„Blik 1976/Vélbátar í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Blik á í fórum sínum 50-60 myndir af vélbátum Vestmannaeyinga frá fyrstu áratugum aldarinnar. Að þessu sinni birtum við 20 myndir af bátum þessum. | Blik á í fórum sínum 50-60 myndir af vélbátum Vestmannaeyinga frá fyrstu áratugum aldarinnar. Að þessu sinni birtum við 20 myndir af bátum þessum. | ||
Flestir voru bátarnir kunnir fyrir aflasæld og formennirnir viðurkenndir dugnaðar sjómenn. [[Karl Leifur Guðmundsson|Karl Guðmundsson]] frá [[Reykholt (yngra)|Reykholti]] [[Reykholt (eldra)|(nr.15)]] við [[Urðarvegur|Urðaveg]] gaf [[Blik|Bliki]] fyrir nokkrum árum skýringarnar við myndirnar og tók þann fróðleik úr bókum Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. [[Blik]] kann honum kærar þakkir fyrir þá hjálp. | Flestir voru bátarnir kunnir fyrir aflasæld og formennirnir viðurkenndir dugnaðar sjómenn. [[Karl Leifur Guðmundsson|Karl Guðmundsson]] frá [[Reykholt (yngra)|Reykholti]] [[Reykholt (eldra)|(nr.15)]] við [[Urðarvegur|Urðaveg]] gaf [[Blik|Bliki]] fyrir nokkrum árum skýringarnar við myndirnar og tók þann fróðleik úr bókum [[Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja]]. [[Blik]] kann honum kærar þakkir fyrir þá hjálp. | ||
<center> [[Mynd:1976 b 105 A.jpg|ctr|400px]]</center> | <center> [[Mynd:1976 b 105 A.jpg|ctr|400px]]</center> | ||
Lína 88: | Lína 88: | ||
''V/b [[Ingólfur Arnarson VE-187|Ingólfur Arnarson, VE 187]], 11 rúmlestir. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1917. Það gjörði [[Guðmundur Jónsson]] á [[Háeyri]]. Eigendur þá: [[Bjarni Einarsson | ''V/b [[Ingólfur Arnarson VE-187|Ingólfur Arnarson, VE 187]], 11 rúmlestir. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1917. Það gjörði [[Guðmundur Jónsson]] á [[Háeyri]]. Eigendur þá: [[Bjarni Einarsson (Hlaðbæ)|Bjarni Einarsson]] útgerðarmaður í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]] o. fl. formaður var fyrstu árin [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn Jónsson]] á [[Landamót|Landamótum]] (nr.3 A) við [[Vesturvegur|Vesturveg]].'' | ||
Lína 115: | Lína 115: | ||
''V/b [[Emma VE-219|Emma, VE 219]], 16 smálestir að stærð. Báturinn var smíðaður á Ísafirði árið 1919. Fyrsti eigandi var [[Jóhann Reyndal]]. Þá var formaður á bátnum [[Guðmundur Kristjánsson]]. Síðar eignaðist [[Eiríkur Ásbjörnsson]] o. fl. þennan bát, og var Eiríkur sjálfur formaður á honum um árabil. Þá var [[Björn Bjarnason]] í [[Bólstaðarhlíð]] (nr. 39) við [[Heimagata|Heimagötu]] vélstjóri á bátnum og meðeigandi. Síðast var formaður á báti þessum [[Eyjólfur Gíslason]] frá [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í Eyjum.'' | ''V/b [[Emma VE-219|Emma, VE 219]], 16 smálestir að stærð. Báturinn var smíðaður á Ísafirði árið 1919. Fyrsti eigandi var [[Jóhann Pétur Reyndal|Jóhann Reyndal]]. Þá var formaður á bátnum [[Guðmundur Kristjánsson]]. Síðar eignaðist [[Eiríkur Ásbjörnsson]] o. fl. þennan bát, og var Eiríkur sjálfur formaður á honum um árabil. Þá var [[Björn Bjarnason]] í [[Bólstaðarhlíð]] (nr. 39) við [[Heimagata|Heimagötu]] vélstjóri á bátnum og meðeigandi. Síðast var formaður á báti þessum [[Eyjólfur Gíslason]] frá [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í Eyjum.'' | ||
Lína 142: | Lína 142: | ||
