Bernharð Ingimundarson
Bernharð Ingimundarson (Deddi) sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður fæddist 30. október 1935 í Nýborg við Njarðarstíg 17.
Foreldrar hans voru Ingimundur Bernharðsson útgerðarmaður, verkamaður, verkstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. júlí 1893, d. 1. desember 1968, og kona hans Jónína Benedikta Eyleifsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1897 í Glaumbæ á Miðnesi, Gull., d. 24. mars 1993.
Börn Jónínu og Ingimundar voru:
1. Jórunn Ingimundardóttir, f. 9. október 1923, d. 12. janúar 2007.
2. Margrét Laufey Ingimundardóttir, f. 23. nóvember 1926, d. 18. nóvember 2013.
3. Sesselja Ingimundardóttir, f. 9. ágúst 1932, d. 27. júní 2023.
4. Bernharð Ingimundarson, f. 30. október 1935.
Bernharð (Deddi) var með foreldrum sínum í æsku, í Nýborg, á Víðivöllum og á Heiðarvegi 32.
Hann fékk fiskimannaréttindi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1959.
Bernharð var stýrimaður á Sigurfara og eigandi og skipstjóri á Friðriki Sigurðssyni. Hann hóf störf hjá Fiskimjölsverksmiðjunni 1970 og vann þar til 1994.
Þau Fjóla giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Vallargötu 14 við giftingu, á Urðaveg 52 1972, búa nú við Bröttugötu 18.
Kona Bernharðs, (1. júní 1957), er Oddný Fjóla Sigurðardóttir frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, húsfreyja, f. 13. október 1936.
Börn þeirra:
1. Ingimundur Bernharðsson þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 21. febrúar 1955. Kona hans Guðrún Lárusdóttir.
2. Kristín Bernharðsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 19. júlí 1959. Maður hennar Sigurður Baldursson.
3. Hávarður Guðmundur Bernharðsson húsasmíðameistari á Ísafirði, f. 30. september 1962. Fyrrum kona hans Sigrún Jóna Sigmarsdóttir. Kona hans Ingibjörg Snorradóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bernharð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.