Síldarvísa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1951 1953 1954
Þær heilsuðu okkur með svellandi söng
síldarstúlkurnar
og þá voru kvöldin svo ljós og löng,
en ljúfastar næturnar.
Því við vorum ung og ástin hrein
og ólgandi hjartans blóð.
Og sumarið leið og sólin skein
og síldin á miðunum óð ........
Ennþá er mér í minni
meyjarbros og tár,
skellóttur skúluklútur
og skollitað undir hár,
glettni í gráum augum
gamanyrði á vör,
dansinn á bátabryggju
blossandi æskufjör.
Spriklandi silfur í sólareldi
sökkhlaðinn bátur í áfangastað,
landað í skyndi og kysst að kveldi,
kannastu bróðir við lífið það?
Köld eru kynni haustsins,
kveðjustundin sár
ennþá er mér í minni
meyjarbros og tár.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Ási í Bæ