Rúnar Eiríkur Siggeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rúnar Eiríkur Siggeirsson sjómaður, sendibílsstjóri fæddist 29. nóvember 1947.
Foreldrar hans voru Magnús Siggeir Eiríksson vörubílsstjóri, f. 23. febrúar 1920, d. 28. desember 1985, og Esther Thorarensen Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1923, d. 7. apríl 1995.

Rúnar var með foreldrum sínum í æsku
Hann flutti til Eyja 1967, var sjómaður, síðar sendibílstjóri í 40 ár.
Þau Valgerður giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Löndum við Landagötu 11 við Gosið 1973, búa nú á Arnartanga í Mosfellsbæ.

I. Kona Rúnar, (17. maí 1969), er Valgerður Jóna Sigurðardóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, aflesari hjá Orkuveitu Reykjavíkur, f. 15. desember 1942.
Börn þeirra:
1. Unnur Rúnarsdóttir þjónn, f. 26. september 1967. Barnsfaðir hennar Kristján Vídalín Kristjánsson.
2. Esther Rúnarsdóttir mælaálesari hjá Orkuveitu Reykjavíkur, f. 1. maí 1973. Barnsfaðir hennar Jökull Ísleifsson.
3. Kristín Rúnarsdóttir kennari, f. 6. október 1976. Fyrrum maður hennar Ingólfur Birgir Bragason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.