Bæjarbryggja

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bæjarbryggja
Bæjarbryggja
Bæjarbryggja

Bæjarbryggjan var byggð árið 1907.

Bæjarbryggjan er að stofni til elsta hafnarmannvirki í Vestmannaeyjum, sem því nafni má nefnast.

Var elsti hluti hennar byggður árið 1907, en síðan var hún stækkuð 1911. Var hún byggð á Stokkhellu, og því kölluð í fyrstu Stokkhellubryggja eða Steinbryggja, sökum þess að hún var í upphafi gerð úr höggnum steini. Hún var aðeins 5 m á breidd og náði aðeins skammt fram. Þegar hún var stækkuð, var sú stækkun að nokkru leyti höfð úr timbri, en árið 1925 var hún stækkuð í þá stærð, sem hún hefur nú. Er hún öll gerð úr steini og steinsteypu og járnbentir steinsteypukassar hafðir í útveggi, en fylling var gerð með grjóti.

Síðasta stækkunin var samþykkt 22. maí 1925, og varð kostnaður við þá stækkun um 53 þús. krónur. Finnbogi R. Þorvaldsson verkfræðingur hafði með höndum lokastækkun bryggjunnar árið 1925.

Árið 1927 var dýpkað framan við bryggjuna. Eftir það tók norðausturhorn hennar að síga, og sprakk það þvert yfir, en brotið féll ekki fram, sökum þess að þekjan var járnbent. Þegar hornið hætti að síga, var steypt ofan á það og það gert jafnhátt bryggjufletinum.

Árið 2007 hófust endurbætur á Bæjarbryggjunni.


Heimildir