Rafn Sigurðsson (Fagurhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rafn Sigurðsson frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, sjómaður, leigubifreiðastjóri, verkamaður fæddist þar 29. mars 1929 og lést 27. ágúst 1988.
Foreldrar hans voru Sigurður Karlsson frá Garðsá á Hafnarnesi, f. 29. mars 1904, d. 12. ágúst 1972, og Kristín Sigurðardóttir frá Níelsarbæ á Hafnarnesi, f. 6. október 1906, d. 27. maí 1981.

Börn Kristínar og Sigurðar:
1. María Sigþrúður Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 14. september 1922, d. 4. maí 2005. Maður hennar Magnús Benjamínsson.
2. Karl Emil Sigurðsson vélstjóri, f. 8. janúar 1924, d. 18. nóvember 2010. Kona hans Lilja Finnbogadóttir, látin. Kona hans Helga Þorkelsdóttir.
3. Jórunn Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. október 1925, d. 3. ágúst 1967. Maður hennar Ólafur J. Erlendsson.
4. Óskar Sigurðsson, f. 19. maí 1927.
5. Rafn Sigurðsson sjómaður, leigubifreiðastjóri, f. 29. mars 1929, d. 27. ágúst 1988. Fyrrum kona hans Lene Ebbesen. Fyrrum kona hans Fanney Sigurjónsdóttir.
6. Jón Sigurðsson, f. 1. febrúar 1931, d. 4. apríl 1931.
7. Erna Guðmundína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. maí 1932, d. 6. apríl 2022. Fyrri maður hennar var Björgvin Óskarsson, látinn. Síðari maður hennar Kristinn Jónsson.
8. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1933, d. 9. mars 2022. Barnsfaðir hennar Ragnar Runólfsson. Maður hennar Garðar Ásbjörnsson.
9. Oddný Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. október 1936. Maður hennar Bernharð Ingimundarson.
10. Valgerður Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. desember 1942. Maður hennar Rúnar Eiríkur Siggeirsson.
Barnsmóðir Sigurðar var Marta Sveinbjörnsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Fossárdal, Berufirði, f. 11. júlí 1908, d. 20. janúar 1999.
Barn þeirra:
11. Ágúst Heiðar Sigurðsson, f. 23. október 1938, d. 24. maí 2008. Kona hans Sigrún Júlíusdóttir.

Rafn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann reri á trillu með föður sínum, var sjómaður í Eyjum, leigubifreiðastjóri í Keflavíkurflugvelli og vann síðar í Kassagerðinni eftir flutning til landsins frá Danmörku.
Þau Lene giftu sig 1960, fluttu til Danmerkur. Þau eignuðust tvö börn, en skildu 1966.
Rafn flutti til Eyja með annað barn sitt, bjó hjá foreldrum sínum í Fagurhól við Strandvegi 55.
Þau Fanney giftu sig, bjuggu á Vesturbergi 50 í Reykjavík. Þau skildu.
Rafn bjó síðast í Engihjalla 9 í Kópavogi. Hann lést 1988.

I. Kona Rafns, (1960, skildu 1966), Lene Ebbesen, danskrar ættar, f. 11. maí 1943.
Börn þeirra:
1. Ingvi Jón Rafnsson matreiðslumeistari, veitingamaður, f. 11. október 1960, d. 8. ágúst 2008. Kona hans Þóra Helga Jónsdóttir.
2. Pernille Ebbesen Rafnsdóttir, býr í Danmörku, f. 25. maí 1962.

II. Kona Rafns, skildu, er Fanney Sigurjónsdóttir, f. 25. júní 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.