Þú veist hvað ég meina
Fara í flakk
Fara í leit
Þjóðhátíðarlag | ||
1996 | 1997 | 1998 |
- Hljótt í vestri kveður kvöld,
- kvikna eldar nætur.
- Táp og kæti taka völd,
- titra hjartarætur.
- Dalsins lífi greiðum gjöld,
- gleðin sanna lokkar.
- Þráin vaknar þúsundföld,
- þessi nótt er okkar.
- Þú veist hvað ég meina mær,
- munarblossar ginna.
- Komdu þar sem freisting fær
- fylling vona sinna.
- Meðan nóttin framhjá fer,
- fljóðið ástarblíða.
- Inni í tjaldi, trúðu mér,
- tækifærin bíða.
- Vinnum ástarheitið hér,
- hjörtun látum mætast.
- Enginn veit og enginn sér
- okkar drauma rætast.
- Lag: Sigurjón Ingólfsson.
- Texti: Guðjón Weihe