Í Herjólfsdal (1981)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1980 1981 1982
Nú himneskt er í Herjólfsdal,
svo hefjum söng og gleði.
því þjóðhátíð hér halda skal,
þá blanda allir gleði.
Gleðifundur, ­ glettnishjal
gönguferðir um hamrasal,
tveggja sálna tal.
Vinum góðum vaka með,
þá vefja örmum skal.
Já vinum góðum vaka með
þá vefja örmum skal.
Í ágúst húmi ástarfund,
er unaðslegt að eiga.
Hátíð fyrir hal og sprund,
og höfga drykki teyga.
Spranga, sparka bolta um stund
nú sólin roðar Eyjasund,
lifum léttri lund.
Vinum góðum vaka með,
og örmum vefja sprund.
Já vinum góðum vaka með
og örmum vefja sprund.


Lag og texti: Ingólfur Jónsson frá Dalvík