''V/b [[Friðþjófur VE-98|Friðþjófur, VE 98]], 14 smálestir að stærð. Hann var smíðaður í Færeyjum árið 1921. Eigendur voru [[Friðrik Svipmundsson]], síðar [[Andrés Einarsson]], [[Baldurshagi|Baldurshaga]], og svo [[Ásmundur Friðriksson]], sonur Friðriks Svipmundssonar og konu hans, frú [[Elín Þorsteinsdóttir|Elínar Þorsteinsdóttur]].'' | ''V/b [[Friðþjófur VE-98|Friðþjófur, VE 98]], 14 smálestir að stærð. Hann var smíðaður í Færeyjum árið 1921. Eigendur voru [[Friðrik Svipmundsson]], síðar [[Andrés Einarsson]], [[Baldurshagi|Baldurshaga]], og svo [[Ásmundur Friðriksson]], sonur Friðriks Svipmundssonar og konu hans, frú [[Elín Þorsteinsdóttir (Löndum)|Elínar Þorsteinsdóttur]].'' | ||
Lína 151: | Lína 151: | ||
''V/b [[Auður VE-3|Auður, VE 3]], 15 rúmlestir að stærð. Bát þennan smíðaði [[Gunnar Marel Jónsson]], bátasmiður í Vestmannaeyjum, árið 1925. Eigendur voru þá [[Ágúst Jónsson]] í [[Varmahlíð]] (nr. 21) við [[Miðstræti]] (áður nr. 18 við [[Vesturvegur|Vesturveg]]) o.fl. Formaður á bátnum var Ágúst Jónsson.'' | ''V/b [[Auður VE-3|Auður, VE 3]], 15 rúmlestir að stærð. Bát þennan smíðaði [[Gunnar Marel Jónsson]], bátasmiður í Vestmannaeyjum, árið 1925. Eigendur voru þá [[Ágúst Jónsson (Varmahlíð)|Ágúst Jónsson]] í [[Varmahlíð]] (nr. 21) við [[Miðstræti]] (áður nr. 18 við [[Vesturvegur|Vesturveg]]) o.fl. Formaður á bátnum var Ágúst Jónsson.'' | ||
Lína 160: | Lína 160: | ||
''V/b [[Gullveig VE-331|Gullveig, VE 331]], 39 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður árið 1926 og keyptur til Vestmannaeyja 1940. Eigandi: [[Sæmundur Jónsson]] frá [[Jómsborg]] og fyrsti formaður var [[Óskar Þorsteinsson]], síðar bóksali í Vestmannaeyjum.'' | ''V/b [[Gullveig VE-331|Gullveig, VE 331]], 39 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður árið 1926 og keyptur til Vestmannaeyja 1940. Eigandi: [[Sæmundur Jónsson (Jómsborg)|Sæmundur Jónsson]] frá [[Jómsborg]] og fyrsti formaður var [[Óskar Þorsteinsson (bóksali)|Óskar Þorsteinsson]], síðar bóksali í Vestmannaeyjum.'' | ||
Lína 178: | Lína 178: | ||
''V/b [[Lagarfoss VE-292|Lagarfoss, VE 292]], 21 rúmlest að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1929. Eigendur voru: [[Tómas M. Guðjónsson]] o.fl. Fyrsti formaður á bátnum var [[Ólafur Ísleifsson]], [[Miðgarður|Miðgarði]] (nr. 13A) við [[Vestmannabraut]]. Bátur þessi var notaður í Eyjum til ársins 1967, en þá hafði hann verið stækkaður (1942) og efldur að traustleika.'' | ''V/b [[Lagarfoss VE-292|Lagarfoss, VE 292]], 21 rúmlest að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1929. Eigendur voru: [[Tómas M. Guðjónsson]] o.fl. Fyrsti formaður á bátnum var [[Ólafur Ísleifsson (Miðgarði)|Ólafur Ísleifsson]], [[Miðgarður|Miðgarði]] (nr. 13A) við [[Vestmannabraut]]. Bátur þessi var notaður í Eyjum til ársins 1967, en þá hafði hann verið stækkaður (1942) og efldur að traustleika.'' | ||
Lína 196: | Lína 196: | ||
''V/b [[Baldur VE-24|Baldur, VE 24]], 55 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1930, en keyptur til Vestmannaeyja árið 1939. Eigendur voru: [[Jónas Jónsson | ''V/b [[Baldur VE-24|Baldur, VE 24]], 55 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1930, en keyptur til Vestmannaeyja árið 1939. Eigendur voru: [[Jónas Jónsson (Tanganum)|Jónas Jónsson]] verzlunarmaður og [[Haraldur Hannesson (Fagurlyst)|Haraldur Hannesson]] í [[Fagurlyst]], sem var formaður á bátnum.'' | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 28. apríl 2020 kl. 15:29
Blik á í fórum sínum 50-60 myndir af vélbátum Vestmannaeyinga frá fyrstu áratugum aldarinnar. Að þessu sinni birtum við 20 myndir af bátum þessum.
