Þorsteinn Gunnarsson (vélstjóri)
Þorsteinn Gunnarsson var fæddur 1 Nóvember 1932 dáinn 24 Maí 1958 að Vestmannabraut 1,yngsti sonur hjónana Gunnars Marels Jónssonar og Sigurlaugar Pálsdóttur.Þorsteinn var í daglegur tali kendur við Hornið og kallaður Steini á Horninu. Hann tók vélstjóramentun í eyjum og lagði stund á sjómennsku,Þorsteinn eignaðist mb Herstein VE 40 og átti hann með Eggert Ólafsyni frá Heiðarbæ Vm föður sínum Gunnari og Ása í Bæ og gerðu út á línu og handfæri,þeir fiskuðu vel á bátin eins og kemur fram í bók Ása " Sá hlær best" en þar fjallar hann um útgerðar sögu þeirra og sinnar. þorsteinn byggði sér hús að Búastaðabraut 1 og náði að gera það að miklu leiti tilbúið undir tréverk áður en hann féll frá. Þorsteinn fór til eggja ásamt fl í Súlnasker þann 24 maí 1958 þar sem hann ásamt þeim Jóni Þórðarsyni og Sveini hjörleifsyni fóru upp en Eggert Ólafsson og Sigurður Ólafsson frá Kalmanstjörn urðu eftir um borð,uppgangan gekk vel og er þeir voru komnir upp fór Sveinn niður á stað sem kallast "Á Hellir" og Þorsteinn lagði af stað á eftir honum er Sveinn var komin niður,Jón var á brúnini og beið færis að komast niður.Þegar Þorsteinn missir tökin á bandinu að talið er og fellur niður og lamdist utan í bjargið á leið sinni niður,Þeir á bátunum sjá hann falla og hvar hann lendir skammt frá þeim.Sigurður stakk sér í sjóinn eftir honum og náði taki en á meðan tókst Eggert að koma léttabátnum upp að þeim og í sameiningu koma þeir Þorsteini um borð og stuttu seinn ná þeir Sveini og Jóni um borð og sigldu til eyja,þar sem Þorsteini ver komið undir hendur læknis sem kom út til móts við þá og var hann lifandi er komið var á sjúkrahúsið en lést þar af sárum sínum. Þorsteinn var giftur Pálínu Greirþrúði Höjggard Einarsdóttir f 30 Jan 1936 frá Bakkafirði,þau áttu 2 börn Sigurlaug Þorsteinsson f 15 Apríl 1953 og Unni Þorsteinsdóttur f 7 Feb 1956.