Þjóðhátíðarlög
Fyrstu helgina í ágúst er haldin þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þá flykkist fólk til Eyja til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra.
Sú hefð hefur skapast að samið er þjóðhátíðarlag fyrir hverja hátíð og er það að margra mati ómissandi þáttur af þjóðhátíðarstemmningunni.
Hægt er að nálgast mörg Þjóðhátíðarlögin á MP3 formi á Tónlistarsíðu Þjóðhátíðar
Frá árinu 1933 hefur tíðkast að velja eitt þjóðhátíðarlag hverju sinni. Þá skrifaði Árni úr Eyjum ljóðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson bjó til lag því til undirspils. Oddgeir samdi þjóðhátíðarlögin eftir það óslitið þar til að hann féll frá árið 1966, en Árni úr Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá dauða Oddgeirs fram til ársins 1969 voru gömul lög eftir hann notuð sem þjóðhátíðarlög, en síðan þá hafa nýjir menn skipst á að semja lögin. Árni Johnsen hefur gert fjölmarga texta, og einnig Guðjón Weihe. Ólafur M. Aðalsteinsson hefur gert nokkur lög, sem og Þorgeir Guðmundsson, Sigurður Óskarsson og Gylfi Ægisson. Síðasta áratuginn hafa Hreimur Örn Heimisson, Sigurjón Haraldsson og fleiri komið að gerð laganna. Frá 1969 hafa alls rúmlega 40 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna.
Lögin hafa vakið misjafnar undirtektir og sitja misjafnlega fast eftir í minningum manna, en sérlega minnistæð þykja lögin Dagur og nótt í dalnum (1941), Út í Elliðaey (1980), Þú veist hvað ég meina (1997) og Lífið er yndislegt (2001), en þó eru mörg önnur sem sitja misjafnlega fast í hugum manna, og hefur þar aldur, smekkur og upplifun margt um það að segja.
Þjóðhátíðarlögin
- 2012: Þar sem hjartað slær
- 2011: La dolce Vita
- 2010: Viltu elska mig á morgun
- 2009: Eyjan græna
- 2008: Brim og boðaföll
- 2007: Stund með þér
- 2006: Ástfangin í þér
- 2005: Með þér
- 2004: Í Herjólfsdal
- 2003: Draumur um þjóðhátíð
- 2002: Vinátta
- 2001: Lífið er yndislegt
- 2000: Í Vestmannaeyjum
- 1999: Í dalnum
- 1998: Á Þjóðhátíð
- 1997: Þú veist hvað ég meina
- 1996: Sumarnótt
- 1995: Þúsund eldar
- 1994: Út við sund og Eyjar
- 1993: Þjóðhátíðarlag Alltaf á Heimaey
- 1992: Dagar og nætur
- 1991: Þjóðhátíð í Eyjum
- 1990: Næturfjör
- 1989: Í brekkunni
- 1988: Ég meyjar á kvöldin kyssi
- 1987: Síðasti dans í dalnum
- 1986: Dalbúinn
- 1985: Í Herjólfsdal Í skjóli fjalla
- 1984: Ástin bjarta
- 1983: Gaman og alvara
- 1982: Þjóðhátíðarlag Hvar sem eyjamaður fer
- 1981: Í Herjólfsdal
- 1980: Út í Elliðaey
- 1979: Peyjaminning
- 1978: Á þjóðhátíð
- 1977: Þjóðhátíðarlag "Dalurinn fagri og dætur hans" og "Herjólfsdalur 1977"
- 1976: Vornótt í Eyjum
- 1975: Þjóðhátíðarlag Nú hátíð enn við höldum
- 1974: Eyjan mín bjarta
- 1973: Við höldum þjóðhátíð
- 1972: Eyjasyrpa
- 1971: Heimahöfn
- 1970: Bros þitt
- 1969: Draumblóm Þjóðhátíðarnætur
- 1968: Svo björt og skær
- 1965: Vögguvísa
- 1962: Ég veit þú kemur
- 1961: Sólbrúnir vangar
- 1956: Maja litla
- 1955: Gamla gatan
- 1954: Vísan um dægurlagið
- 1953: Síldarvísa
- 1951: Heima
- 1950: Hve dátt er hér í dalnum
- 1949: Breytileg átt og hægviðri
- 1948: Þjóðhátíðarvísa
- 1945: Á útlagaslóð
- 1942: Takið eftir því
- 1941: Dagur og nótt í dalnum
- 1940: Meira fjör
- 1939: Hátíðarnótt í Herjólfsdal
- 1938: Þjóðhátíðarsöngur
- 1937: Undurfagra ævintýr
- 1936: Blái borðinn
- 1933: Setjumst hér að sumbli
Heimildir
- www.dalurinn.is