Flestir voru bátarnir kunnir fyrir aflasæld og formennirnir viðurkenndir dugnaðar sjómenn. Karl Guðmundsson frá Reykholti (nr.15) við Urðaveg gaf Bliki fyrir nokkrum árum skýringarnar við myndirnar og tók þann fróðleik úr bókum Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Blik kann honum kærar þakkir fyrir þá hjálp.
V/b Svanur, VE 152, 10 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1911. Eigendur voru Ágúst Gíslason í Valhöll o.fl. Fyrsti formaður á báti þessum var Jóhann Einarsson, Brimnesi, og svo Ólafur Ingileifsson, síðar kenndur við Heiðarbæ vestan við Strembuhæðina.
V/b Ásdís, VE 144. Eigandi var Gísli J. Johnsen. Báturinn var smíðaður í Danmörku árið 1912. Svo sem greint var frá í Bliki 1974, bls. 138, þá kom norskur söngkór til Vestmannaeyja árið 1924 og söng hér bæði í samkomuhúsi og undir berum himni. Svo sem sést á myndinni, þá er vélbáturinn Ásdís hlaðinn fólki. Verið er að flytja norska söngkórinn frá Bæjarbryggjunni til skips.- Húfur kórfélagana á lofti. - Eyjabúar kvaddir.
V/b Ísleifur, VE 63, 30 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Reykjavík árið 1916 og keyptur til Eyja 1928. Eigandi: Ársæll Sveinsson útgerðarmaður, sem var formaður á bátnum um árabil. Báturinn var tekinn út af skrá Bátaábyrgðarfélagsins árið 1967.
V/b Sjöstjarnan, VE 92, 55 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður 1916 og var gerður út frá Akureyri fyrstu árin. Eigandi í Vestmannaeyjum var Tómas M. Guðjónsson o. fl., Höfn (nr. 1) við Bakkastíg. Fyrsti formaður á honum í Eyjum var Ásmundur Friðriksson frá Stóru-Löndum.
V/b Faxi, sem áður hét Hilmir, VE 282, 38 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður í Danmörku árið 1917 og keyptur til Vestmannaeyja 1929. Eigendur: Gunnar Ólafsson o. fl. Fyrsti formaður á bátnum í Eyjum var Runólfur Sigfússon. Þegar þetta er skráð, er eigandi bátsins Haukur útgerðarmaður og skipsjóri Jóhannson.
V/b Halkion, VE 27. Þessi bátur hét áður Kári og var smíðaður í Danmörku 1917, 35 smálestir að stærð. Fyrsti eigandi í Eyjum var Sigurður útgerðarmaður og formaður Bjarnason í Svanhól (nr. 24) við Austurveg.
V/b Ingólfur Arnarson, VE 187, 11 rúmlestir. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1917. Það gjörði Guðmundur Jónsson á Háeyri. Eigendur þá: Bjarni Einarsson útgerðarmaður í Hlaðbæ o. fl. formaður var fyrstu árin Sveinn Jónsson á Landamótum (nr.3 A) við Vesturveg.
