Sigurður Kristinn Ragnarsson
Sigurður Kristinn Ragnarsson, húsasmíðameistari fæddist 29. desember 1951.
Foreldrar hans Ragnar Runólfsson, f. 13. desember 1933, d. 23. janúar 2024, og barnsmóðir hans Ásta Sigurðardóttir, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 1. ágúst 1933, d. 9. mars 2022.
Sigurður Kristinn ólst upp hjá móður sinni og manni hennar Garðari Ásbjörnssyni, sjómanni, vélstjóra, útgerðarstjóra.
Þau Halldóra Ingibjörg giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum, en síðar í Garðabæ.
Halldóra Ingibjörg lést 2004.
Þau Margrét Elín hófu sambúð, eiga ekki börn saman. Þau búa á Selfossi.
I. Kona Sigurðar Kristins, 1974, var Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, húsfreyja, gangavörður og síðar matráður í Snælandsskóla í Kópavogi, f. 30. júlí 1953, d. 13. september 2004. Foreldrar hennar Ingólfur Pálsson, húsgagnasmiður, f. 1. september 1925, d. 29. október 1984, og Jónína Salný Stefánsdóttir, f. 3. nóvember 1928, d. 15. mars 2021.
Börn þeirra:
1. Ásta Salný Sigurðardóttir, förðunarmeistari, f. 3. mars 1975 í Eyjum. Sambúðarmaður hennar Viðar Snær Sigurðsson.
2. Sonja Erna Sigurðardóttir, 11. maí 1979 í Eyjum. Maður hennar Tómas Guðmundsson.
II. Sambúðarkona Sigurðar Kristins er Margrét Elín Ragnheiðardóttir, húsfreyja, f. 15. mars 1956. Foreldrar hennar Gunnar Jóhannesson, f. 6. mars 1927, d. 10. júní 2003, og Ragnheiður Líndal Hinriksdóttir, f. 18. júlí 1936, d. 7. apríl 2006.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Halldóru.
- Sigurður Kristinn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.