Ásta Sigurðardóttir (Hafnarnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Sigurðardóttir.

Ásta Sigurðardóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist þar 1. ágúst 1933 og lést 9. mars 2022 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Karlsson frá Garðsá í Fáskrúðsfirði, f. 29. mars 1904, d. 12. ágúst 1972, og Kristín Sigurðardóttir frá Hafnarnesi-Níelsarbæ, f. 6. október 1906, d. 27. maí 1981.

Börn Kristínar og Sigurðar:
1. María Sigþrúður Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 14. september 1922, d. 4. maí 2005. Maður hennar Magnús Benjamínsson.
2. Karl Emil Sigurðsson vélstjóri, f. 8. janúar 1924, d. 18. nóvember 2010. Kona hans Lilja Finnbogadóttir, látin. Kona hans Helga Þorkelsdóttir.
3. Jórunn Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. október 1925, d. 3. ágúst 1967. Maður hennar Ólafur J. Erlendsson.
4. Óskar Sigurðsson, f. 19. maí 1927.
5. Rafn Sigurðsson sjómaður, leigubifreiðastjóri, f. 29. mars 1929, d. 27. ágúst 1988. Fyrrum kona hans Lene Ebbesen. Fyrrum kona hans Fanney Sigurjónsdóttir.
6. Jón Sigurðsson, f. 1. febrúar 1931, d. 4. apríl 1931.
7. Erna Guðmundína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. maí 1932, d. 6. apríl 2022. Fyrri maður hennar var Björgvin Óskarsson, látinn. Síðari maður hennar Kristinn Jónsson.
8. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1933, d. 9. mars 2022. Barnsfaðir hennar Ragnar Runólfsson. Maður hennar Garðar Ásbjörnsson.
9. Oddný Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. október 1936. Maður hennar Bernharð Ingimundarson.
10. Valgerður Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. desember 1942. Maður hennar Rúnar Eiríkur Siggeirsson.
Barnsmóðir Sigurðar var Marta Sveinbjörnsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Fossárdal, Berufirði, f. 11. júlí 1908, d. 20. janúar 1999.
Barn þeirra:
11. Ágúst Heiðar Sigurðsson, f. 23. október 1938, d. 24. maí 2008. Kona hans Sigrún Júlíusdóttir.

Ásta eignaðist barn með Ragnari 1951.
Þau Garðar giftu sig 1955, eignuðust sjö börn og Garðar fóstraði son hennar frá fyrra sambandi.
Þau bjuggu í Nýjalandi við Heimagötu 26, á Faxastíg 27, við Illugagötu 10 og síðast á Túngötu 3.
Garðar lést 2012 og Ásta 2022.

I. Barnsfaðir Ástu er Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu, f. 13. desember 1933.
Barn þeirra:
1. Sigurður Kristinn Ragnarsson, f. 29. desember 1951 á Landspítalanum, skírður á Fáskrúðsfirði. Kona hans Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, látin. Kona hans Margrét Elín Ragnheiðardóttir.

II. Maður Ástu, (29. maí 1955), var Garðar Ásbjörnsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarstjóri, f. 27. mars 1932, d. 7. maí 2012.
Börn þeirra:
2. Daði Garðarsson, f. 14. desember 1954. Kona hans Magnea Ósk Magnúsdóttir.
3. Ásbjörn Garðarsson, f. 31. mars 1956.
4. Gylfi Garðarsson, f. 5. ágúst 1957. Fyrrum kona hans Elísa Harpa Grytvik.
5. Sigmar Einar Garðarsson, f. 19. september 1959. Kona hans Ragna Garðarsdóttir.
6. Lilja Garðarsdóttir, f. 11. febrúar 1961. Maður hennar Magnús Gísli Magnússon.
7. Gerður Garðarsdóttir, f. 21. maí 1963. Maður hennar Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson.
8. Ásta Garðarsdóttir, f. 12. maí 1965, d. 27. mars 1999. Maður hennar Karl Björnsson.
Sonur Ástu og fóstursonur Garðars:
1. Sigurður Kristinn Ragnarsson Runólfssonar, f. 29. desember 1951. Kona hans Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, látin. Kona hans Margrét Elín Ragnheiðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.