V/b Halkion, VE 205, 14 rúmlestir. Hann var smíðaður á Stokkseyri árið 1917. Eigandi bátsins var Stefán Guðlaugsson í Gerði o. fl. Stefán Guðlaugsson var formaður á bátnum alls 23 vetrarvertíðir.
V/b Hansína, VE 200, 12 smálestir að stærð. Báturinn var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1917. Bátasmíðameistarinn var Ástgeir Guðmundsson í Litlabæ. Eigandi var Magnús bóndi Guðmundsson á Vesturhúsum o. fl. Hann var formaður á bátnum.
V/b Emma, VE 219, 16 smálestir að stærð. Báturinn var smíðaður á Ísafirði árið 1919. Fyrsti eigandi var Jóhann Reyndal. Þá var formaður á bátnum Guðmundur Kristjánsson. Síðar eignaðist Eiríkur Ásbjörnsson o. fl. þennan bát, og var Eiríkur sjálfur formaður á honum um árabil. Þá var Björn Bjarnason í Bólstaðarhlíð (nr. 39) við Heimagötu vélstjóri á bátnum og meðeigandi. Síðast var formaður á báti þessum Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum í Eyjum.
V/b Kap, VE 272, 27 smálestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður í Noregi árið 1919, en var keyptur til Vestmannaeyja 1925. Eigandi: Jón útgerðarmaður Jónsson í Hlíð (nr. 4) við Skólaveg. Fyrsti formaður á bátnum var Runólfur Sigfússon. Báturinn var tekinn af skipaskrá árið 1967.
V/b Kópur, VE 212. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1919. Eigendur bátsins voru Georg Gíslason o. fl. Fyrsti formaður á bátnum var Valdimar Ástgeirsson frá Litlabæ.
V/b Friðþjófur, VE 98, 14 smálestir að stærð. Hann var smíðaður í Færeyjum árið 1921. Eigendur voru Friðrik Svipmundsson, síðar Andrés Einarsson, Baldurshaga, og svo Ásmundur Friðriksson, sonur Friðriks Svipmundssonar og konu hans, frú Elínar Þorsteinsdóttur.
V/b Auður, VE 3, 15 rúmlestir að stærð. Bát þennan smíðaði Gunnar Marel Jónsson, bátasmiður í Vestmannaeyjum, árið 1925. Eigendur voru þá Ágúst Jónsson í Varmahlíð (nr. 21) við Miðstræti (áður nr. 18 við Vesturveg) o.fl. Formaður á bátnum var Ágúst Jónsson.
V/b Gullveig, VE 331, 39 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður árið 1926 og keyptur til Vestmannaeyja 1940. Eigandi: Sæmundur Jónsson frá Jómsborg og fyrsti formaður var Óskar Þorsteinsson, síðar bóksali í Vestmannaeyjum.
V/b Freyja (Gamla Freyja), VE 260, 24 smálestir að stærð. Þessi bátur var keyptur frá Noregi árið 1928. Eigendur voru Jón kaupfélagsstjóri Hinriksson o. fl. Fyrsti formaður á bátnum var Hannes Hansson, Hvoli.
V/b Lagarfoss, VE 292, 21 rúmlest að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1929. Eigendur voru: Tómas M. Guðjónsson o.fl. Fyrsti formaður á bátnum var Ólafur Ísleifsson, Miðgarði (nr. 13A) við Vestmannabraut. Bátur þessi var notaður í Eyjum til ársins 1967, en þá hafði hann verið stækkaður (1942) og efldur að traustleika.
V/b Veiga, VE 291, 24 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður í Noregi 1930. Eigandi var Ólafur Auðunsson, útgerðarmaður í Þinghól (nr.19) við Kirkjuveg. Fyrsti formaður á bátnum var Finnbogi Finnbogason frá Norðurgarði.
V/b Baldur, VE 24, 55 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1930, en keyptur til Vestmannaeyja árið 1939. Eigendur voru: Jónas Jónsson verzlunarmaður og Haraldur Hannesson í Fagurlyst, sem var formaður á bátnum.