Eyjan mín bjarta

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1973 1974 1975
Eyjan mín bjarta nú leik ég þér lag,
svo ljómandi fögur þú ert.
Ég dái þig ávallt hvern einasta dag
að dá þig er aldeilis vert.
Nú sárin þín gróa,nú vermir þig sól,
nú sóley á bökkum þér grær
Og alls konar fuglar enn byggja sér ból,
í berginu,Eyjan mín kær.
Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima,hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Byggðin hún stækkar nú dag eftir dag
dafnar svo ótrúlegt er.
Ég eigna þér Eyja mitt ljúfasta lag
og lagið nú hefurðu hér.
Nú hátíð fer í hönd
halda mun ég tryggðarbönd
við þig elsku Eyjan mín
ávallt frá þér hlýja skín.
Lag og texti: Gylfi Ægisson