Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri
Jón Hinriksson fæddist 23. maí 1881 og lést 15. ágúst 1929. aðeins 48 ára gamall. Eiginkona hans var Ingibjörg Rannveig Theódórsdóttir Mathiesen frá Hafnarfirði. Þau voru foreldrar Hinriks G. Jónssonar. bæjarstjórn]] Vestmannaeyja árið 1919 og sat í bæjarstjórn til dauðadags, og sat alls 151 fund. Hann var forstjóri [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélags
Jón var kaupfélagsstjóri. Jón sat í fyrstu Vestmannaeyja frá 1927 til 1929, eða dauðadags.
Jón átti hlut í bátnum Stakksárfossi ásamt Jónasi Bjarnasyni.
Frekari umfjöllun
Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Fram, bæjarfulltrúi og útgerðarmaður fæddist 23. maí 1881 að Ósum í V-Hún. og lést 15. ágúst 1929.
Faðir hans var Hinrik Guðmundur bóndi og formaður á Kirkjubrú á Álftanesi, f. 31. október 1857, d. 14. nóvember 1885, Jónsson bónda í Bjarnakoti á Álftanesi 1860, f. 1820, Jónssonar bónda á Kornsá í A-Hún. 1816, f. 1755, Jónssonar, og konu Jóns á Kornsá Sigríðar húsfreyju, f. 15. október 1786, d. 17. apríl 1847, Þorláksdóttur.
Móðir Hinriks Guðmundar og kona Jóns í Bjarnakoti var Guðrún húsfreyja, f. 14. júlí 1831, d. 8. febrúar 1898, Hinriksdóttir, og konu Hinriks, Hallvarar húsfreyju, f. 1796, d. 2. júní 1862, Árnadóttur.
Móðir Jóns Hinrikssonar og kona Hinriks Guðmundar var Sigurlaug húsfreyja, f. 28. desember 1851, d. 17. febrúar 1909, Sveinsdóttir bónda á Kúskerpi á Refasveit í A-Hún. (1855) og á Núpi á Laxárdal fremri (1860) í A-Hún., f. 30. ágúst 1817, varð úti 17. desember 1873, Sveinssonar bónda í Kirkjubæ í Norðurárdal í A-Hún., f. 1780, d. 1846, Sigurðssonar, og konu Sveins í Kirkjubæ, Solveigar húsfreyju, f. 18. október 1793, d. 6. mars 1858, Guðlaugsdóttur.
Móðir Sigurlaugar og kona Sveins á Kúskerpi var Þuríður húsfreyja, f. 12. júní 1828, d. 29. mars 1861, Kristjánsdóttir bónda á Síðu í Refasveit, f. 1800, d. 15. janúar 1862, Guðlaugssonar, og fyrri konu Kristjáns á Síðu, Guðrúnar húsfreyju, f. 1. ágúst 1802, d. 14. ágúst 1833, Jónsdóttur.
Jón varð gagnfræðingur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1901, lauk kennaraprófi í sama skóla 1902.
Hann var kennari í barnaskólanum í Hafnarfirði 1904-1911, vann ýmis störf hér á landi og í Noregi 1902-1904, var lögregluþjónn í Hafnarfirði sumarið 1908, vann annars við Bryde-verslun í Hafnarfirði. Hann var bókari í Bryde-verslun í Reykjavík 1911-1913, verslunarstjóri hjá Bryde (síðar Duus) í Eyjum 1913-1916, kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Fram í Eyjum 1916-dánardægurs, jafnframt var hann bóndi á Kornhól og útgerðarmaður, bæjarfulltrúi 1919-dánardægurs . Hann sat í stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja frá stofnun 1919-dd., sat lengi í stjórn Ísfélagsins, formaður þess 1927-dd., átti lengi sæti í stjórn Fisksölusamlags Vestmannaeyja.
(Sjá frekari umfjöllun um störf Jóns Hinrikssonar í Blik 1974: Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, V. hluti).
Þau Ingibjörg giftu sig 1905, eignuðust fimm börn, en síðasta barnið fæddist andvana.
Jón lést 1929 og Ingibjörg 1963.
I. Kona Jóns Hinrikssonar, (2. apríl 1905) var Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir húsfreyja og kaupkona, f. 2. ágúst 1880, d. 25. september 1963.
Börn Jóns og Ingibjargar hér:
1. Theodóra Þuríður Jónsdóttir, f. 26. desember 1906, d. 16. maí 1928.
2. Hinrik Guðmundur Jónsson bæjarstjóri, sýslumaður, f. 2. janúar 1908, d. 19. mars 1965.
3. Árni Mathiesen Jónsson lögfræðingur, f. 9. október 1909, d. 25. desember 1990.
4. Lára Jónsdóttir skrifstofumaður, snyrtifræðingur, f. 1. mars 1915, d. 13. júní 1981.
5. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja í Geysi, f. 28. janúar 1911, d. 22. september 1997.
6. Andvana stúlka, f. 3. desember 1925.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1974: Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, V. hluti
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.