Lilja Garðarsdóttir (Hallormsstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lilja Garðarsdóttir húsfreyja á Hallormsstað fæddist 11. febrúar 1961 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Garðar Ásbjörnsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarstjóri, f. 27. maí 1932 í Ráðagerði, d. 7. maí 2012, og kona hans Ásta Sigurðardóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. þar 1. ágúst 1933, d. 9. mars 2022.

Börn Ástu og Garðars:
2. Daði Garðarsson, f. 14. desember 1954. Kona hans Magnea Ósk Magnúsdóttir.
3. Ásbjörn Garðarsson, f. 31. mars 1956.
4. Gylfi Garðarsson, f. 5. ágúst 1957. Fyrrum kona hans Elísa Harpa Grytvik.
5. Sigmar Einar Garðarsson, f. 19. september 1959. Kona hans Ragna Garðarsdóttir.
6. Lilja Garðarsdóttir, f. 11. febrúar 1961. Maður hennar Magnús Gísli Magnússon.
7. Gerður Garðarsdóttir, f. 21. maí 1963. Maður hennar Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson.
8. Ásta Garðarsdóttir, f. 12. maí 1965, d. 27. mars 1999. Maður hennar Karl Björnsson.
Sonur Ástu og fóstursonur Garðars:
9. Sigurður Kristinn Ragnarsson Runólfssonar, f. 29. desember 1951. Kona hans Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, látin. Kona hans Margrét Elín Ragnheiðardóttir.

Lilja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk grunnskóla og einu ári í Framhaldsskólanum í Eyjum.
Lilja vann við fiskiðnað í Vinnslustöðinni og Eyjabergi, var við afgreiðslu í Versluninni Geysi og síðar í Apótekinu. Í fimmtán ár hefur hún verið starfsmaður Sambýlisins.
Þau Gísli giftu sig 1981, eignuðust fjögur börn. Þau hafa búið á Hallormsstað við Brekastíg 11A frá upphafi sambúðar sinnar.

I. Maður Lilju, (18. júlí 1981), er Magnús Gísli Magnússon frá LögbergI, íþróttakennari, þjálfari, ökukennari, f. 5. september 1947 í Keflavík.
Börn þeirra:
1. Thelma Gísladóttir aðstoðarskólameistari í Eyjum, f. 27. september 1979. Barnsfaðir hennar Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
2. Rakel Gísladóttir félagsfræðingur í Svíþjóð, f. 12. ágúst 1983. Maður hennar Bjarki Hlöðversson Pálssonar.
3. Andrea Gísladóttir rafvirki í Reykjavík, f. 21. september 1984. Barnsfeður hennar Jón Valgarð Gústafsson og Brynjar Stefánsson.
4. Sandra Gísladóttir leikskólakennari, f. 15. júlí 1992. Fyrrum sambúðarmaður hennar Brynjar Karl Óskarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.