Ágúst Gíslason (Valhöll)
(Endurbeint frá Ágúst Gíslason)
Ágúst Gíslason fæddist 15. ágúst 1874 og lést 24. desember 1922. Ágúst var sonur Gísla Stefánssonar kaupmanns og Soffíu Andrésdóttur í Hlíðarhúsi. Hann hóf byggingar á húsinu Valhöll við Strandveg árið 1912 og lauk því verki árið 1913.
Ágúst byrjaði ungur á sjó og árið 1906 hafði hann formennsku á Geysi. Veturinn 1907 kaupir hann Njál (7,5 tonn). Stuttu síðar sökk sá bátur við Eyjar í suðaustan ofviðri en áhöfnin slapp lifandi.
Eftir það rak Ágúst útgerð til dauðadags.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Ágúst Gíslason
Heimildir
- Halldór Magnússon. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum. Blik 1972. 29. árg.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.