Daði Garðarsson (múrari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Daði Garðarsson)
Fara í flakk Fara í leit
Daði Garðarsson.

Daði Garðarsson frá Foldahrauni 41E, múrari fæddist 29. janúar 1982 á Akureyri og lést 10. apríl 2007.
Foreldrar hans voru Garðar Pétursson frá Framtíð, sjómaður, f. 20. október 1948, d. 26. maí 2016, og kona hans Ragnheiður Víglundsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 16. apríl 1957.

Börn Ragnheiðar og Garðars:
1. Laufey Dögg Garðarsdóttir, f. 7. júní 1979. Maður hennar Auðunn Einarsson.
2. Daði Garðarsson múrari, f. 29. janúar 1982, d. 10. apríl 2017. Kona hans Karólína Helga Símonardóttir.

Daði var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Akureyri til Eyja nýfæddur 1982.
Hann vann ýmis störf, en lærði múrverk og vann við þá iðn sína í Hafnarfirði. Hann rak eigið fyrirtæki.
Daði eignaðist barn með Ellen 2002.
Þau Karólína Helga giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Kelduhvammi 24 í Hafnarfirði.
Daði lést 2007.

I. Barnsmóðir Daða er Ellen Kristjánsdóttir, f. 7. febrúar 1984.
Barn þeirra:
1. Alexander Máni Daðason, f. 27. ágúst 2002.

II. Kona Daða er Karólína Helga Símonardóttir húsfreyja, f. 22. október 1984. Foreldrar hennar Símon Ólafur Viggósson, f. 23. apríl 1956, d. 1. janúar 2017, og Birna Sigurbjörg Benediktsdóttir, f. 8. júní 1960.
Börn þeirra:
2. Dagur Máni Daðason, f. 6. apríl 2004.
3. Fjóla Huld Daðadóttir, f. 4. júní 2010.
4. Bríet Ýr Daðadóttir, f. 23. febrúar 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.