðskiptafræðingur, f. 13. apríl 1939, d. 20. desember 2005.
7. Bergur Guðnason lögfræðingur, f. 29. september 1941, d. 5. nóvember 2009.
8. Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag., húsfreyja, f. 17. mars 1946.
9. Elín Guðnadóttir sjúklingur, f. 14. október 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.